Frétt

| 17.08.2000 | 15:28Fargjöldin hækka enn

Flugfélag Íslands tilkynnti í dag að almenn fargjöld í innanlandsflugi muni á mánudag hækka um tæplega 10% að meðaltali. Síðast hækkuðu fargjöldin í byrjun júlí eða fyrir tæpum sjö vikum. Algengt fargjald milli Ísafjarðar og Reykjavíkur fram og til baka er nú kr. 12.730 en verður væntanlega um 14 þúsund krónur eftir hækkunina.
Í tilkynningu Flugfélags Íslands í dag segir:

Meginástæður hækkunarinnar eru eldsneytisverðhækkanir sem hafa komið mjög illa niður á afkomu innanlandsflugsins og aukin skattheimta hins opinbera nú á seinni hluta ársins. Mikil áhersla hefur verið lögð á að rétta af rekstur Flugfélagsins með markaðssókn og hagræðingaraðgerðum en eldsneytisverðhækkanir sem kostuðu félagið 45 milljónir króna á fyrri hluta ársins og ný flugleiðsögugjöld í innanlandsflugi sem kosta fyrirtækið 40 milljónir á ári hljóta að koma fram í verðlagi.

Afkoma í innanlandsflugi á Íslandi hefur verið slæm og reksturinn ber ekki auknar álögur af þessu tagi.

Ný flugleiðsögugjöld hins opinbera nema 3-4% af farþegatekjum félagsins í innanlandsflugi. Þessi kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á rekstur smærri flugvéla og gerir rekstur þeirra enn erfiðari en ella.

Eldsneytisverð hefur áfram hækkað á heimsmarkaði og þetta hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á rekstur Flugfélags Íslands, eins og annarra flugfélaga. Verð á flugvélaeldsneyti er nú rúmlega helmingi hærra en á sama tíma og á síðasta ári og um 40% hærra en meðaltal síðustu 10 ára. Vonir stóðu til að verð á eldsneyti lækkaði , en litlar líkur eru nú taldar á verulegum lækkunum á næstunni.

Markaðssókn Flugfélags Íslands hefur skilað verulegum árangri síðustu mánuði. Velta félagsins fyrstu sex mánuði ársins var 30% meiri en á sama tíma á síðasta ári. Vonir stóðu því til að afkoma fyrirtækisins myndi batna milli ára. Eldsneytishækkanir hafa gert þær vonir að engu og afkoman hefur farið versnandi. Til viðbótar þarf félagið að fást við miklar launahækkanir og nýjar álögur hins opinbera. Því stefnir í tap á árinu og félagið verður því að grípa til þessara aðgerða til að rétta stöðuna við.

bb.is | 27.09.16 | 07:51 Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með frétt Af 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli