Frétt

Leiðari 30. tbl. 2002 | 24.07.2002 | 08:55Gatslitin plata

Grammófónplatan frá árinu 1915, sem bóndinn á Hrafnabjörgum spilaði í nýja safnahúsinu á Ísafirði á harmonikuhátíðinni í byrjun mánaðarins, hljómaði ólíkt betur en gatslitin plata stjórnvalda allra tíma um úttekt á skattsvikum, sem enn einu sinni hefur verið sett á fóninn, stjórnvöldum sjálfum til friðþægingar. Söngtextinn er kunnuglegur: Þriggja manna nefnd komin á koppinn, til að gera úttekt á neðanjarðarhagkerfinu, sem talið er að velti tugum milljarða króna á ári hverju og vanskilum vörsluskatta, eins og það heitir á fínu máli að skila ekki innheimtufé til ríkissjóðs.

Samtök aldraðra sýndu nýverið fram á að skatthlutfall ellilífeyris hefði hækkað verulega síðasta áratuginn. Stjórnvöld segja á móti að ráðstöfunartekjur hafi hækkað á tímabilinu og því skipti skattahækkunin ekki máli. Auðvitað er þetta yfirlýsing um að lífeyrisþegar hafi ekki haft þörf fyrir alla kaupmáttaraukninguna og því hafi ríkisvaldið séð ástæðu til að höggva af henni með skattahækkun. Þetta eru skilaboðin til þess hluta þjóðarinnar, sem búinn er að skila dagsverkinu og fer ekki fram á annað en að fá að njóta ávaxta áratuga erfiðis og ævikvöldsins með reisn.

Búnaðarbankinn fer nú mikinn í að ná yfirtökum á SPRON í skjóli laga, sem þingheimur hefur greinilega misskilið (eða ekki skilið frekar en kvótalögin á sínum tíma) þá sett voru. Til verksins nýtur bankinn aðstoðar fimm kunnra manna. Fyrir hjálpsemina mun hann, að sögn, ætla að þóknast hverjum og einum þeirra um allt að sjö milljónir. Fjarri lagi er að ofsjónir yfir þessu lítilræði ráði þar um, að á þetta er minnst. Hins vegar er upplagt að hafa hliðsjón af þessu í umfjöllun um ,,skattaréttlætið“, sem blasir við í samfélaginu. Vinna fimm menninganna telst ekki ,,unnin með hörðum höndum“, heldur heitir þetta að ,,láta fjármagnið vinna fyrir sig.“ Á þessu tvennu er 28,54% skattamismunur, hinum hörðu höndum í óhag.

Eftirlaunaþeginn, sem átti þess kost að búa í haginn fyrir elliárin með lífeyrissparnaði og galt keisaranum fulla skatta af öllum tekjum sínum, þar með töldu því, sem hann lagði til hliðar til elliáranna, er ekki talinn þess verður að ávöxtun sparnaðar hans falli undir skilgreininguna að láta fjármagnið vinna fyrir sig, heldur meta stjórnvöld greiðsluna til hans, sem vinnu hinna hörðu handa og tvískatta hana þar með.

Kosningar til alþingsins nálgast. Stjórnmálamenn allra flokka verða að átta sig á því, að sá hluti þjóðarinnar, sem sætir þvílíku ranglæti og á sér stað með skattlagningu eftirlauna, er býsna stór. Hristi þessi fjölmenni hópur af sér klafann og sýni hversu voldugur og sterkur hann er, er hætt við að hrikti í innviðum á höfuðbólunum stjórnmálaflokkanna.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli