Frétt

Leiðari 32. tbl. 2002 | 08.08.2002 | 15:24Kynslóðaskipti

Það er mikið í húfi þessa dagana hjá kaupahéðnum. Heilsíðu auglýsingar í dagblöðunum, dag eftir dag, í kapphlaupinu um Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Svo langt ganga átökin um drottnunina yfir ,,peningunum sem enginn á“, að mikilsmetnir menn innan forustuflokks ríkisstjórnarinnar eru teknir að spyrja hvort það sé virkilega stefna flokksins að láta annan ríkisbankann hrifsa SPRON til sín, meðan hinn húki álengdar og bíði átekta, hver verði endanleg örlög bráðarinnar. En sá hinn sami er reyndar farinn að gylla öryggið, sem fólgið sé í hinum stóra og væntumþykjandi faðmi sínum, fyrir öðrum sparisjóðum. Eitt er víst: Það yrði mikið áfall fyrir landsbyggðina að missa sparisjóðina.

,,Þingmenn hljóta að virða vilja almennings þó hávær minnihluti sé á móti. Annars þarf bara nýja kynslóð á Alþingi til að þetta nái fram að ganga. Líkurnar á að frumvarp mitt verði samþykkt hljóta að aukast með hverjum nýjum kosningum,“ segir Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður, sem hyggst flytja frumvarp sitt um heimild til sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum, í þriðja sinn á komandi þingi.

Hvað sem segja má um hugsjón alþingismannsins er sérstök ástæða til að staldra við þau orð hans, að ,,þingmenn (hljóti) að virða vilja almennings.“ Yfirlýsingar þingmanna í þessa átt liggja ekki á glámbekk. Þvert á móti. Nefna má kvótamálið, þar sem Alþingi hefur hvað eftir annað fótum troðið vilja meirihluta þjóðarinnar. Enginn þingmanna hefur orðað það svo, að til að aflétta gjafakvótanum og hefja leiðréttingu á mestu eignatilfærslu og arðráni Íslandssögunnar þurfi ,,bara (nýja) kynslóð á Alþingi.“ Ábending alþingismannsins, um að skipta um þingmenn, er einkar athyglisverð, og sérlega vel tímasett orðsending til kjósenda, þar sem kosningar eru á næsta leyti.

Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur og fyrrv. alþingismaður, lét að sér kveða í stólræðu, fyrir skömmu, svo eftir hefur verið tekið: Þar komst hann m.a. svo að orði: ,,Utan frá séð eru hin göfugu markmið ekki mjög áberandi í stjórnun og ráðstjórn peningamanna á þessu sumri. Þeirra sem fara með stóra hluti fjármagns í okkar landi.“ Og hann bætti við: ,,Hver er fyrst og fremst að hugsa um almannahagsmuni? Hvar er vitundin um að öll séum við á sama báti, hvar er samvitundin – öðru nafni samviskan?“ Undir lok hinnar athyglisverðu stólræðu sagði séra Hjálmar: ,,Markmiðið má aldrei verða það eitt að ná til sín sem mestu, til að sýnast stór kall og dugandi í baráttunni um brauðið og bankana – matvælamarkaðinn og peningamarkaðinn.“

Ef til vill er ekki vanþörf nýrrar kynslóðar á fleiri sviðum en innan veggja Alþingis!
s.h.


bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli