Frétt

Sturla Páll Sturluson | 21.05.2002 | 15:54Vestfirðingar, et, drekk og ver glaðir á meðan byggðinni blæðir út

Sturla Páll Sturluson.
Sturla Páll Sturluson.
Það hefur vakið athygli mína nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna hversu duglegir sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ hafa verið að bjóða grandalausum kjósendum til hverrar stórveislunnar af annarri, auk þess að dreifa til kjósenda fagurlega skreyttum glansritum með loforðalistum og fögrum orðum um það hversu vel þeim hefur tekist að heyja varnarbaráttuna fyrir landsbyggðina. Af orðum þeirra má ráða að hér væri allt komið í kalda kol ef krafta þeirra hefði ekki notið við á liðnum árum.
Mér er spurn. Er þessu fólki ekkert heilagt? Að ganga hér fram í fylkingarbrjósti á Vestfjörðum, veifandi gunnfána landsbyggðarböðlanna, finnst mér vera hámark ósvífninnar og í raun gróf móðgun við vestfirska kjósendur.

Hver er böðullinn?

Af hverju hefur þetta ágæta fólk þurft að heyja varnarbaráttu fyrir landsbyggðina? Svarið er ofur einfalt. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hefur bæði leynt og ljóst unnið gegn landsbyggðinni og í skjóli hennar hefur frjálshyggjupúkunum tekist að arðræna stóra hluta landsbyggðarinnar lífsviðurværinu.

Ég er ekki með þessum orðum að segja að hér sé um slæma einstaklinga að ræða nema síður sé. Ég trúi því að þarna sé traust og gott fólk á ferð, m.a. er Halldór prýðis piltur og vel ættaður úr Djúpinu. Ingi Þór hefur með öflugum stuðningi foreldra náð góðum árangri með sundfólkið okkar. Elli, vinur minn og athafnamaður í Súgandafirði og auk þessa valinkunnur hópur fríðleiks kvenna og svo mætti áfram telja. Gallinn er bara sá að allt þetta ágæta fólk hefur tapað áttum og er slegið pólitískri blindu. Hversu kaldhæðnislegt sem það nú kann að hljóma, þá er allt þetta góða fólk ómeðvitað að næra kvalara sinn við brjóst sér.

Sýnum þeim miskunn

Við eigum því ekki að kjósa þetta fólk til forystu á meðan það stendur í fylkingarbrjósti fyrir þau öfl sem stundar markvissan skæruhernað og niðurrifs starfsemi á landsbyggðinni. Að vísu er það ekki sagt upphátt, né fært í letur í fagurskreyttum stefnuskrám og loforðalistum, heldur hefur ríkistjórn Davíðs Oddssonar látið verkin tala á liðnum árum.

En ég bið ykkur í einlægni, kæru kjósendur, að reiðast ekki þessu ágæta fólki sem svo illilega hefur tapað áttum í moldviðri stjórnmálanna. Sameinumst frekar um að leiðbeina þeim. Okkur var jú kennt að gleðjast meira yfir einum ranglátum sem snýr aftur af villu síns vegar en níutíu og níu réttlátum.

Oft var þörf en nú er nauðsyn

Nú þurfa Vestfirðingar á hverjum vopnfærum manni að halda til þess að standast ránskrumlu frjálshyggjuaflanna. Vestfirðingar sem og annað landsbyggðarfólk, þurfa nú að fylkja liði og leggja til atlögu gegn þeim öflum sem vilja eyða byggð og virðast staðráðin í því að una sér ekki hvíldar fyrr en tekist hefur að mergsjúga auðlindir og eyða atvinnutækifærum landsbyggðarinnar og skilja hana efti í rjúkandi rúst, þ.e. fyrir utan Reykjavíkur- og Eyjafjarðarsvæðin.

Þitt atkvæði skiptir máli

Kjósandi góður! Mundu því er þú kemur í kjörklefann að hvert atkvæði greitt sjálfstæðismönnum á landsbyggðinni er þögul játning þess að þú sættir þig við að á þér sé troðið á skítugum skónum.

Láttu ekki glamúr og glansmyndir atkvæðasmalanna villa þér sýn. Við þurfum öll að vakna eftir kosningagleðina 25 maí. Þá mun ískaldur veruleikinn blasa við. Hvaða öfl verða þá tilbúin að rétta þér hjálparhönd og vinna að þínum hagsmunamálum? Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur látið verkin tala á liðnum árum. Ertu sáttur við stöðu mála í dag? Ertu tilbúinn að snúa vörn í sókn eða ætlarðu að láta hrekja þig nauðugan á suðurlandið með skítugt skófarið á bakinu? Þitt er valið, ennþá.

Með baráttukveðju,
Sturla Páll Sturluson. Höfundur skipar sjöunda sætið á lista Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli