Frétt

| 27.07.2000 | 16:50Messufall aldarinnar? – Guðstrú Íslendinga!

Nú er nokkuð liðið frá Kristnihátíðinni á Þingvöllum, sem haldin var í upphafi mánaðarins. Undirbúningur var vandaður og dagskrá smekkleg. Vart verður annað sagt en vel hafi verið í verkið lagt og árangurinn eftir því. Hátíðin heppnaðist einkar vel. Dagskrárliðir voru hver öðrum betri. Aðstandendum öllum var sómi að hátíðinni. Þeir sem hana sóttu nutu og lýstu ánægju sinni.

Hið fegursta veður setti mót sitt á hátíðarhaldið allt og helst reyndist sólbruni skæður fólki, sem ekki gætti að sér. En fáir mættu. Þegar allt var talið mættu að áliti mótshaldara allt að þrjátíu þúsund manns, fjórtán að laugardeginum og sextán lögðu leið sína til Þingvalla á sunnudeginum. Vart þarf að taka fram að umferð gekk afar vel og greiðlega, enda skipulagið miðað við að sjötíu og fimm þúsund manns sæktu Kristnihátíð á Þingvöllum hvorn daginn.

Það hefðu orðið alls eitt hundrað og fimmtíu þúsund gestir báða dagana. Sú viðmiðun sýnir að eitt hundrað og tuttugu þúsund manns létu sig vanta miðað við væntingar. Skýringar eru fáar, en ljóst er að Kristnihátíðarnefnd og framkvæmdastjóri hennar eru fjarri því að vera ánægð. Gefum okkur að lægri viðmiðunin um fimmtíu þúsund gesti hvorn dag hafi verið raunhæf, þá vantar enn sjötíu þúsund gesti. Í samanburði við þjóðhátíðir 1974 og 1994 varð því messufall á Kristnihátíð á Þingvöllum.

Það er miður. Hverjar skýringarnar eru skal ekki fullyrt. Ekki var það fjölmiðlum að kenna. Varpað hefur verið fram kenningum á þá lund, að landanum hafi ofboðið umstangið og kostnaðurinn eða umferðaröngþveitið meinta frá 1994 sitji mörgum fast í minni. Það skal ekki útilokað, þótt sennilegast hafi verið gert alltof mikið úr vandamálum í umferðinni það árið.

Lang líklegast er að þjóðin sé ekki trúaðari en svo, að henni hafi þótt ástæða til að sinna öðru frekar, eins og horfa á fótbolta í sjónvarpi, eða fara í sumarbústaðinn. Nokkur hópur ungmenna sá ástæðu til að sýna verstu hliðar sínar með mjög vondri framkomu og skemmdarfýsn í Húsafelli þessa sömu helgi. Svo kann skýringin einfaldlega að vera fólgin í því að lengi hefur verið haft á orði, að Guð hjálpi þeim sem hjálpar sér sjálfur. Trúarþörf Íslendinga er fyrir hendi, þótt ekki sé fallist á það með kvenprestinum og félagsfræðingnum að hún sé jafn sterk kynhvötinni og matarþörfinni. Framhjá hinu verður engan veginn litið, að Íslendingar muna vel eftir Guði þegar illa gengur og leita þá til hans. Í betra árferði vita þeir af honum, en telja ekki ástæðu til þess að trufla hann úr hófi fram. Nema presturinn hafi ef til rétt fyrir sér að trúarþörfinni sé líkt farið og kynhvötinni, styrkurinn sé sá sami og feiminin og vandræðagangurinn þegar að því kemur að viðurkenna tilvist trúarinnar sé álíka.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli