Frétt

mbl.is | 10.05.2002 | 09:53Nýr þjónustuvefur fyrir viðskiptavini orkuveitna

Opnaður hefur verið þjónustuvefur helstu orkuveitna á Íslandi, www.orkutorg.is, en markmiðið með stofnun og starfrækslu vefsins er að auka samskipti orkuveitnanna og viðskiptavina þeirra á vettvangi Internetsins. Það er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Netorka hf. sem hefur hannað og þróað vefinn og mun fyrirtækið einnig sjá um rekstur hans.
Á næstunni munu viðskiptavinir allra helstu orkuveitna landsins geta sótt upplýsingar um hvaðeina er varðar viðskipti sín við orkuveiturnar, en þær verða tiltækar á netslóð Orkutorgs. Fyrst í stað eru það aðeins viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK sem geta nýtt sér þessa þjónustu, en innan skamms munu viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, Norðurorku, Orkubús Vestfjarða, Selfossveitna og Skagafjarðarveitna einnig geta nýtt sér þetta samskiptaform. Ofangreind fyrirtæki eru öll hluthafar í Netorku hf., en að auki eiga Landsvirkjun og hugbúnaðarfyrirtækið Lhtækni-ICEconsult hlut í fyrirtækinu.

Á netslóðinni www.orkutorg.is munu viðskiptavinir orkuveitnanna geta fengið upplýsingar sem tengjast kaupum þeirra á vörum veitnanna, svo sem rafmagni, heitu vatni og köldu vatni og er markmiðið með þessari nýjung að auðvelda aðgang viðskiptavina fyrirtækjanna að upplýsingum um viðskipti sín. Með starfsemi Orkutorgs verða allar upplýsingar um samskipti viðskiptavina við orkuveituna á einum stað. Á vefnum verður einnig miðlað margvíslegum fróðleik um fyrirtækin og vörur þeirra, þar verða gefin ráð um orkusparnað og upplýsingarnar má nálgast hvenær sem er. Með starfsemi Orkutorgs sjá orkuveiturnar kjörið tækifæri til að bæta þjónustu sína við viðskiptavini, lækka kostnað og treysta ímynd sína.

Á Orkutorgi sameinast gagnagrunnar þeirra orkuveitna sem aðilar eru að torginu og þar geta viðskiptavinir veitnanna fundið upplýsingar um viðskipti sín með auðveldum hætti. Allir viðskiptavinir fyrirtækjanna geta á einum stað nálgast allar grunnupplýsingar sér að kostnaðarlausu óháð því hvar viðskiptin fara fram, skoðað reikninga, þróun í eigin orkunotkun, sótt um boð- og beingreiðslur, sent inn mælaálestur og skoðað fyrri álestra, tilkynnt um notendaskipti o.fl. Þessu til viðbótar munu fjölmargir möguleikar til aukinnar þjónustu skapast með tilkomu Orkutorgs. Þar á meðal má nefna úttekt á notkunarmynstri viðskiptavinar, ráðgjöf um bætta orkunýtingu og kostnaðarlækkun o.fl.

Þeir viðskiptavinir orkuveitnanna sem vilja nýta sér þessa nýju þjónustu fara inn á netslóðina www.orkutorg.is, skrá sig og fá sent lykilorð. Til að tryggja öryggi í samskiptum verður lykilorðið sent í pósti, samkvæmt heimilisfangi greiðanda sem skráð er hjá viðkomandi orkuveitu.

Orkutorg.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli