Frétt

bb.is | 12.07.2002 | 13:52Opið hús í Litlabæ í Skötufirði

Heimilisfólk á Litlabæ í Skötufirði stillir sér upp á hlaðinu. Myndin er tekin á fyrri hluta síðustu aldar. Ljósmynd: Kristján Kristjánsson.
Heimilisfólk á Litlabæ í Skötufirði stillir sér upp á hlaðinu. Myndin er tekin á fyrri hluta síðustu aldar. Ljósmynd: Kristján Kristjánsson.
Í tilefni hins árlega íslenska safnadags, sem ber upp nú á sunnudag, býður Þjóðminjasafn Íslands landsmenn velkomna á sýningar, söfn og hús í húsasafni Þjóðminjsafnsins vítt og breitt um landið. Í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands eru á fimmta tug húsa víðs vegar um land; torfhús, timburhús og steinhús. Þjóðminjasafnið í samvinnu við Landsvirkjun, sem er helsti bakhjarl safnsins, vinnur að merkingum við húsin og í ár hafa fjögur hús verið sérstaklega merkt með sögulegum upplýsingum og verða þau kynnt almenningi á safnadaginn af sérfræðingum á viðkomandi stað. Eitt þessara húsa er hið sögufræga kot Litlibær í Skötufirði, en þar geta áhugasamir komið við á sunnudag og kynnt sér sögu þess og umhverfi í fylgd hjónanna á Hvítanesi og Jóns Sigurpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða. Bóndinn á Hvítanesi, Kristján Kristjánsson, er manna fróðastur um staðinn, húsið og söguna og ætti enginn að láta tækifæri til þess að dreypa af fróðleiksbrunni hans ónýtt.
Litlibær var reistur árið 1895 af tveimur vinafjölskyldum, sem bjuggu upphaflega hvor í sínum hluta hússins.Túnið er afmarkað af steinhlöðnum garði og mælist um 3 hektarar að stærð. Annar frumbyggjanna var Finnbogi Pétursson, en hinn Guðfinnur Einarssson og munu íbúarnir hafa lifað af sjávarnytjum ekki síður en landbúnaði. Litlibær er aðeins 3,9 x 7,4 metrar að grunnfleti (utanmál) en portbyggt loft er yfir jarðhæð. Tvö útieldhús voru skammt frá íbúðarhúsinu. Alls munu liðlega 20 manns hafa búið í Litlabæ á tímabili. Árið 1917 flutti fjölskylda Guðfinns í burtu og tók þá Finnbogi við öllu húsinu. Skömmu síðar reisti hann skúrbyggingar í áföngum við norðurhlið hússins.

Árið 1930 tók Kristján sonur Finnboga við jörðinni og voru skúrar við norðurhlið rifnir og byggð steinsteypt viðbygging. 1950 var hlaðinn veggur við suðurhlið fjarlægður og húsið klætt að utan og bjó hann þar ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1969. Þá fluttu ábúendurnir að Hvítanesi og jörðin fór í eyði. Tóftir eru margar á jörðinni og skammt í suður frá steinhlöðnum vegg, sem liggur umhverfis túnið, er hringmynduð fjárborg (byrgi), er minnir um margt á írskar byggingar og er talin mun eldri en aðrar hleðslur við Litlabæ.

Jón Sigurpálsson og hjónin á Hvítanesi verða eins og áður sagði með leiðsögn og taka á móti gestum í Litlabæ á sunnudag og geta áhugasamir lagt leið sína þangað frá kl. 13:00 - 16:00.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli