Frétt

mbl.is | 16.05.2002 | 20:14Dæmdur í árs fangelsi fyrir íkveikju og fleiri brot

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í eins árs fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir að hafa sýnt stórfellt gáleysi með því að kveikja í íbúðarhúsi í Hvalnesi, fyrir að hafa haft uppi rangar sakargiftir á hendur nafngreindum manni og fyrir umferðarlagabrot. Maðurinn var dæmdur í 60 daga fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í desember á síðasta ári, en sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar.
Héraðsdómur dæmdi manninn fyrir að hafa ekið bifreið í þrígang í Reykjavík án ökuréttinda, þar af einu sinni á 56 km hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var 30 km á klukkustund. Þá ritaði maðurinn nafn og kennitölu annars manns undir lögregluskýrslu þegar hann var tekinn af lögreglu í tvígang. Héraðsdómur Austurlands vísaði hins vegar frá ákæru sýslumannsins á Höfn í Hornafirði á hendur manninum um stórfelld skemmdarverk á bænum Hvalnesi í Lóni svo hann brann til kaldra kola en dómnum þótti ekki nægjanlegar sannanir fyrir því að ákærði hefði skilið eftir logandi kerti á lágu tréborði í hurðarlausu rými við forstofu hússins.
Fyrir Hæstarétti krafðist ákæruvaldið að maðurinn yrði sakfelldur fyrir að hafa af ásetningi kveikt í húsinu og valdið með því stórfelldum eignaspjöllum. Ákærði neitaði sök. Hæstiréttur taldi ekki koma til álita að dæma manninn samkvæmt þeirri verknaðarlýsingu sem ákæruvaldið lagði til grundvallar og fólst í því að hann hefði af ásetningi borið eld að húsinu. En með hliðsjón af framburði mannsins sem viðurkenndi að hafa brotið rúðu í mannlausu húsinu, rótað fatnaði úr hirslum fram á gólf þar sem hann hafði kveikt á kerti sem hann festi með vaxi á borði, taldi Hæstiréttur að maðurinn hefði sýnt stórfellt gáleysi og unnið til refsingar fyrir eignaspjöll.

Því taldi Hæstiréttur að hæfileg refsing væri eins árs fangelsi, en ákærða var gert að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað málsins, þar með taldar 400 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda í héraði og fyrir Hæstarétti.

Mbl.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli