Frétt

bb.is | 25.07.2002 | 15:29Börnin frá Suðureyri fá skólavist í Grunnskólanum á Ísafirði

Grunnskólinn á Suðureyri.
Grunnskólinn á Suðureyri.
Vonir standa til að hávaðanum sem orðið hefur vegna ákvörðunar um að synja börnum búsettum á Suðureyri um skólavist í Grunnskólanum á Ísafirði sé að slota. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gærdag að börn frá Suðureyri sem stundað hafa nám í Grunnskólanum á Ísafirði fái að halda því áfram. Verði þessi samþykkt staðfest á næsta fundi bæjarráðs er um að ræða kúvendingu frá tilkynningu til foreldra fyrir skömmu um að börnin fengju ekki skólavist á Ísafirði á komandi vetri. Sú tilkynning vakti mjög hörð viðbrögð eins og glögglega hefur komið fram hér á vefnum, jafnt í fréttum, aðsendu efni og netspjalli.
Málsaðilar halda því nú fram, að mál þetta sé sprottið af misskilningi, fyrst og fremst vegna óskýrrar bókunar fræðslunefndar á fundi 4. júlí, þar sem sagði m.a.:

„Fræðslunefnd telur ekki fært að samþykkja flutning nemenda milli skólahverfa og samþykkir að flutningur milli skólahverfa verði ekki leyfður nema sérstakar ástæður liggi til grundvallar og verði slíkar umsóknir lagðar fyrir fræðslunefnd til samþykktar. Ákvörðun þessi telst í samræmi við stefnu Ísafjarðarbæjar að halda úti grunnskólum á öllum stöðum fyrir 1.-10. bekk, en slíkur flutningur sem hér um ræðir er til þess fallinn að grafa undan skólahaldi á Suðureyri.“

Á fundi fræðslunefndar í gær var hins vegar gerð eftirfarandi bókun:

„Lagt fram bréf bæjarráðs þar sem bæjarráð leggur áherslu á að starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu ásamt fræðslunefnd hraði þeirri vinnu er þarf til að ásættanleg niðurstaða fáist varðandi skólagöngu barna frá Suðureyri er nú þegar stunda nám á Ísafirði eins og fram kemur í bréfi Burkna Dómaldssonar annars vegar og Jóns A. Gestssonar og M. Hildar Eiðsdóttur hins vegar. Fræðslunefnd metur fyrri skólasetu sem gilda ástæðu fyrir áframhaldandi skólagöngu utan skilgreinds skólahverfis enda stóð ekki til með bókun síðasta fundar að gera breytingu á skólagöngu þeirra nemenda heldur að fá fram ástæður flutninga. Fræðslunefnd gerir því ekki athugasemd við að börn ofanritaðra haldi áfram skólagöngu í Grunnskólanum á Ísafirði.“

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir bæjarritara Ísafjarðarbæjar, að aldrei hafi annað staðið til en að þau börn frá Suðureyri sem sótt hafa skóla á Ísafirði lykju námi sínu í skólanum þar. Hins vegar var það mat skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, svo og flestra annarra, að því er virðist, að bókun fræðslunefndar hafi borið að skilja eða mátt skilja á þveröfugan hátt. Skarphéðinn Jónsson skólastjóri staðfesti þetta í samtali við blaðið í morgun og sagði m.a.:

„Ég leitaði nánari upplýsinga hjá mínum yfirboðurum varðandi bókun nefndarinnar og fékk þær skýringar að hún ætti við alla nemendur frá Suðureyri. En aðalatriðið í mínum huga núna er, að burtséð frá því hvernig menn skildu bókun nefndarinnar, þá er nú verið að leysa þetta mál markvisst og öllum til hagsbóta. Ég get tekið undir að þær bókanir sem gerðar hafa verið ríma ekki vel saman en það markast væntanlega af því hvernig málin hafa þróast. En ég vona að nú sé komin skynsamleg niðurstaða þannig að menn geti farið að slíðra sverðin.“

Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, tekur í sama streng: „Vissulega hefði fræðslunefnd átt að vera skýrari í orðum sínum til þess að fyrirbyggja þann misskilning sem greinilega varð. Bókunin í gær tekur hins vegar af allan vafa og ég á von á því að málin leysist farsællega héðan af. Það góða við allt fárið í kringum þetta er að það hafa alls kyns mál komið upp á borðið sem nú verður hægt að leysa úr. Það er gott að fá skýrari vitneskju um þau vandamál sem fyrir liggja.“

Sjá einnig m.a.:

„Lít svo á að verið sé að reka börnin mín úr skóla á Ísafirði“.

Hvers vegna við fluttum börnin okkar úr skóla á Suðureyri?.

Forsjá skólamála í Ísafjarðarbæ verði falin „þeim sem betur kunna“.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli