Frétt

Stakkur 36. tbl. 2002 | 04.09.2002 | 11:59Að gera garðinn frægan

Vestfirðingar eru engum líkir. Til þess liggja margar ástæður. Lífsbaráttan hefur verið hörð á kjálkanum. Hún hefur mótað menn og steypt þá í það mótið að þeir hafa gjarnan skorið sig úr með ýmsum hætti. Vestfirðingar og þeir sem hingað eiga rætur að rekja, hafa dvalið hér og mótast vekja oft athygli langt umfram meðallag. Nægir að nefna sem dæmi að forsetar lýðveldisins hafa orðið fimm og tengjast allir Vestfjörðum hver á sinn hátt. Núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði og ólst þar upp og á Þingeyri. Hann hefur sýnt Vestfirðingum og landshlutanum eftirtektarverða ræktarsemi. Forveri hans Vigdís Finnbogadóttir á ættir að rekja í Barðastrandarsýslu. Ásgeir Ásgeirsson var lengi þingmaður Vestur Ísfirðinga og lét sér annt um veg og viðgang Hrafnseyrar, fæðingarstaðar Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju Íslendinga. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins átti uppruna sinn í Gufudalssveit. Þá er aðeins einn ótalinn, Norðlendingurinn Kristján Eldjárn en kona hans Halldóra vær fædd og uppalin á Ísafirði.

Margir af þeim sem gert hafa garðinn frægan í heimi stjórnmálanna tengjast Vestfjörðum. Fyrstan og frægastan skal telja þann er ruddi með störfum sínum braut þjóðarinnar til frelsis, Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri. Í kjölfar hans hafa margir fylgt þar með talinn nafni hans úr Félagsbakaríinu, Jón Baldvin Hannibalsson, faðir hans Valdimarsson, séra Sigurður Stefánsson úr Vigur, Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands, Sigurður Bjarnason úr Vigur, Matthías Bjarnason ráðherra til margra ára, Finnur Jónsson forseti sameinaðs Alþingis, Sighvatur Björgvinsson og Ólafur Ragnar Grímsson svo fáir séu taldir. Vð höfum verið duglegir við að fylgjast með Vestfirðingum sem hafa flutt annað og orðið áberandi fyrir störf sín og áhugamál. Nægir að nefna Pétur Hafstein sem fyrrum sýslumann Ísfirðinga um skeið og nú hæstaréttardómara og fyrrum forsetaframbjóðanda. Marga fleiri mætti telja. Guðmundur G. Hagalín varð einn af frægari rithöfundum þjóðarinnar.

Lesendur DV hafa fylgst með því að á því blaði hafa Vestfirðingar náð nokkrum frama. Reynir Traustason Flateyringur er þar ritstjórnarfulltrúi og áberandi. Hörður Kristjánsson útgefandi Vestra, sem kom út um skeið á Ísafirði, lætur nokkuð að sér kveða í DV og hefur skrifað um ýmis hugðarefni sín eins og snjóflóð og einkum snjóflóðahættu í gamla Ísafjarðarkaupstað. Ferill hans hefur nokkuð risið síðan hann flutti á brott og reyndar þeirra félaga beggja. Honum hefur verið hugleikinn enn einn brottfluttur Vestfirðingurinn. Sá er nú sýslumaður á Selfossi og gerði garðinn frægan fyrir skömmu með því að bjóða upp rangan sumarbústað á Suðurlandi. Vegna árvekni DV er nú þjóðinni kunnugt um þetta frægðarverk hans. Að vísu munu sumarbústaðir í Árnessýslu vera fleiri en íbúar í Ísafjarðarsýslu. Þótt frægðarverkið hafi ekki verið annað er þó uppboðshaldarinn sem villtist á bústöðum Vestfirðingur. Þeir eru engum líkir.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli