Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 11.06.2002 | 16:37Sparisjóður gerður að blóraböggli

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Vestfirðinga.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Vestfirðinga.
Í þeim harðvítugu deilum sem hafa staðið um Byggðastofnun hefur verið sárt að sjá nafn Sparisjóðs Bolungarvíkur dregið inn í málið með ógeðfelldum hætti og gjörsamlega að tilefnislausu. Það er ljóst að sú ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar frá 6. júní árið 2000, að fela Sparisjóðnum tiltekin verkefni, er nú orðin að blóraböggli í deilum sem sýnilega eiga sér allt aðrar rætur. Vegna þess að mitt nafn hefur verið dregið inn í þessar umræður, finnst mér nauðsynlegt að skýra málið út frá sjónarhóli mínum.
Í tíð fyrri stjórnar Byggðastofnunar var sú stefna mörkuð að færa verkefni og völd stofnunarinnar í auknum mæli út á land. Liður í því var að leggja starfsemi atvinnuráðgjafa undir Atvinnuþróunarfélögin í landshlutunum, færa þeim sérstaka fjárrveitinug og auka um leið sjálfstæði þeirra og áhrifavald heimamanna. Einnig var sú ákvörðun tekin að flytja starfsemi Þróunardeildar stofnunarinnar til Sauðárkróks. Hvort tveggja tókst vel, þó um þessar ákvarðanir hafi á sínum tíma verið skiptar skoðanir eins og gengur.

Eðlilegt framhald

Það má segja að eðlilegt framhald af þessari stefnumótun hafi verið að flytja stofnunina að öðru leyti út á land. Ákvörðun stjórnarinnar varð sú að sameina stofnunina í Reykjavík við starfsemi Þróunarsviðs á Sauðárkróki. Á sama fundi og þetta var ákveðið var jafnframt tekin ákvörðun um að fela fjármálastofnun einn þátt í starfsemi stofnunarinnar, eða eins og segir í bókun stjórnarfundar frá 6. júní árið 2000: „Stjórnin tekur ákvörðun um að að gera samning við fjármálastofnun á landsbyggðinni um afgreiðslu og innheimtu lána sem og aðra fjármálaumsýslu stofnunarinnar“.

Þetta er í sjálfu sér skýrt og einfalt. Stjórnin ákvað semsé fyrir tveimur árum að sameina starfsemi Byggðastofnunar í Reykjavík starfseminni á Sauðárkróki – nokkuð sem tíðindalítið er að gerist nú á tímum fyrirtækjasameininga. Þar með lá fyrir að Byggðastofnun, sem fyrir fáeinum árum var algjörlega rekin frá Reykjavík, yrði komin til Sauðárkróks og rekin þaðan. En einnig var ákveðið að tiltekin verkefni hennar yrðu unnin utan stofnunarinnar. Það er alsiða í fyrirtækjum að fela aðilum utan þeirra skilgreind verkefni og er hægt að taka til ótal dæmi. Þannig sjá tilteknar bankastofnanir um afgreiðslu og innheimtu lána einstakra sjóða ríkisvaldsins. Ekki finna fjölmiðlar að því. Er það kannski vegna þess að þessar stofnanir eru í Reykjavík, eins og fjölmiðlungarnir? Fram kom í umræðum að starfsemin í Sparisjóðnum gæti numið um einu og hálfu stöðugildi. Varla kallar slíkt á hatrammar deilur.

Eðlilegt starfssvið fjármálastofnana

Allir vita að fjármálastofnanir hringinn í kring um landið sýsla daginn út og inn við afgreiðslu og innheimtu lána. Þarf ríkið þá að reka slíka starfsemi? Er ekki hægt að fela hana einkaaðilum? Þarf ríkið að halda úti rándýrum hugbúnaði og starfsemi utan um tiltölulega viðurhlutalitla starfsemi, þegar hún fellur vel að starfsemi sem þegar er verið að vinna í fjármálastofnunum landsins? Svari þessu hver fyrir sig, en í mínum huga eru svörin augljós. Í viðbót má minna á, að ríkisstjórnir frá árinu 1991 hafa haft það að yfirlýstu markmiði að færa atvinnurekstur ríkisins til einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Þessi ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar var í þeim anda.

Fjármálastofnun á landsbyggðinni

Það var eðlilegt að Byggðastofnun – eðli málsins samkvæmt – veldi til þessa verkefnis fjármálastofnun sem ynni á landsbyggðinni. Við höfum mátt horfa upp á það hvernig stóru bankarnir, Landsbankinn, Íslandsbanki og Búnaðarbanki, hafa dregið segl sín saman á landsbyggðinni og flutt störfin suður. Það var þess vegna útilokað fyrir Byggðastofnun að semja við slíka aðila og vinna þannig gegn yfirlýstum lögbundnum tilgangi stofnunarinnar. Niðurstaðan var þess vegna að ganga til samninga við vel rekna, trausta fjármálastofnun sem gæti tekið að sér álíka starfsemi og þar er unnið að allan ársins hring.

Sjálfur lagði ég ofurkapp á að þessar ákvarðanir – um flutning Byggðastofnunar á Sauðárkrók og samstarfið við Sparisjóð Bolungarvíkur – yrðu teknar samhliða. Síðan eru liðin tvö ár. Það er óskiljanlegt að svo einfalt mál skuli hafa flækst jafn mikið fyrir mönnum og raun hefur borið vitni um. Og öllum hlýtur að vera ljóst að mál af þessum toga getur ekki hafa verið tilefni jafn harðvítugra deilna og við höfum verið vitni að í fjölmiðlunum. Fyrir því eru augljóslega aðrar ástæður.

Iðnaðarráðherra tók ekki á vandanum

Það sem er

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli