Frétt

Leiðari 31.tbl. 2000 | 03.08.2000 | 09:52Í upphafi skyldi endirinn skoða

Tvö hundruð sextíu og sjö svöruðu játandi þeirri spurningu blaðsins, hvort þeir væru hlynntir því að hámarkshraði á vegum úti yrði hækkaður úr 90 km í 110 km á klukkustund, þar sem aðstæður eru sem bestar. Mun færri voru andvígir eða eitt hundrað áttatíu og níu. Rétt er að taka fram, að aldursgreining svarenda liggur ekki fyrir.

Spurning blaðsins er ekki ný af nálinni. Meira að segja hefur nokkrum þingmönnum dottið það í hug, að tímabært væri að hækka hámarkshraða á vegum úti, þar sem aðstæður leyfa, eins og það var orðað. Hvorki hjá þingmönnunum né í tengslum við spurningu blaðsins kom fram hverjar þessar sérstöku aðstæður þyrftu að vera. Né heldur hvort þær ættu að vera tímabundnar og/eða árstíðabundnar. Eða yfir höfuð hvar slíkar aðstæður er að finna á hringveginum. Varla hefur hvarflað að nokkrum manni, að vegakerfið á Vestfjörðum væri inni í myndinni.

Sannleikurinn er sá, að rökin fyrir hraðaaukingu á vegum úti hníga öll í einn farveg: Það aka allir hraðar en leyfilegt er og breytingin myndi því aðeins fela í sér viðurkenningu á staðreyndum. M.ö.o.: Það brjóta allir umferðarlögin og því er einfaldast að færa þau til móts við gjörðir okkar. Aðferðafræði af þessu tagi er auðvitað grafalvarleg. Það er hins vegar talsverð einföldun að láta sér til hugar koma, að ökumenn allra aldurshópa læknist í einu vetfangi af krónískri umframhraðatilhneigingu við það eitt að hækka leyfilegan hámarkshraða. Og hvar stöndum við þá – eftir sem áður með hina „hefðbundnu“ 20 km/klst umfram leyfilegan hraða á vegum, þar sem engar hliðarreinar eru til að bjarga sér á ef eitthvað ber út af?

Fyrir verslunarmannahelgina hafa lögregluyfirvöld boðað hertar aðgerðir gegn hraðakstri á þjóðvegum. Tíð umferðarslys undanfarið eru skýr skilaboð: Hraðinn er orðinn of mikill og það verður að draga úr honum.

Skilaboð tryggingarfélaganna verða heldur ekki misskilin. Það skiptir hins vegar engu hversu há iðgjöldin af bílatryggingunum verða. Mannslíf verður ekki metið til fjár. Ævilöng örkuml verða aldrei bætt.

Framundan er mesta umferðarhelgi ársins. Þúsundum saman munu vélfákarnir geysast um landið þvert og endilangt. Á vegum og vegleysum. Yfir fjöll og firnindi.

Hvað sem áfangastað og öðrum fyrirætlunum líður ber okkur umfram allt, nú sem endranær, að hafa hugfast hið fornkveðna, að í upphafi skyldi endirinn skoða. Leggjum af stað með því hugarfari.

Bæjarins besta óskar landsmönnum öllum farsællar verslunarmannahelgi.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli