Frétt

bb.is | 23.07.2002 | 09:19„Harma þá neikvæðu umfjöllun sem skólinn hefur fengið“

Magnús Sigurður Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri.
Magnús Sigurður Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri.
Ekki eru meiri vandræði við skólahald í grunnskólanum á Suðureyri en gengur og gerist í öðrum skólum að sögn Magnúsar Sigurðar Jónssonar, skólastjóra. „Ég harma þá neikvæðu umfjöllun sem verið hefur um skólann og mótmæli því harðlega að hér sitji fólk aðgerðarlaust ef vandamál koma upp,“ segir Magnús. Talsverðar deilur hafa staðið um skólahald á Suðureyri síðustu vikur í kjölfar ákvörðunar fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar þess efnis að flutningur grunnskólanema milli skólahverfa verði héðan af ekki heimill. Þetta mun gert til þess að framfylgja þeirri stefnu sveitarfélagsins að skólar á grunnskólastigi verði starfandi í öllum byggðarkjörnum þess, en átta súgfirsk ungmenni hafa numið við Grunnskólann á Ísafirði undanfarin misseri og umsóknir um skólavist þar á næsta skólaári liggja fyrir frá ellefu nemum til viðbótar. Þótti fræðslunefndarmönnum slíkan flótta nemenda frá grunnskólanum á Suðureyri líklegan til þess að grafa undan skólahaldi þar og var því ákveðið að haga málum á þennan hátt.
Ekki var tekið fram í bókun fræðslunefndar hvort þeir átta súgfirsku nemendur sem þegar hafa fengið inni við GÍ fengju að ljúka skólagöngu sinni á Ísafirði, en í bréfi sem foreldrum þeirra barst frá GÍ kom fram að „allir grunnskólanemendur til heimilis á Suðureyri (Súgandafirði) sem hafa verið skráðir í GÍ eða hafa sótt um skólavist í GÍ fyrir næsta skólaár, skuli sækja skóla á Suðureyri frá og með næsta skólaári nema sérstakar ástæður hamli.“

Í grein frá foreldrum barnanna er birtist á bb.is telja þeir fram ástæður þess að þeir óska þess að börn sín sæki Grunnskólann á Ísafirði. Þar segir m.a. „Ástæða brottflutnings á sínum tíma var sú að skólinn hér sinnti ekki þeim skyldum sem á hann eru lagðar í dag. Einelti var viðvarandi, kennarar eða starfsmenn skólans gerðu ekkert í því að koma í veg fyrir það, sérkennslu ábótavant. Kennarar töluðu niður til krakkana og uppnefndu þau með orðum eins og sauður, asni og vitleysingur.“ Bréfið er undirritað af Jóni Arnari Gestssyni, Burkna Dómaldssyni, Violettu Mariu Leskooska og Agneeseke Ambrozoh.

Magnús S. Jónsson segir að sér þyki ákvörðun fræðslunefndar um flutning milli skólahverfa eðlileg, enda hafi lengi legið fyrir að eitthvað þessu líkt þyrfti að gera til þess að skilgreina skólahverfin í Ísafjarðarbæ. „Ennfremur kemur skýrt og greinilega fram í bréfi GÍ til foreldra þeirra átta barna er um ræðir, að flutningur væri heimill kæmu sérstakar ástæður til. Eins og fram kemur í bréfi þeirra Burkna og Jóns á bb.is, þá voru sérstakar ástæður fyrir flutningi þeirra barna til Ísafjarðar á sínum tíma. Því átti áframhaldandi skólavist fyrir börnin í GÍ að vera auðsótt, þar sem þau höfðu stundað nám sitt þar síðustu tvö árin. En þeir, því miður, kjósa hinsvegar að nota ákvörðun fræðslunefndar sem átyllu til þess að veitast að skólanum á Suðureyri með þessum hætti. Ég hélt að þeirra mál hefðu verið leyst fyrir tveimur og þremur árum, þegar börn þeirra fengu skólavist í Grunnskólanum á Ísafirði.?

Magnús segir ekki sitt að svara því sem kemur fram í bréfinu. „Þær alhæfingar og fullyrðingar sem koma þar fram eiga hinsvegar ekki við rök að styðjast og ég harma þær. Að sjálfsögðu koma upp ýmis vandamál í skólastarfi, hér líkt og annars staðar, en þá er mikilvægt að foreldrar og skólayfirvöld taki saman höndum um að leysa þau.Gott samstarf heimilis og skóla er forsenda þess að vandamál verði leyst,“ segir Magnús.

Ástæður þess að svo margir súgfirskir foreldrar kjósa að senda börn sín til náms á Ísafirði segir Magnús vera margþættar og hann hafi ekki fengið skýringar á þeim öllum, enda hafi ekki verið gerð krafa um slíkt til þessa. Hann bendir einnig á að af þeim ellefu börnum sem sóttu um skólavist á Ísafirði fyrir komandi vetur sé einn nemandi sem mun koma til með að sækja sérdeild og tveir sem eru að flytja frá Suðureyri. „Jafnframt hefur fram komið ástæða flutnings hjá foreldrum fjögurra barna og hún er sú að sérkennslu á Suðureyri er ábótavant, að þeirra mati. Það gefur einnig auga leið að í svona litlu samfélagi hefur það mikil áhrif á fólk þegar umfjöllun um skólann er með þeim hætti sem hún hefur verið, samanber bréf Jóns Arnars og Burkna. Líklega hafa þeir ekki legið á þessari skoðun sinni síðan þeir fluttu börn sín í GÍ og er slíkur málflutningur engum skóla til framdráttar. Mér þykir þó undarlegt, ef skólinn hefur jafn marga ókosti og þeir segja, að Jón Arnar ætlar að láta yngsta barn sitt hefja skólagöngu á Suðureyri næsta haust.

Margt fleira gæti komið til og valdið þessari aukningu á flutningum, til dæmis má nefna að samgöngur milli Ísafjarðar og Súgandafjarðar hafa batnað til muna á síðustu árum. Tveir nemendur sem sækja um skólavist á Ísafirði næsta vetur verða í 10. bekk og þar gætu auknir valmöguleikar ráðið einhverju um. Í kjölfar breyttra áherslna í grunnskólanámi byggist skólavist nemenda í níunda og tíunda bekk æ meir upp á valfögum og nema þau nú tíu tímum á viku. Við erum ekki jafn vel í stakk búin og stærri skólar til þess að þjónusta börnin hvað þetta

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli