Frétt

jpv.is – Guðbergur Bergsson | 12.08.2002 | 16:43Íslensk endurtekning, ekki endurnýjun

Það hefur aldrei verið neitt sérstakt að gerast í íslenskri kvikmyndalist, bara “alltaf það sama?. Það eina sem vekur athygli hvað hana varðar er hvernig “alltaf það sama? gat komist strax inn í hana. Það þjáir nú þegar þessa ungu listgrein eins og hún væri misheppnaður Jesú Kristur sem hefur aldrei nennt hvorki að fara almennilega né í raun og veru á krossinn. Samt er ræfillinn stöðugt að væla yfir að hafa verið þar, hengdur á hann af vondum mönnum sem skildu ekki snilld hans, eða hann montar sig af að hafa komist af honum á toppinn með aðstoð Þjóðverja. Nákvæmlega “það sama? er að segja um aðrar listir. Skýringin er sú að allt endar hér á innantómu en háværu þjarki um aukaatriði. Eðli málæðis er reyndar það að ráða ekki við annað en aukaatriðin. Fyrir bragðið kemur stöðugt upp sama staðan í íslensku samfélagi: Menn með sama þankagang á öllum sviðum, þótt þeir kunni að heita nýjum nöfnum og séu af ungri kynslóð.
Núna er til dæmis verið að gera Davíð Oddsson að eins konar Jónasi frá Hriflu, sem “ofsótti? Kiljan á “sínum tíma?, Kiljani til mikilla hagsbóta. Látið er í veðri vaka að Davíð feti í fótspor hans með einn skósvein sinn í fararbroddi í Kvikmyndasjóði, hinn stirðmælta Vilhjálm Egilsson. Hann á að hafa ofsótt dóttur Kiljans, Guðnýju Halldórsdóttur og hennar “framsækna? Stellufólk með því að halda fram þeirri skoðun að Hrafn Gunnlaugsson sé lagður í einelti, væntanlega af nýja lágkúruvaldinu í menningunni, “stelpunum?, í þessu tilviki í kvikmyndum. Hrafn hlær eflaust, enda hefur hann verið eins konar ódrepandi Guðrún frá Lundi í íslenskri kvikmyndagerð. Nýkerlingamyndir Guðnýjar eða strákagellumyndir hinna leikstjóranna komast ekki í hálfkvisti við verk Hrafns.

Ég veit ekki hvað Stellufólkið er. Það virðist vera afdankað vinstralið komið margskitið úr rassinum á “gömlu kommunum?, kannski með Eddu Björgvins í broddi fylkingar, leiðinlegustu og sjálfsánægðustu leikkonu í heimi. Þetta dekurkrakkalið fór með hina raunverulegu vinstri stefnu niður á svo lágt svið hvað varðar menningu að það væri hvergi frambærilegt nema hér, þar sem því skýtur upp í hafi fjölmiðlagrautsins eins og það væri stöðugt fúnari korktappi í sama stút með einskis vert flöskuskeyti sem nýttist ekki einu sinni sem skeinispappír hjá hinum gleymdu dætrum Sófíu Hansen sem notaði gegn manni sínum sem merki um kúgun að þær þyrftu að nota tusku.

Nú er ekki lengur hægt að skipta neinu í hægra og vinstri nema til hægðarauka. Vandinn í menningunni felst meðal annars í því hvernig hægt sé að losnað við afdankað vinstra fólk. Það liggur eins og mara á henni og hefur ekkert fram að færa annað en að hér eru komnar hefðir fyrir því að hafa það hvarvetna þar sem vottur er af \"anda\".

Til dæmis um endurtekningu allra hluta er það að þegar Mál og menning fór á hausinn, félag stofnað í anda bolsivismans, þá var því bjargað með góðviljuðum anda ættuðum úr rússneska bjórnum. Fyrir bragðið kemur andinn í félagið alltaf úr austurvegi. Eina vonin er sú að þegar til menningardrykkjunnar kemur í framtíðinni, spretti meira undan bjórnum en bolsivismanum. Til þess að svo verði þurfa nýju eigendurnir eflaust að moka vandlega út úr moskvufjósi þriðju kynslóðar kúnna á hinum upprunalega kommabás, vilji þeir ekki verða að bráð rauðbleiku og rígmontnu salmonellunni í félaginu fremur en sósíalismanum.

Guðbergur Bergsson.
Pistill Guðbergs birtist á Jpv.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli