Frétt

bb.is | 17.09.2002 | 11:21Þjónusta af öllu tagi er ferðaþjónusta, segir formaður Ferðamálaráðs

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, formaður Ferðamálaráðs Íslands.
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, formaður Ferðamálaráðs Íslands.
Almennur fundur um ferðaþjónustu sem Ferðamálaráð Íslands gekkst fyrir í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði í gær var fjölsóttur og umræður og fyrirspurnir voru líflegar. „Það vakti sérstaka athygli mína hversu vel þessi fundur var sóttur af sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. Við höfum verið að halda fundi á vegum Ferðamálaráðs víða um landið og þeir hafa almennt verið fjölsóttir en áhugi sveitarstjórnarmanna hér fannst mér sérlega lofsverður“, segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, sem tók við formennsku í ráðinu í vor af Tómasi Inga Olrich, núverandi menntamálaráðherra. Auk Ferðamálaráðs sat fundinn Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Fundargestir leituðu ekki síst svara við því hvernig Ferðamálaráð getur stutt við bakið á þeim sem stunda ferðaþjónustu.
„Það er enginn vafi að hér á svæðinu hefur orðið mikil og margvísleg uppbygging í þessari atvinnugrein, jafnframt því sem uppi eru margar hugmyndir um það sem hægt væri að gera“, sagði Einar Kristinn eftir fundinn. „Við sem vorum til svara á þessum fundi vorum mjög spurðir hvað hægt væri að gera til að efla markaðssetningu þessa landshluta og hvernig hægt væri að laða hingað fleiri blaðamenn, bæði íslenska og erlenda, til að koma í heimsókn og vekja athygli á svæðinu. Þetta er verðugt viðfangsefni fyrir Ferðamálaráð. Einnig var talsvert spurt um þær breytingar sem orðið hafa á ferðamáta fólks, svo sem með fjölgun tjaldvagna og fellihýsa, og hvernig sveitarfélögin ætli að bregðast við þeim breytingum. Ferðamálaráð hefur þegar ákveðið að minni tillögu að vinna að gerð gátlista fyrir sveitarfélög til þess að stuðla að uppbyggingu tjaldsvæða. Þetta skiptir miklu máli, ekki bara fyrir sveitarfélögin, heldur einnig fyrir aðila í ferðaþjónustu hverju byggðarlagi“, sagði Einar. Hann sagði að menn væru farnir að gera sér betur grein fyrir því en áður að ferðaþjónusta er samansett af fjölmörgum þáttum. „Þjónusta af öllu tagi er þannig í rauninni líka ferðaþjónusta, svo sem bankaþjónusta, rekstur verslana og allra annarra þjónustufyrirtækja á hverjum stað.“

Ferðamálaráð hefur nýlega haldið hliðstæða fundi bæði á Hólmavík og Patreksfirði og voru þeir einnig fjölsóttir. „Eitt af því sem ég hef verið að beita mér fyrir sem nýr formaður Ferðamálaráðs er að halda fundi af þessu tagi um allt land til að efla tengsl ráðsins við fólkið í atvinnugreininni. Það er forsendan fyrir góðum árangri að við sem störfum í Ferðamálaráði störfum sem mest og best með fólkinu sem starfar í þessari grein“, segir Einar K. Guðfinnsson.

Í Ferðamálaráði Íslands eiga sæti sjö fulltrúar. Tveir eru skipaðir af samgönguráðherra, þeir Einar K. Guðfinnsson formaður og Ísólfur Gylfi Pálmason varaformaður. Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru þeir Helgi Pétursson og Kristján Þór Júlíusson, frá Samtökum ferðaþjónustunnar þau Steinn Lárusson og Hrönn Greipsdóttir og loks á sæti í ráðinu formaður Ferðamálasamtaka Íslands, Pétur Rafnsson. Meginhlutverk Ferðamálaráðs er að fara með yfirstjórn ferðamála á Íslandi í umboði samgönguráðuneytisins. Að öðru leyti er hlutverk þess afar víðtækt og lýtur t.d. að markaðsmálum og gæðamálum innan greinarinnar.

Ferðamálaráð Íslands

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli