Frétt

Stakkur 19. tbl. 2002 | 08.05.2002 | 11:56Skýrari pólitískari línur?

Nú er það orðið ljóst að framboð verða hvorki fleiri né færri en sex í Ísafjarðarbæ. Halldóri Jónssyni tókst hið boðaða ætlunarverk sitt að koma fram framboðslista. Hefur hann beðið um að fá úthlutað listabókstafnum A. Eins og kunnugt er var það bókstafur Alþýðuflokksins, kratanna á Íslandi. Af því tilefni er rétt að rifja tvennt upp. Hið fyrra er sú sögulega staðreynd að Ísafjarðarkaupstaður var höfðuðvígi Alþýðuflokksins á Íslandi áratugum saman og til þess litu kratar um allt land eftir fyrirmynd. Hið síðara er að á listanum með Halldóri sitja menn, karlar og konur sem eru þekkt af vinnu sinni fyrir og stuðningi við Alþýðuflokkinn.

Auk hins uppvaxandi ,,krata? Halldórs Jónssonar, sem boðað hefur úrsögn sína úr Sjálfstæðisflokknum, og fylgismanna hans bjóða fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstri grænir og Frjálslyndir og óháðir. Spurningin vaknar um það hvort línur í stjórnmálum Ísafjarðarbæjar hafi skýrst nokkuð enn? Svarið liggur ekki á lausu.

Hin áratuga gömlu framboð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka þekkja flestir sem komnir eru til vits og ára. Samfylkingin byggir að mestu á gömlum grunni. Hann er fenginn frá Alþýðuflokki og að nokkru frá Alþýðubandalagi, áður sósíalistum og enn fyrr kommúnistum. Vinstri grænir virðast eins konar þjóðernisflokkur, sem ef til vill er of gróft að kalla þjóðernisöfgamenn. En límið sem heldur þeim saman byggir að mestu á andstöðu við stóriðju og virkjanir og að örlitlu leyti á andstöðu við herinn. Þó er sú andstaða orðin nokkuð vandfundin á Íslandi almennt séð. Famsæknari stefnumið þeirra hafa að mestu fallið í skuggann af baráttunni fyrir óbreyttu hálendi. Þar með sjáum við fyrir okkur gamla fjórflokkinn sem svo var oft nefndur. Þeir tveir fyrstnefndu eru að mestu óbreyttir, en Samfylking tók við af krötum og Vinstri grænir af sósíalistum og kommúnistum.

Framsóknarflokkurinn, hann fær alltaf einn að sögn Sigurðar Sveinssonar frá Góustöðum eins og Gísli Hjartason hefur rifjað upp í 4. hefti Vestfirskra þjóðsagna. Spurningin nú snýr að áhrifum framboðs Vinstri grænna á fylgi Samfylkingar og Nýs afls Halldórs og fyrrverandi kratanna á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Að auki kynni það að hafa áhrif ef Frjálslyndi flokkurinn næði áhrifum. Þar stýrir hins vegar fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokks, Magnús Reynir Guðmundsson. Vinstri grænum og frjálslyndum er ekki spáð miklu fylgi nú. Þó kynnu þeir síðarnefndu að eiga meiri möguleika. Sprengiframboð Halldórs og kratanna kynni að sækja fylgi, einkum til ungs fólks samanber Fönklistann, sællar minningar og skerða kosti frjálslyndra um leið. Framsókn gæti farið bresku leiðina og borið fram borgarstjóraefni í mannapabúningi án skaða. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sá er allir sækja að. Kjarni málsins er sá að pólitískar línur eru enn óskýrar og enginn veit hvað bíður.


bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli