Frétt

bb.is | 23.05.2002 | 14:46Rætt um „ánægjuleg“ vandamál vegna Vestfjarðasýningarinnar

Frá hádegisfundinum á Hótel Ísafirði í dag
Frá hádegisfundinum á Hótel Ísafirði í dag
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stóð fyrir opnum hádegisfundi á Hótel Ísafirði í dag þar sem rætt var um sýninguna „Perlan Vestfirði“ sem haldin var í Perlunni í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Eins og fram hefur komið var aðsókn meiri en menn áttu von á og er talið að um 20.000 manns hafi heimsótt Perluna meðan á sýningunni stóð.
Á fundinum kynnti Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða mat á árangri sýningarinnar og greindi frá undirbúning hennar og framkvæmd. Fram kom að tekist hafi á nýjan hátt að kynna ímynd Vestfjarða í hugum landsmanna og sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna. Heildarkostnaður við sýninguna er talin nema um sex milljónum króna og vegur þyngst kynningarkostnaður. Stærstu styrktaraðilar sýningarinnar voru allir sparisjóðir á Vestfjörðum, SP fjármögnun, Samgönguráðuneyti, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Iðnaðarráðuneytið. Einnig styrktu Orkubú Vestfjarða og Lífeyrissjóður Vestfirðinga sýninguna með fjárframlagi.

Framkvæmdastjóri sýningarinnar, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, yfir framkvæmd og markaðssetningu sýningarinnar með það að markmiði að skoða hvað gekk upp, hvað hefði mátt fara betur og síðast en ekki síst hvað læra mætti af verkefninu. Í máli hennar kom fram að sýningin „Perlan Vestfirðir“ hefði skilað miklu meiru en nokkur hefði þorað að vona. Hins vegar hefði ýmislegt mátt gera betur og taldi hún t.d. að undirbúningur hefði ekki hafist nógu snemma og gestalista fyrir opnunardaginn hefði þurft að vinna fyrr en gert var. Þá hefði mátt hafa upplýsingaborð fyrir þátttakendur í sýningunni meðan á uppsetningu stóð þar sem þeir hefðu getað fengið allar þær upplýsingar og ráðleggingar sem þeir hefðu óskað og þurft á að halda. Sigríður sagði jafnframt ljóst að samræma hefði þurft hönnun sýningarinnar en stærsta vandamálið hefði án efa verið húsnæðið því Perlan væri alls ekki hentugt sýningarhúsnæði, eins og berlega hefði komið í ljós þegar húsið fylltist af gestum.

Á heildina litið hefði sýningin hins vegar tekist mjög vel og sagði Sigríður að það mætti að verulegu leyti þakka kynningarfyrirtæki því sem ákveðið var að ráða til að markaðssetja og skipuleggja sýninguna. Engum dyldist að sýningin hefði verið vel kynnt og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum, sem aftur hefði skilað sér í mjög jákvæðum viðbrögðum þeirra sem sóttu sýninguna og eins hjá þeim sem heima sátu.
Loks velti Sigríður upp nokkrum spurningum um framhaldið og hvernig best væri að standa að slíkum sýningum í framtíðinni, - þar yrðu Vestfirðingar m.a. að spyrja sjálfa sig að því hvaða ímynd þeir vildu koma á framfæri.

Aðrir fundarmenn tóku undir með Sigríði og lýstu almennri ánægju með hvernig til hefði tekist þótt vissulega væri ýmis atriði sem þyrfti að lagfæra ef aftur yrði lagt út í sambærilegt verkefni. Það mætti þó segja að flest vandamálin væru ánægjuleg þar sem þau væru að mestu tilkomin vegna mikillar aðsóknar á sýninguna. Þá kom fram hjá Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða, að ágætlega hefði gengið að fá ferðaþjónustuaðila til að taka þátt í sýningunni en öllu erfiðara hefði reynst að fá fyrirtæki til að vera með og hefði þurft að þrýsta verulega á þá aðila. Taldi hún að þeir hefðu mátt vera miklu fleiri enda var þarna var kjörið tækifæri til að kynna og selja ýmsar vörur.

Í lok fundarins var dregið í happdrætti sýningarinnar og aðalvinning, fimm daga ferð um Vestfirði hlaut, Hans Georg Bæringsson, Kópavogi. Aukavinninga hlutu eftirtaldir aðilar:

Hafliði Magnússon, Fossheiði 11, Selfossi (Gisting fyrir 2 eina nótt á Hótel Ísafirði)
Hanna Hjartardóttir, Heiðarhjalla 27, Kópavogi (Gönguferði fyrir 2 Aðalvík-Hesteyri)
Benjamin Birgisson, Stekkholti 39, Selfossi (Handverk)
Hildigunnur Högnadóttir, Hlíðarhjalla 74, Kópavogi (Handverk)
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Trönuhjalla 19, Kópavogi (Bók)
Valborg Þorleifsdóttir, Sunnubraut 44, Kópavogi (Gisting fyrir 2 eina nótt á Hótel Djúpavík)
Eiríkur Kristófersson, Álfhólsvegur 66, Kópavogi (Gisting fyrir 2 eina nótt á Hótel Djúpavík)
Kristófer Kristófersson,Boðagranda 1 Reykjavík (Kajakferð fyrir 2)
Sigrún Magnúsdóttir, Fífulind 1, Kópavogi (Sigling á Hesteyri fyrir 2)
Elva Andrésdóttir, Gerði, Bessast.hrepp (Sigling á einhvern áfangastað á Hornströndum fyrir 2)

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli