Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 04.09.2002 | 15:14Dauð hugmynd - útförin auglýst síðar

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Sú hugmynd að sameina beri Orkubú Vestfjarða fyrirtækjunum Norðurorku á Akureyri og RARIK, hefur fengið hinar verstu viðtökur. Skammt er að minnast þess er iðnaðarráðherra reifaði þessa hugmynd þremur dögum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þetta útspil kom okkur stjórnarliðum gjörsamlega í opna skjöldu og við brugðumst illa við, svo ekki sé nú meira sagt. Í viðtali við Svæðisútvarp Vestfjarða lýsti ég mig strax afar andsnúinn þessari hugmynd. Enn var þó málinu haldið áfram. Þau tíðindi hafa hins vegar klárlega gerst núna að enginn leið er að ímynda sér annað en að málið sé dautt. - Útförin verður hins vegar auglýst síðar.
Orð skulu standa

Þegar ríkið keypti hlut sveitarfélaganna á Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða var því slegið föstu og greypt í samningana að OV starfaði sem sjálfstæð eining á meðan óbreytt raforkulög giltu. Iðnaðarráðherra lýsti því yfir á Fjórðungsþingi Vestfirðinga nú um helgina að þetta ákvæði eins og önnur ákvæði samningsins yrðu virt. Þetta kom ekki á óvart. Núverandi stjórnvöld eru ekki þekkt að öðru en því að virða gerða samninga. Það innsiglaði ráðherrann sem sé á Fjórðungsþinginu nú um helgina.

Nú er staðan sú að raforkulögunum hefur ekki verið breytt. Guð einn veit hvort, hvenær, eða þá hvernig að því verður staðið. Á meðan, er í rauninni um tómt mál að tala að Orkubúið starfi ekki áfram sem sjálfstæð eining. Samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna tekur af öll tvímæli og iðnaðarráðherra hefur innsiglað með orðum sínum á Fjórðungsþingi að það samkomulag verði virt.

Skýrir friðarskilmálar

Enn er þess að geta að ráðherrann undirstrikaði það mjög á Fjórðungsþinginu að þessi mál vildi hún vinna í sem mestri og bestri sátt við Vestfirðinga. Þetta er gríðarlega mikilvæg yfirlýsing. Fyrir okkur er sjálfgefið að taka ráðherrann á orðinu og freista þess að ná niðurstöðu um málið á þeim grundvelli. Það er öllum ljóst að enginn sátt verður um það við Vestfirðinga að draga úr umsvifum Orkubúsins á Vestfjörðum. Ég orðaði það þannig í ræðu sem ég flutti á þinginu að lokinni framsögu ráðherrans að friðarskilmálar okkar Vestfirðinga hlytu að vera þeir, að ekki yrði raskað þessari mikilvægu starfsemi sem Orkubúið stæði fyrir hér vestra.

Þetta sjónarmið innsiglaði þingið síðan með ályktun sinni þar sem skorað er á ráðherrann að falla frá áformum sínum um sameiningu RARIK, OV og Norðurorku með höfuðstöðvar á Akureyri. Það er því óhætt að segja að línur hafa mjög skýrst við þessar umræður á Fjórðungsþinginu sem var haldið í Bolungarvík um síðustu helgi.

RARIK stolið?

Um svipað leyti og við vorum að ræða okkur í gegn um þessi mál fyrir vestan urðu tíðindi suður á Selfossi þar sem sunnlenskir sveitarstjórnarmenn ræddu orkumálin á aðalfundi samtaka sinna. Formaður iðnaðarnefndar Alþingis, Hjálmar Árnason flokksbróðir iðnaðarráðherrans ræddi hugmyndir um sameiningu umræddra orkufyrirtækja og ögraði sunnlendingum með þeim orðum að verið væri að láta Norðlendinga stela RARIK. Hann ræddi þann möguleika að suðurhluti RARIK sameinaðist Suðurorku, sameiginlegu orkufyrirtæki Sunnlendingafjórðungs. Félagi minn Árni Ragnar Árnason benti líka á að nauðsyn þess að fleiri fyrirtæki en nú ættu aðkomu að orkumálunum.

Eftir þessa yfirlýsingu formanns iðnaðarnefndar Alþingis er ómögulegt að ímynda sér að hugmyndir um að sameina RARIK, Orkubúinu og Norðurorku eigi sér frekari lífsvon, í óbreyttri mynd. Það er alveg ljóst að allt er í rauninni til umræðu og fullkomin ástæða til þess að skoða málin opnum huga. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn hvöttu bókstaflega til þess að stofnað yrði fyrirtæki á orkusviði sem næði yfir Suðurnes og Suðurland.

Gjörbreytt mynd

Eftir þessi tíðindi helgarinnar er augljóst að menn verða að fara að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt. Nú blasir við að menn á Suðurlandi og á Suðurnesjum fara að ræða við yfirvöld orkumála um hugmyndir sínar. Þær útiloka sjálfkrafa upphaflegar hugmyndir iðnaðarráðherra.

Við verðum hins vegar á Norð - Vestursvæðinu að skoða okkur um. RARIK án Suðurlands er gjörbreytt fyrirtæki. Á okkar svæði starfar Orkubú Vestfjarða, öflugt, vel rekið fyrirtæki með fullbúnar stjórnunareiningar. Þar eru líka til staðar sterkar starfsstöðvar RARIK, mikil þekking og gott fólk. Fjórðungsþing Vestfirðinga ályktaði um það að rökrétt væri að þetta svæði næði saman um rekstur sjálfstæðs orkufyrirtækis. Var á það bent að umdæmi RARIK á Norðurlandi Vestra og Vesturlandi starfi að mestu sem sálfstæðar einingar en fái þjónustu frá höfuðstöðvunum í Reykjavík, sem sé sú sama og höfuðstöðvar OV eru með í dag fyrir sitt veitusvæði.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli