Frétt

bb.is | 03.05.2002 | 17:39Halldór Jónsson í fyrsta sæti Nýs afls, bæjarmálafélags

Tveir efstu menn á framboðslista Nýs afls, bæjarmálafélags í Ísafjarðarbæ, Gylfi Þ. Gíslason og Halldór Jónsson.
Tveir efstu menn á framboðslista Nýs afls, bæjarmálafélags í Ísafjarðarbæ, Gylfi Þ. Gíslason og Halldór Jónsson.
Nýtt afl, bæjarmálafélag Halldórs Jónssonar fiskverkanda á Ísafirði og fleiri aðila, kynnti í dag framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosninga auk helstu áhersluatriða félagsins og listabókstaf þess, sem er A. Efsta sæti listans skipar Halldór Jónsson og í öðru sæti er Gylfi Þór Gíslason, lögreglumaður. Ingibjörg Snorradóttir, skrifstofumaður er í því þriðja og Gróa Stefánsdóttir, fulltrúi situr í fjórða sæti A-lista Nýs afls.
Í næstu sætum koma eftirtaldir einstaklingar: Albert Haraldsson yfirverkstjóri, Eyrún Eggertsdóttir flugnemi, Eiríkur Jóhannson verkstjóri, Jóhanna Fylkisdóttir hársnyrtinemi, Hermann Óskarsson rafvirki, Þóra Baldursdóttir húsmóðir, menntaskólakennari, Haraldur Konráðsson skipstjóri, Jóhann Bæring Pálmason stálsmíðanemi, Smári Helgason framreiðslumaður, Sigurveig Bj. Harðardóttir fulltrúi, Friðgerður Ómarsdóttir menntaskólakennari, Guðmundur Hrafnsson verkstjóri, Rögnvaldur Ólafsson bifreiðastjóri og heiðurssætið skipar Grétar Þórðarson aðstoðarforstöðumaður Hlífar, íbúða aldraðra á Ísafirði.

Á blaðamannafundinum voru einnig kynnt til helstu áherslumál félagsins en stefnuskrá mun liggja fyrir fljótlega. Meðal helstu áhersluatriða félagsins eru að rekstur bæjarins verði endurskoðaður og skuldasöfnun stöðvuð, að aukin áhersla verði lögð á að nýjar stöður sem ríkið skapi, verði á landsbyggðinni, að bætt verði fyrir þann álitshnekk er bæjarfélagið hlaut vegna undirbúnings landsmóts UMFÍ og að vakin verði upp skipulögð umræða meðal íbúa um hagsmuni bæjarfélagsins, m.a. með skipulögðum samskiptum við hagsmunafélög íbúa.

Á fundinum tilkynnti Halldór einnig að hann hyggðist segja sig úr Sjálfstæðisflokknum og Gylfi Þór Gíslason tók í sama streng og sagði að úrsögn sín úr Samfylkingunni væri á döfinni. „Pólitísk ládeyða í bæjarfélaginu er algjör og okkur sýnist að flestir listarnir vilji komast í gegnum kosningar án þess að þurfa að segja nokkurn skapaðan hlut, heldur ætli að reyna að þegja sér leið í embætti. Það er aðeins tæpur mánuður til kosninga og ekki einn einasti flokkur hefur kynnt stefnuskrá til sögunnar, og það þrátt fyrir að fyrsti framboðslistinn hafi verið kynntur í febrúar. Ástandið er orðið vægast sagt furðulegt þegar sami aðilinn sér um útgáfu flokksmálgagna tveggja flokka í sömu kosningum,“ sagði Halldór á fundinum og hvatti bæjarbúa til þess að kynna sér stefnuskrá flokksins þegar hún verður opinberuð á næstunni, ásamt kosningaskrifstofu hans og vefsíðu.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli