Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 26.07.16 | 09:50 Albertína ráðin framkvæmdastjóri EIM

Mynd með frétt Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri EIM. Albertína er landfræðingur og félagsfræðingur að mennt og hefur starfað sem verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ undanfarin ár. Þá hefur hún einnig starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 07:50Telja að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar vegna aukinnar framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal en með umsagnarbeiðninni fylgdi greinagerð sem unnin var af Verkís verkfræðistofu undir lok júní. Í bókun ráðsins frá fundi þess í dag segir að ágætlega ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 16:49Vestri vann – Hörður tapaði

Mynd með fréttVestri vann leik sinn í 2. deild Íslandsmóts karla gegn Fjallabygð á Ólafsfirði á laugardag. Hörður hinsvegar tapaði leik sínum í 4. deildinni á Torfnesvelli á Ísafirði. Með sigrinum komst Vestri í 5. sæti deildarinnar. Sigurinn var naumur og úrslit ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 15:49Bandmenn slógu í gegn á Tálknafjöri

Mynd með frétt„Þetta gekk rosalega vel, mjög góð stemning og alveg passlegt af fólki. Veðrið var gott líka, rigndi aðeins en hlýtt allan tímann og um leið og grillið hófst á laugardeginum hætti að rigna,“ segir Helga Kristín Tryggvadóttir einn af skipuleggjendum bæjarhátíðarinnar ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 14:50Búskap hætt á þremur jörðum í Árneshreppi

Mynd með fréttJörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík í Árneshreppi er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola. „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 13:24Vestfirðingar sigruðu Urriðavatnssundið

Mynd með fréttÁrlegt Urriðavatnssund á Fljótsdalshéraði fór fram á laugardag en þar höfðu Vestfirðingar vinninginn bæði í karla- og kvennaflokki. Svavar Þór Guðmundsson lenti fyrsta sætinu í karlaflokki og Katrín Pálsdóttir í kvennaflokki en hún er ein af hinum fræknu íþróttakonum að vestan ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 11:49Starfmenn vinna lengur í Örnu til að anna eftirspurn

Mynd með fréttHálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík, segir í samtali við Vísi söluna hafa áttfaldast frá hefur áttfaldast frá byrjun júlímánaðar þegar Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna nærri hálfan milljarð króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hálfdán segir fyrir þurfa að bæta við ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 09:52Ólöglegt að reka efnahagslega starfsemi með sjálfboðaliðum

Mynd með fréttÓlaunuðum starfsmönnum hvort sem þeir kallast sjálfboðaliðar eða starfsnemar hefur fjölgað hratt síðustu misseri í íslensku atvinnulífi. Mest ber á slíku í ferðaþjónustu, landbúnaði og við barnagæslu og heimilisaðstoð. Ásókn erlendra ungmenna í sjálfboðaliðastörf hér á landi er einn fylgifiskur þess ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 09:01Undirbúa tillögur um verndarsvæði í Flatey

Mynd með fréttSveitarstjórn Reykhólahrepps hefur fullan áhuga á að sækja um styrk til Minjastofnunar til þess að undirbúa tillögur um verndarsvæði í byggð vegna þorpsins í Flatey. Minjastofnun auglýsti nýverið eftir umsóknum um styrki þess efnis. Heimilt er að sækja um styrki vegna kostnaðar ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 07:49Vara við tínslu skeltegunda

Mynd með fréttMatvælastofnun sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að stofnunin vari við tínslu á krækling (bláskel) og annarra skeltegunda við landið. „Alexandrium og Dinophysis þörungar hafa greinst undanfarið í sjósýnum sem hafa verið tekin í Hvalfirði, Breiðafirði, Mjóafirði og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli