Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 22.08.2002 | 09:54Skattakóngarnir

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Fyrstu merki haustsins eru nú farin að sýna sig. Það er tekið að rökkva á kvöldin og norðangolan er hætt að lykta af sumri, í það minnsta hér fyrir vestan. Og svo komu fyrstu merki sumarloka inn um póstlúguna um mánaðarmótin. Áhyggjuleysi sumarfría og ferðalaga er fyrir bí. Skattseðlarnir eru komnir í hús.
Fyrir suma er þessi árlega sending yfirvalda kærkominn glaðningur með endurgreiðslum og uppreiknuðum barnabótum eða öðru tilleggi úr hinum sameiginlega sjóði. Það er vel. Fyrir marga skiptir seðillinn litlu máli, allt er í föstum skorðum og þeir fá aðeins staðfestingu á því að staðgreiðslan hefur skilað sér á réttan stað. Aðrir fá staðfestan ótta sinn um að sendingin merki auknar fjárhagsbyrðar næstu mánuði. Þeir, eins og aðrir sem skoða skattaseðilinn, geta þó verið stoltir yfir því að leggja sitt af mörkum til að halda uppi þjóðfélagsbyggingunni. Öll verðum við jú að gjalda keisaranum það sem honum ber.

En er það nú svo að allir beri þann þunga sem þeim ber? Sögur heyrast af einstaklingum sem stunda fyrirferðamikinn rekstur, berast á í einkalífi og virðist ekki skorta neitt, en þegar uppgjörið birtist, kemur í ljós að þeir hinir sömu leggja lítið eða ekkert til okkar sameiginlegu sjóða, sem gera okkur að siðmenntuðu samfélagi. Frægt er dæmið um manninn sem ræður heilli sjónvarpstöð, útvarpsstöðvum í fleirtölu og selur landsmönnum stærstan hluta af öllum hljómplötum og myndböndum sem landsmenn kaupa. Gott ef hann á ekki einhver bíóhús að auki (“á? er kannski ekki rétta orðið, ef dæma má af síðustu fréttum). Þessi maður sem í viðtali tjáði okkur að hann hefði flutt með fjölskyldu sinni til London til að börnin hans fengju almennilega menntun (í dýrum einkaskólum getum við reiknað með), hafði ekki lagt mikið fram til menntakerfis sinnar eigin þjóðar, því launin hans voru svo lág, að ekki náði meðallaunum afgreiðslufólks í videóleigunum hans. Í sumar kom svo í ljós að þessi sami maður hafði fengið greidda tugi milljóna á ári, allt að 70 milljónir króna, inn á einkareikninga sína í erlendum bönkum fyrir „ráðgjöf“ til eigin fyrirtækja. Það var ekki skrýtið að hann hefði efni á að búa um sig og fjölskylduna í dýrustu borg heimsins og senda börnin í einkaskóla, því slíkir menn hafa lag á að snúa á kerfið og koma sér undan að greiða til sameiginlegs kostnaðar þjóðfélagsins. Hversu margir eru þeir meðal okkar sem leika sama leik og koma sér undan að borga það sem þeim sannarlega ber til samfélagsins?

Í blaði sem gefið er út af framtaksömum einstaklingum, gefst okkur kostur á að sjá hvað margir af máttarstólpum samfélagisins hafa í mánaðalaun, ef miðað er við skattgreiðslur þeirra. Það er auðvitað fróðleg lesning, og ánægjulegt að sjá hve margir þeirra hafa breið bök. Það er líka eftirtektarvert, að margir þeirra sem litið er á sem mektarmenn í samfélaginu, og vilja sjálfsagt að litið sé þannig á, eru vart matvinnungar, og hljóta að þurfa sérstaka athygli yfirvalda. Margir agnúast út í þessa upplýsingamiðlun, og telja hana brot á ímynduðu einstaklingsfrelsi. Ætti það ekki að vera hverjum manni heiður, einkum þeim sem hafa miklar tekjur, að sýna hve sterkar sperrur þeir hafa lagt til í þjóðfélagsþakið? Þeir sem tala um skerðingu persónuverndar á þessu sviði, eru þeir sömu og telja það algera sáluhjálp að fólk á sama vinnustað megi alls ekki vita hvað vinnufélagarnir hafa í laun. Allir vita hvaða hagsmuni er þar verið að verja. Það eru ekki hagsmunir heildarinnar, og þegar betur er að gáð, ekki einstaklinganna heldur. Pukur og laumuspil með laun og skatta þjónar engum nema þeim sem hafa óhreint mjöl í pokahorninu.

Það er löngu vitað mál, að þeir sem standa undir stærstum hluta skattbyrðanna er almennt launafólk. Það eru ekki fyrirtækjaeigendur og það eru sannarlega ekki fjármangseigendur (þeir borga jú aðeins 10% af sínum tekjum í sameiginlegan sjóð), og það eru ekki sjálfstæðir atvinnurekendur. Sumir í þessum hópi greiða auðvitað háar upphæðir til ríkisins, og er það vel, en stór hluti þessara hópa sleppur mjög auðveldlega undan skattabeislinu, meðan aðrir mega draga vagninn. Venjulegt launafólk, karlar og konur, með meðallaun og lág laun og jafnvel þokkalega há laun, það er sá hópur sem heldur uppi samfélaginu. Þannig hefur það alltaf verið.

Nú hefur komið í ljós að núverandi ríkisstjórn hefur, þrátt fyrir allar sínar yfirlýsingar og skattatilfærslur, stó

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli