Frétt

kreml.is - Kolbeinn Einarsson | 24.05.2002 | 23:57Framkvæmd kosninga

Kolbeinn Einarsson.
Kolbeinn Einarsson.
Framkvæmd kosninga í lýðræðissamfélögum er eitt mikilvægasta verkefni stofnana þeirra. Hvernig til tekst er viss mælikvarði á heilbrigði lýðræðisins. Okkur hér á vesturlöndum er tamt að gagnrýna framkvæmd kosninga í ríkjum þriðja heimsins og austur evrópu þar sem menn hafa á undanförnum árum verið að stíga sín fyrstu spor í þessu stjórnfyrirkomulagi. Við höfum einnig gagnrýnt fyrirkomulag kosninga hjá rótgrónum lýðræðissamfélögum eins og USA, sem ásamt Frakklandi getur gert tilkall til þess að heita vagga nútíma lýðræðis. Þess er skemmst að minnast hvernig dómstólar vestra urðu að flokkspólitískum verkfærum eftir að forsetakosningar hálfpartinn fóru út um þúfur.
Á tyllidögum tala íslenskir ráðamenn um hina miklu lýðræðishefð okkar íslendinga og vilja marka upphaf þess við hið gamla Alþingi, fremur en hið nýja. Við teljum okkur jafnvel umkomin þess að hafa eftirlit með kosningum hjá öðrum þjóðum. En ef betur er að gáð er enn ofurlítið bananabragð af lýðræðinu okkar.

Það hefur lengi tíðkast hér á landi að stjórnmálaflokkar, og þó einn öðrum fremur, hafi náið eftirlit með hegðun kjósenda. Sá eini flokkur vill ganga svo langt í eftirliti sínu með lýðræðinu að hafa útsendara sína í kjördeildum til þess að halda í höndina á kjósendum. Með fullkomnustu nútímatækni er haldið vel utan um okkur atkvæðin, nöfn okkar skráð og ekki er óhugsandi að fleira sé nóterað með þeim persónuupplýsingum sem þarna eru skráðar.

Þessi tegund persónunjósna sýnir öðru fremur hið sanna eðli þessa eina flokks, sem er - að vilja vera flokkurinn eini – svona líkt og í Albaníu forðum, austur-Þýskalandi eða Rússlandi. Eðlilega vill þess eini flokkur allstaðar ráða og telur algerlega fullnægjandi að lýðræðið fari fram innanflokks – svona eins og í Kína e.t.v.

Við kjósendur þurfum ekki að gefa leyfi fyrir þessari njósnastarfsemi, og hún fer fram þannig að fæst okkar verða við hana vör. Enda eru þessir útsendarar leyniþjónustu flokksins eina ekki merktir sérstaklega, frekar en njósnarar almennt.

Það er þó ekki nauðsynlegt að taka þátt í þessum leik. Hér með er skorað á alla sem vilja fá að vera í friði fyrir forræðishyggju flokksins eina, eða eru bara áhugmenn um og velunnarar lýðræðis, að gera tvennt: Í fyrsta lagi skuluð þið biðja um að fulltrúar stjórnmálaflokka verði látnir yfirgefa kjördeildina ykkar á meðan þið kjósið. Og í annan stað mælist ég til þess að þið takið þátt í undirskriftarsöfnuninni gegn persónunjósnum sem fer fram hérna á vefnum.

Kolbeinn Einarsson. Pistillinn birtist á Kreml.is

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli