Frétt

Indriði Sveinn Ingjaldsson | 22.05.2002 | 14:01Gleymskunnar dá

Indriði Sveinn Ingjaldsson.
Indriði Sveinn Ingjaldsson.
Nú þegar kosningar til bæjarstjórnar eru á næsta leiti, kemur hjá mörgum upp sú spurning hvar setja skuli X-ið. Við slíka ákvarðanatöku er misjafnt hvaða rök eða ástæður eru höfð til grundvallar. Ýmist er um að ræða fögur fyrirheit frambjóðenda, góð frammistaða þeirra á liðnu kjörtímabili eða jafnvel aðrar og persónulegri ástæður sem ráða þar för. Ekki vil ég leggja neitt mat á þær aðferðir og verður hver að gera þær upp við sjálfan sig. Eitt eigum við kjósendur þó sameiginlegt, það er sú ósk að val okkar sé rétt fyrir okkur og fjölskyldur okkar.
Sú stefna sem rekin er í stjórnun sveitarfélaga endurspeglar oftar en ekki þá stefnu sem þingflokkarnir standa fyrir. Sá meirihluti sem farið hefur með stjórn í Ísafjarðarbæ er þar engin undantekning. Þegar hugsað er til baka yfir síðustu ár þá er ekki laust við að það setji að manni dálítinn ugg, þar sem bæjarstjórnin er sett saman úr sömu flokkum og ríkisstjórnin. Það hefur varla farið fram hjá neinum að þessi ríkisstjórn er sú sem hvað lengst hefur gengið í valdníðslu og hroka síðan að Íslendingar losnuðu undan Dönum, sælla minninga.

Skemmst er að minnast framferðis ríkisstjórnarinnar með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi í öryrkjamálinu svokallaða. Þar fóru stjórnarliðar hamförum gegn einum af þeim þjóðfélagshópum sem hvað minnst meiga sín og skipti þá engu sú staðreynd að Hæstaréttardómur lá fyrir til að rétta hlut hinna minnimáttar. Ýmislegt fleira má tína til svosem eins og lagasetningu á sjómannaverkfall, niðurlagningu óhentugra stofnana og fleira sem of langt mál er að tína til hér.

Ekki er tilgangur þessara skrifa að fárast yfir ríkisstjórninni enda sér hún trúlega um það sjálf. Heldur það að í Ísafjarðarbæ hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn útibú frá þessari umræddu ríkisstjórn.

Til marks um það er skemmst að minnast sölunnar á Orkubúinu okkar til ríkisins. Við þá ákvörðun skellti bæjarstjórnin skollaeyrum við mótmælum og mótrökum bæjarbúa. Nú er komið í ljós að sú ákvörðun ætlar að verða hin mesta bölvun fyrir Ísafjarðarbæ. Ein helsta ástæða bæjarstjórnarinnar fyrir sölunni var sú að ríkið heimtaði uppgjör skulda á félagslega íbúðakerfinu. Á sameiginlegum framboðsfundi sem útvarpað var á Rás 2 ekki alls fyrir löngu lýsti bæjarstjóri því yfir að Orkubúið hefði verið staðgreitt og Ísafjarðarbær fékk 1400 milljón kall í vasann. Þá voru c.a. 350 milljónir notaðar til að rétta af félagslega íbúðakerfið en restin liggur inni á bók. Ef allt sem þurfti var 350 milljónir þá er ólíklegt að þurft hefði að selja heilt Orkubú til að fá þá peninga. Þetta er bara eitt dæmið enn um þá stjórnarhætti sem þessir flokkar aðhyllast og erfitt er að sjá hvernig þeir passa inn í stjórnarfarið Lýðræði.

Við skulum láta skilgreiningu orðabókar Menningarsjóðs á Lýðræði fylgja með. „Stjórnarfar, þar sem almenningur hefur (með kosningarétti) úrslitavald í stjórnarfarsefnum“. Auðvitað kusum við þetta yfir okkur það er engin spurning. Það er þekkt máltæki sem segir,,þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur?? Einhver ástæða er fyrir því að þetta máltæki er til en ég þekki engan sem vill viðurkenna að það eigi við hann. Að vísu er Orkubúið selt og farið og landsmót ungmennafélaga með tilheyrandi uppbyggingu íþróttamannvirkja kom aldrei. Við þessu er lítið að gera annað en að passa að ríkisstjórnarútibúinu verði ekki hleypt í annað kjörtímabil, því að það er örugglega ekki uppiskroppa með axarsköft enn. Ekki gleyma hvernig þessi öfl hafa komið fram við þjóðina undanfarin ár.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð stendur fyrir allt aðra hluti stjórnarhætti en hér að framan eru taldir. Við stöndum fyrir lýðræðislegt og réttlátt stjórnskipulag. Við höfnum alræði markaðshyggjunnar og leggjum áherslu á jöfnuð og félagslegt réttlæti. Við viljum lyfta gildum raunverulegra lífsgæða, skapa samfélag réttlætis og jafnaðar í sátt við lífríkið allt og móður jörð.

Kjósandi góður, þegar í kjörklefann er komið minnstu þá þess að þú stendur við undirstöðu Lýðræðisins. Hjálpaðu okkur að styrkja þessa undirstöðu settu X við U og kjóstu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð þér og þínum til heilla.

Indriði Sveinn Ingjaldsson. Höfundur skipar 14. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli