Frétt

Stakkur 35. tbl. 2002 | 28.08.2002 | 11:34Menntaskólinn á Ísafirði

Fréttir af aðsókn í Menntaskólann á Ísafirði eru ánægjulegar. Dagskólanemum fjölgar og svo virðist að nú sé áhugi vestfirskra ungmenna fyrir námi meiri en lengi áður. Því ber að fagna enda er það svo að framtíð Íslendinga mun byggja á aukinni menntun uppvaxandi kynslóðar. Mannvitið mun leiða Íslendinga lengra fram á veginn en nokkrir einstakir þættir aðrir, nema ef svo skyldi vilja til að hér við land fyndist olía. Sjávarútvegsfyrirtækið Hraðfrystihúsið Gunnvör sækir fram í tilraunastarfsemi og leitar nýrra leiða til að auka afrakstur með þorskeldi. Nýjungar, rannsóknir og tilraunastarfsemi eru bráðnauðsynleg til að auka hagvöxt og reyndar einnig áhuga ungs fólks á framhaldandi búsetu á Íslandi.

Nám á framhalds- og háskólastigi mun skipta öllu varðandi möguleika Íslendinga til að keppa við aðrar þjóðir um vinnuafl Íslendinga. Allt sem um Ísland er sagt sem heild gildir að sjálfsögðu einnig um Vestfirði. En þegar svo er komið að íbúum hefur fækkað hér á Vestfjörðum, svo að þeir ná ekki lengur áttaþúsundum, hljóta ráðamenn að leita allra leiða til þess að finna kosti til að halda ungu fólki heima, útvega því verðug viðfangsefni og fá því ,,eitthvað við að vera? heima í héraði.

Menntaskólinn á Ísafirði er stolt Vestfirðinga að minnsta kosti þeirra er búa í Ísafjarðarbæ. Skólinn er stór vinnustaður á mælikvarða Vestfirðinga og laðar að sér menntað fólk svo sem reynslan hefur orðið nú í haust. Það er fagnaðarefni og þegar sjómönnum hefur fækkað er Menntaskólinn í raun orðinn einn af hálaunavinnustöðum svæðisins. En það besta er þó að stjórnendur skólans sýna metnað og gera sitt til þess að lyfta námi við hann á hærra plan. Verknám er vanræktur þáttur í íslensku menntakerfi og því ánægjulegt að nú skuli vera góð aðsókn að námsbraut í tréiðnum. Þrátt fyrir að stefni fram á veginn verður þó ekki litið framhjá þeirri staðreynd að nemendur telja sig ekki eiga þeirra kosta völ sem gjarnan bjóðast við stærri skóla. Þannig er mun erfiðara að velja sér nám sem sniðið er að persónulegum löngunum og óskum hvers og eins. Erfitt getur verið fyrir nemendur með áhuga á tungumálum að fá honum fullnægt og sama er uppi á teningnum varðandi raungreinanám.

Engu að síður er ljóst að skólameistari stefnir að því að stofnun hans verði freistandi kostur fyrir fleiri en þá sem lögheimili eiga á Vestfjörðum. Fyrst og fremst þarf þó að ná til nemenda úr Vesturbyggð. Straumur þeirra hefur legið suður á bóginn. Einmitt í þessum efnum fara samgöngur og menntun saman. Ekki má gleyma því að stór heimavist er við skólann, en henni þarf að koma í það horf að nútímaunglingar vilji sækja þangað og búa þar. Metnaðurinn sem nú einkennir skólann þarf útrás á fleiri sviðum en einberri menntuninni ef svo má að orði komast. Félagslíf og ýmiss konar iðkun sem ekki er á námskrá skólans skiptir máli. Íþróttir ekki síður andlegar en líkamlegar eru mikils virði þegar nemendur velja sér skóla. Ef vel tekst til í ræðukeppni eða spurningakeppni framhaldsskólanna og MÍ nær þar langt er það besta auglýsingin sem fæst.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli