Frétt

mbl.is | 12.07.2002 | 09:27„Ég hélt að dagar mínir væru taldir“

„Ég hélt að dagar mínir væru taldir,“ sagði Guðmundur G. Jónsson hreppstjóri í Munaðarnesi í Árneshreppi, en hann lenti nýlega í þeirri lífsreynslu að bát hans hvolfdi þegar hann var að gæta að reka. „Þegar ég hafði verið í sjónum í eina og hálfa klukkustund var heldur farið að draga af mér og ég farinn að dofna. Ég fór að gæta að reka inn á Ingólfsfjörð. Þessi ferð átti ekki að vera neitt ólík þeim mörgu ferðum sem ég hef farið á undanförnum árum nema það að ég var á bát sem við fengum í fyrra og þekkti hann lítið,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur var búinn að festa saman tvö tré og var á leið með þau í átt að landi. Engin lest var í bátnum og nær ekkert í botni hans til að þyngja. Skyndilega reisti báturinn sig, svo stefnið stóð beint upp í loftið, og við fallið niður hvolfdi bátnum.
„Ég var þá um þrjú hundruð metra frá landi og lenti í sjónum og fór á kaf stutta stund. Á sjóferðum hef ég alltaf haft þann sið að vera með band vafið um úlnlið mér og ég gat því dregið bátinn að mér og þannig haldið efri hluta líkamans uppúr sjónum.“ Guðmundur var klæddur þungum fatnaði sem dró hann niður og gat ekki heldur losað sig við klofstígvélin. Þá tókst honum ekki að koma fæti yfir nema annað rekatréð.

Hann ákvað að binda sig fastan við bátinn með annan fótinn yfir spýtunni en það var til óþæginda hvað vélin stóð langt aftur fyrir bátinn. „Ég er nú oftast í björgunarvesti þegar ég fer á sjóinn, en þó skömm sé frá að segja þá hafði ég losað það af mér nokkru áður og sjórinn náði mér því í brjóst. Það var örlítil innlögn svo báturinn mjakaðist nær landinu en í bátnum var akkeri og þar kom að það festist í botni og þá varð ekki lengra farið,“ sagði Guðmundur.

Nú var aðeins ein von eftir um björgun. Dætur hans ætluðu í kaupfélagið í Norðurfirði og taldi Guðmundur sig vita að þær yrðu ekki lengi. „Ég hef líklega eitthvað dottað því skyndilega hrökk ég upp við að ég sá til bílsins og vissi þá að björgun var skammt undan. Kona mín, Sólveig og dætur mínar höfðu hraðar hendur þegar þær komu heim, settu bát sem var hérna heima á flot og hröðuðu sér til mín. Þá var ég orðinn mjög dofinn og kaldur og þegar í land var komið var haft samband við neyðarlínuna og þeir lögðu á ráðin með rétta meðferð sem gafst vel, ég átti til dæmis ekki að fara í heitt bað strax á eftir.“

Guðmundur segist ekki hafa orðið hræddur meðan á þessu stóð. „Spennufallið kom eftir á og ég skalf lengi á eftir og voru andlegu eftirköstin verri dagana á eftir, en ég hef nú jafnað mig. En ég mun ekki fara á sjó án björgunarvestis hér eftir.“

Mbl.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli