Frétt

Stakkur 28. tbl. 2002 | 10.07.2002 | 13:56Banaslys í umferðinni 2001

Út er komin skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa er ber heitið ,,Banaslys í umferðinni 2001?. Niðurstaða hennar sem hæst ber er auðvitað sú að á fyrra ári létu 24 lífið í umferðinni í 19 umferðarslysum. Einn þeirra var ungur Súðvíkingur, sem lét lífið í útafkeyrslu og bílveltu á þjóðveginum í Súðavík. Útafakstur mun reyndar vera algengasta orsök banaslysa í umferðinni hérlendis. Þar á eftir koma framanákeyrslur og hliðarárekstrar.

Ölvun við akstur kom þrisvar við sögu á síðasta ári, en alls 16 sinnum á árunum 1998 til 2001. Bílbeltanotkun kom nokkuð við sögu. Á síðasta ári tengdist hún banaslysum með eftirfarandi hætti: Tvisvar notaði farþegi ekki bílbelti. Einu sinni átti það við um ökumann, einu sinni notaði farþegi það ranglega og einu sinni tók farþegi það af sér til þess að sofa. Eftirtektarvert er að í 13 tilvikum banaslysa árin 1998 - 2001 notaði ökumaður ekki bílbelti. Lestur skýrslunnar vekur upp nokkrar spurningar og ein þeirra tengist óneitanlega bílbeltanotkun eða öllu heldur því að fólk noti þau ekki. Í ábendingum nefndarinnar með skýrslunni kemur fram að á árunum 1998 til 2001 benda verulegar líkur til þess að 23 af látnum, nærri fjórðungur, hefðu lifað að því gefnu að þeir hefðu notað bílbelti. Hér er komin sönnun þess að beltin bjarga. Því miður er það svo að fólk er alltof kærulaust varðandi notkun þessara öryggistækja og bera sumir því við að beltin séu óþægileg eða þeir séu bara að skreppa innanbæjar. Báðar afsakanirnar eru út í hött. Tæplega helmingur þeirra er létust í bílslysum 2001 notaði ekki bílbelti. Og sagan sýnir að óráðlegt sé að taka beltin af sér eftir að ferð er hafin. Rétt notkun bílbelta ætti því að vera sjálfsagður þáttur í þeirri athöfn að setjast upp í bíl.

Hið athyglisverða við ályktanir sem dregnar eru af skýrslunni er hve mikinn þátt ölvun og svefn, það er að ökumaður sofni við akstur, eiga að máli þegar banaslys og orsakir þeirra eru skoðaðar. Einkum vekur það athygli lesanda að einungis tvö atriði megi rekja til annarra þátta en mannlegrar breytni ökumanna og farþega. Þau eru aðskotahlutur á vegi og ófullnægjandi viðbrögð eða hjálp annarra.

Enn eru tvö atriði sem fram koma í skýrslunni gerð að umræðuefni hér. Ökumenn virðast ótrúlega kærulausir varðandi það að aka undir áhrifum áfengis og hitt að 56% slysanna verða á laugardögum og sunnudögum væntanlega í tengslum við helgarskemmtanir svo sem virðist raunin af samkomu ungmennanna fyrir sunnan, í Þjórsárdal, en þar voru víst teknir tveir tugir grunaðir um ölvun við akstur. Aftur að skýrslunni sem sýnir að 38% látinna í fyrra voru á aldrinum 15-24 ára. Á það er minnt að hluti ökumanna er ósjálfráða og því í raun á ábyrgð foreldra sinna í umferðinni. Menn verða fyrst sjálfráða 18 ára gamlir. Enn upp úr stendur almennt virðingarleysi fyrir sjálfum sér og samferðamönnum í umferðinni, þótt meirihlutinn sé til friðs. Of mikið er í húfi til að líða þessa villimennsku á þjóðvegunum. Notið bílbelti, akið ódrukkin er boðskapurinn. Vestfirðingar! Virðum umferðarlög og verum fyrirmynd.


bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli