Frétt

Leiðari 28. tbl. 2002 | 10.07.2002 | 13:54Dragspilið þanið

Segja má að frá fimmtudegi til sunnudags hafi Skutulsfjörðurinn ómað fjalla á milli af harmónikuleik þess mikla fjölda ,,nikkara“ sem lögðu leið sína til Ísafjarðarbæjar á áttunda landsmót harmonikuunnenda, sem fram fór með miklum glæsibrag og var aðstandendum og þátttakendum til mikils sóma.

Ef til vill má orða það svo, að þeir 19 félagar, sem síðla árs 1986 stofnuðu Harmonikufélag Vestfjarða, hafi þessa daga á Ísafirði verið að uppskera eins og til var sáð í byrjun og það gott betur. Félagarnir nítján gerðu sér strax ljóst að samtök þeirra yrðu ekki langlíf með því einu að þeir þendu dragspil sín sér og sínum nánustu til ánægju. Þeir yrðu að ná til fjöldans, útbreiða fagnaðarerindið í tónum. Kennsla í harmonikuleik varð því fljótt baráttumál nítján menninganna, sem nú eru orðnir 80 að tölu.

Boltinn, sem Harmonikufélagið velti af stað með því m.a. að gefa Tónlistarskóla Ísafjarðar tvær kennsluharmonikur, laut lögmálum snjóboltans á leið niður hlíðina. Á þeim árum sem síðan eru liðin hafa tugir nemenda lagt stund á harmonikuleik við tónlistarskóla hér um slóðir, einkum á Ísafirði og í Bolungarvík.

Engum blöðum er um það að fletta að Harmonikufélag Vestfjarða hefur á eftirtektarverðan hátt skráð nafn sitt á spjöld tónlistarsögu Vestfjarða og auðgað menningarlífið hér vestra. Sem fyrr var að vikið nýtur það nú að verðleikum uppskerunnar með landsmóti SÍHU.

Auk hinna erlendu gesta, er heiðruðu landsmótsgesti með nærveru sinni, og vöktu óskipta hrifningu fyrir snilli sína, verður ekki hjá því komist að geta sérstaka á harmonikusafns Ásgeirs S. Sigurðssonar á Ísafirði og hljómpötusafns Sigurjóns Samúelssonar, bónda að Hrafnabjörgum í Laugardal, sem eru einstök, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þá hlaut lag Baldur Geirmundssonar ,,Landsmót 2002“, sem frumflutt var við mótssetningu á Silfurtorgi, góðar undirtektir og mikla hrifningu þess fjölda gesta, sem viðstaddir voru þá skemmtilegu athöfn í blíðskaparveðri. Framtak þeirra Ásgeirs og Sigurjóns er lofsvert. Full ástæða er til að staldra nú þegar við og huga að varðveislu safnanna í framtíðinni í samvinnu við þá félaga.

Landsmót harmonikufélaga setti mikinn svip á bæjarlífið í Ísafjarðarbæ þessa helgi. Almannarómur er að mótið hafi tekist vel og sé öllum er að stóðu til sóma. Og ekki spillti veðrið fyrir. Sumarnóttin, sem gestir lokaballsins í íþróttahúsinu á Torfnesi gengu út í, lifir áreiðanlega lengi í minningu þess fólks, sem upplifði harmonikuhelgina í Ísafjarðarbæ.
sh.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli