Frétt

bb.is | 12.09.2002 | 09:25Slagur landsbyggðarþingmanna um „örugg“ sæti verður harður

Kjördæmin samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipan sem kosið verður eftir í fyrsta sinn 10. maí 2003.
Kjördæmin samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipan sem kosið verður eftir í fyrsta sinn 10. maí 2003.
Vegna hinnar róttæku breytingar sem verður á kjördæmaskipan á Íslandi við komandi alþingiskosningar, sem haldnar verða 10. maí í vor, má búast við mun harðari baráttu um „örugg“ sæti á framboðslistum en venjulega. Ástæðan er sú, að þingmönnum landsbyggðarkjördæmanna fækkar og því er ljóst, að ýmsir þeirra sem nú sitja á þingi og vilja halda áfram þingsetu munu ekki komast að. Þannig mun hið nýja Norðvesturkjördæmi fá 10 þingmenn en kjördæmin þrjú sem sameinuð munu mynda hið nýja kjördæmi hafa nú 15 þingmenn. Af þeim á Sjálfstæðisflokkurinn 6, Samfylkingin 4, Framsóknarflokkurinn 3, Vinstri grænir 1 og Frjálslyndi flokkurinn 1. Svo að eitt dæmi sé tekið, þá má teljast fremur ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái nema þrjá þingmenn í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum en a.m.k. fimm af sex þingmönnum flokksins í gömlu kjördæmunum þremur hafa lýst því yfir að þeir sækist eftir áframhaldandi þingsetu.
Baráttan innan flokkanna um efstu sætin á framboðslistum er þegar hafin í ýmsum tilvikum, þótt e.t.v. beri ekki mikið á því á yfirborðinu og lítið liggi enn fyrir um tilhögun uppröðunar á framboðslista, þ.e. hvort um uppstillingu verður að ræða eða prófkjör af einhverju tagi. Ef miðað er við fjölda kjósenda í hverju hinna gömlu kjördæma og gert ráð fyrir því að kjósendur styðji fyrst og fremst „sinn“ mann í prófkjöri, þar sem slíkt verður viðhaft, er hætt við að róður Vestfirðinga og Norðlendinga í Norðvesturkjördæminu geti orðið þungur. Raunar virðist einnig hætta á slíku þótt um uppstillingu verði að ræða, þar sem líklegt er að uppstillingarnefndir telji í einhverjum tilvikum þá frambjóðendur vænlegri í þingkosningunum sem eiga rótgróið fylgi í Vesturlandskjördæmi sem er mun mannfleira en Vestfjarðakjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra.

Norðvesturkjördæmið nýja verður myndað úr núverandi Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra, með þeirri undantekningu, að Siglufjörður mun tilheyra Norðausturkjördæmi en tilheyrir nú Norðurlandskjördæmi vestra. Mannfjöldi á svæði hins nýja Norðvesturkjördæmis er um 30 þúsund manns. Í núverandi Vesturlandskjördæmi búa nú rúmlega 14 þúsund manns, í Vestfjarðakjördæmi um 8 þúsund manns og í Norðurlandskjördæmi vestra rúmlega 9 þúsund manns.

Eftirtalin sveitarfélög verða í Norðvesturkjördæmi:

Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Skorradalshreppur, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Borgarbyggð, Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Eyrarsveit, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Saurbæjarhreppur, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur, Broddaneshreppur, Bæjarhreppur, Húnaþing vestra, Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduósbær, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Engihlíðarhreppur, Vindhælishreppur, Höfðahreppur, Skagahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli