Frétt

Stakkur 20. tbl. 2002 | 15.05.2002 | 13:48Vitum ekki hvað við viljum

Í raun er það ekki skrýtið að kjósendur í Ísafjarðarbæ viti alls ekki hvað þeir vilji. Skoðanakönnun sem fyrirtækið Talnakönnun gerði fyrir vefinn heimur.is fyrir stuttu sýndi að kjósendur í stærsta sveitarfélagi Vestfjarða eru enn að reyna að átta sig á þeim kostum sem bjóðast í pólitíkinni nú. Hið furðulega gerðist að nærri 75% eða þrír af hverjum fjórum aðspurðara vissu ekki hvað þeir ætluðu að kjósa og kannski er það ekki svo furðulegt. Framsóknarflokkur, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hljóma kunnuglega. En Frjáslyndir og óháðir, Vinstri grænir og Nýtt afl eru ný nöfn hér og mörgum er spurn hvað sé nú hvað og hver standi hvar í hópi frambjóðenda? Einn helsti stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára Halldór Jónsson hefur nú heillast af listabókstaf kratanna og þeim sem þar stóðu framarlega í flokki og leiðir hópinn. Dóri Jóns, sem þekktur var í hópi ungra íhaldsmanna, er nú búinn að finna sér nýjan farveg. Sama er að segja um Magnús Reyni Guðmundsson fyrrum bæjarritara og framsóknarmann og marga fleiri. Hinar pólitísku línur á Vestfjörðum eru eitthvað farnar að mást. Hver telur sig bjóða betur en hinn. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ákváðu að ekki dygði nú lengur að hafa konur í efsta sæti. Upp með karlana gæti verið mottó dagsins. Vinstri grænir hafa þó enn áhuga á konu í leiðtogasætinu.

Enginn veit reyndar hvort Magnús Reynir nú loksins að verða óháður eða bara frjálslyndur. Dóri er orðinn eins konar krati Lilja Rafney er hins vegar sjálfri sér lík og kann við sig í tiltölulega fámennum en góðum hópi traustra vina. Ekki er alveg öruggt hvort það segir meira um kjósendur eða frambjóðendur að 73% úrtaksins sem svaraði skyldi velja að taka ekki afstöðu eða hvort það segir einfaldlega meira um frambjóðendur.

Síðast var vikið, reyndar án frekari skýringa, að frambjóðandanum í Harleyfield í Bretlandi sem kom ávallt fram í mannapabúningi fyrir kosningar og lofaði öllum einum banana að kosningum loknum. Kjósendur þar voru sennilega ekki ólíkir því sem ætla má um íbúa Ísafjarðarbæjar. Þeir vissu ekki hvað þeir vildu og kusu því þann sem þeir ekki sáu og lofaði litlum ávinningi, en þó þannig að ætla mætti að loforðið myndi verða efnt. Svo fór að ,,mannapinn? hlaut kosningu og reyndist 28 ára gamall karl. Kannski sannar þessi raunverulaga saga þreytu kjósenda á kosningum og pólitíkusum og skýrir þá um leið grósku framboða. En hún leiðir óneitanlega hugann að því hvort borgastjórinn í mannapabúningnum hafi verið framsóknarmaður og höfðað sterkt til tilfinninga þeirra. Og þar með er komið í ljós að Sigurður Sveinsson frá Góustöðum hefur sennilega besta pólitíska nefið í Ísafjarðarbæ, samanber söguna af því að Framsóknarflokkurinn gæti boðið fram hest og fengið hann kosinn..

Um leið vaknar spurningin um það eftir hverju kjósendur kjósa nú orðið. Er það bara eðlilegt að 73% aðspurðra í úrtaki Talnakönnunar hafi ekki gert upp hug sinn þremur vikum fyrir kosningar? Þarf þá nokkuð að kjósa ef nær öllum er sama?


bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli