Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 29.01.15 | 14:50 Ræða við fleiri félög

Mynd með frétt Stefnt er að víðtækri sameiningu íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum líkt og greint hefur verið frá hér í BB. Fulltrúar frá Boltafélagi Ísafjarðar, Blakfélaginu Skelli og Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar hófu vinnu við sameininguna og undir lok síðasta árs samþykktu félagsfundir félaganna þriggja að ...
Meira

bb.is | 29.01.15 | 13:01Refir í stað rjúpna

Mynd með frétt„Vorið 1994 hóf ríkisvaldið refarækt á Hornströndum og fljótlega eftir það, venjulega um veturnætur, hvolfdist ófögnuðurinn yfir okkur og refaslóðir flúruðu allar hlíðar, þegar sporrækt var. Tilgangslaust varð að ganga lengur til rjúpna, enda slíkt orðið úr takt við heilbrigða skynsemi ...
Meira

bb.is | 29.01.15 | 10:54En alltaf blundaði í mér að geta saumað föt ...

Mynd með fréttKjartan Ágúst Pálsson varð fyrir nokkrum árum fyrsti karlmaðurinn í hálfa öld til að útskrifast með sveinsbréf í kjólasaumi frá Tækniskólanum. Hann bætti um betur og lauk klæðskeranámi úr sama skóla ásamt því að ljúka meistaraskólanum í kjólnum veturinn 2012 og ...
Meira

bb.is | 29.01.15 | 09:23Vildi flytja vestur eftir fyrstu heimsóknina

Mynd með frétt„Ég hef alltaf verið með kvikasilfur í blóðinu og þurft reglulega að flytja mig um sess og prófa eitthvað nýtt. Langar alltaf að sjá og upplifa eitthvað meira. En eftir að ég flutti hingað vestur hef ég fundið að hérna vil ...
Meira

bb.is | 29.01.15 | 07:49Nær helmingur nemenda stundar nær aldrei íþróttir

Mynd með fréttHlutfall þeirra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla sem hreyfa sig mikið hefur aukist hér á landi undanfarin ár en að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem hreyfa sig lítið eða ekki neitt einnig aukist. Þetta kemur fram í skýrslunni Ungt fólk ...
Meira

bb.is | 28.01.15 | 16:47Semja um rekstur Eyrar innan tíðar

Mynd með fréttEngar formlegar viðræður hafa átt sér stað við velferðarráðuneytið að undanförnu um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði. Í svari Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, við fyrirspurn frá Daníel Jakobssyni og Kristínu Hálfdánsdóttur, bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, segir að Ísafjarðarbær og ráðuneytið hafi átt ...
Meira

bb.is | 28.01.15 | 14:51Ábyrgðarleysi hjá atvinnurekendum

Mynd með fréttTrúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga kom saman til fundar í gærkvöldi til að fara yfir viðbrögð Samtaka atvinnulífsins (SA) við kröfugerð verkafólks í Starfsgreinasambandi Íslands. Fundarmenn voru sammála um að næsta skref í stöðunni væri að vísa deilunni til sáttasemjara þar sem SA ...
Meira

bb.is | 28.01.15 | 13:02„Vilja útrýma okkur út af vali á stjórnmálaflokki“

Mynd með frétt„Það er ótrúlegt að þurfa dag eftir dag að hreinsa sig af ásökunum um stuðning við mismunun og öfgahópa. Og það frá fólki sem flokkar sig sem málefnalegt, umburðalynt og fordæmir mismunun,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, í ...
Meira

bb.is | 28.01.15 | 10:53Tæplega 7000 manns á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ lok fjórða ársfjórðungs síðasta árs bjuggu 329.040 manns á Íslandi, 165.150 karlar og 163.890 konur. Landsmönnum fjölgaði um 870 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 211.230 manns en 117.820 utan höfuðborgarsvæðis. Í Bolungarvík bjuggu 920 manns, 3620 í Ísafjarðarbæ, 270 í ...
Meira

bb.is | 28.01.15 | 09:22Mikil gleði ríkir á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttStarfsfólk Melrakkasetursins í Súðavík situr sveitt við að fara yfir umsóknir frá sjálfboðaliðum sem sækjast eftir að starfa á setrinu og Hornströndum í sumar. Á hverju ári kemur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum víðs vegar að úr heiminum, en flestir koma þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli