Frétt

bb.is | 03.07.2002 | 14:07Ný kynslóð ferðakorta gefin út

Í tilefni af útkomu nýja ferðakortsins afhenti Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra, fyrsta eintak kortsins á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í morgun.
Í tilefni af útkomu nýja ferðakortsins afhenti Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra, fyrsta eintak kortsins á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í morgun.
Landmælingar Íslands hafa gefið út fyrsta ferðakortið af þremur í nýrri röð vandaðra ferðakorta í mælikvarðanum 1:250.000. Fyrsta kortið nær yfir Vestfirði og Norðurland. Hin kortin tvö koma út á næsta ári. Annað tekur til Suður- og Vesturlands en hið þriðja til Austurlands. Nýja kortaröðin kemur í stað svokallaðra aðalkorta í sama mælikvarða, en þau voru níu talsins. Kortunum hefur því verið fækkað úr níu í þrjú, m.a. til að koma til móts við neytendur, jafnt innlenda sem erlenda ferðamenn. Blaðskipting milli landshluta var einnig sérstaklega ákveðin með hliðsjón af ferðavenjum landsmanna.
Nýju ferðakortin eru stærri en gengur og gerist um landakort og eru stærstu ferðakort sem gefin hafa verið út hér á landi á einu blaði. Stærð hvers korts er 86 x 137 cm. Samanbrotin eru þau hins vegar með sama umfang og önnur kort Landmælinga. Kortið er með hæðarskyggingu sem gerir alla notkun þægilegri. Allar upplýsingar um örnefni og ferðaþjónustu hafa verið yfirfarnar og nýjar settar inn. Einnig má nefna að víða um land hafa vegastaðsetningar verið GPS mældar með mikilli nákvæmni og skilar sú vinna sér í þessari útgáfu. Þá hafa vegalengdir milli staða einnig verið uppfærðar í samræmi við þessar mælingar. Nýja ferðakortið er því einstaklega örugg heimild fyrir ferðafólk.

Nýja ferðakortið er að öllu leyti unnið stafrænt. Kortið er byggt á grunnupplýsingum úr gögnum Landmælinga Íslands sem hafa verið uppfærðar og endurbættar þar sem þess var þörf. Stór hluti kortaupplýsinganna er fenginn úr stafrænum kortagrunnum. Stafræna vinnslan gerir síðari tíma breytingar á kortunum afar auðveldar. Alls verða um 15 þúsund örnefni og heiti á ferðakortunum þremur. Til samanburðar má geta þess að á algengasta ferðakorti Landmælinga, vegakortinu í mælikvarðanum 1:500.000, eru um 3.300 nöfn.

Útsöluverð nýja ferðakortsins er 1.290 kr. Það fæst í bókaverslunum, á bensínstöðvum og hjá ferðaþjónustuaðilum um land allt. Verslun Eymundssonar í Kringlunni er sérverslun með kort Landmælinga Íslands.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli