Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 28.07.14 | 16:46 Í sumum tilfellum er haft í hótunum við starfsfólk

Mynd með frétt Nokkuð algengt er að starfsfólk á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem ráðið er til starfa í ferðaþjónustu og á veitingastöðum sé boðin vinna á „jafnaðarkaupi“, að því er fram kemur í pistli á vefsíðu félagsins. „Jafnaðarkaup er ekki til samkvæmt kjarasamningum og ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 14:47Fruntalegt þegar ekki er haft nægilega gott samráð

Mynd með frétt„Að vissu leyti finnst manni það auðvitað fruntalegt þegar ekki er haft nægilega gott samráð því í þessu eins og öðru að ákvarðanir verða því betri eftir því sem víðtækara samráð er haft,“ sagði Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í fréttum ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 13:01Vel heppnuð Drusluganga á Ísafirði

Mynd með fréttRíflega sextíu manns tóku þátt í Druslugöngu á Ísafirði á laugardag en markmið hennar var meðal annars að uppræta fordóma í garð þeirra sem beittir eru kynferðisofbeldi og endurspeglast í áherslunni sem lögð er á klæðaburð þeirra, ástand og atferli. Fólk ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 10:55Metnaðarfyllsta „spilerí“ sem sést hefur á mýrarboltanum

Mynd með fréttDansleikjadagskráin í tengslum við Evrópumeistaramótið í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði um næstu helgi er metnaðarfyllsta „spilerí“ dagskrá sem sést hefur á mýrarboltanum að sögn Sigurðar Arnfjörð, framkvæmdastjóra og annar eigenda Edinborg Bístró-Bar. Hann og Guðmundur Helgason, bróðir hans, sjá ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 09:24Samstarfið skilar góðum árangri

Mynd með fréttLandhelgisgæslan og Fiskistofa fóru í sameiginlegt fiskveiðieftirlit á grunnslóð, eins og tíðkast hefur undanfarin ár, dagana 18.-26. júní og 7.-17. júlí. Farið var um Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfjarðamið, Húnaflóa og Skagafjörð að þessu sinni. Farið var á slöngubátnum Leiftri og fóru eftirlitsmenn ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 07:42Átak gegn neikvæðri hegðun áhorfenda

Mynd með fréttKnattspyrnusamband Íslands kynnti í síðustu viku nýtt verkefni sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum barna. Átakið ber heitið „Ekki tapa þér“ miðast er að því að útrýma neikvæðri hegðun áhorfenda, ekki síst foreldra, ...
Meira

bb.is | 27.07.14 | 10:40Sturluhátíð í Tjarnarlundi í Saurbæ

Mynd með fréttSturluhátíð verður haldin í dag í Tjarnarlundi í Saurbæ í tilefni þess að 800 ár eru liðin frá fæðingu sagnaritarans mikla Sturlu Þórðarsonar. Það er Dalabyggð sem stendur að hátíðinni en þess má geta verið er að vinna þróunarverkefni um Sturlu ...
Meira

bb.is | 27.07.14 | 09:17Minni aflabrögð á Vestfjörðum

Mynd með fréttHeildarafli vestfirskra skipa var 8,5% minni í júní í ár en í sama mánuði í fyrra, skv. bráðabirgðatölum frá Fiskistofu. Heildaraflinn var mestur á Ísafirði eða 2.092.134 kg. Á sama tímabili í fyrra var heildaraflinni 1.808.797 kg. Í Bolungarvík var heildaraflinni ...
Meira

bb.is | 26.07.14 | 10:44Lífaldur á vinnumarkaði að meðaltali hár

Mynd með fréttSamkvæmt stöðugreiningu Byggðastofnunar vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða frá desember 2012 hefur Vestfirðingum í öllum aldurhópum undir fimmtugu fækkað frá 1998 og aldurshóparnir yfir fimmtugu hafa stækkað. „Þetta virðist vera sambærileg tilhneiging og gætir í öðrum landshlutum, nema á áhrifasvæði höfuðborgarinnar, að hinn ...
Meira

bb.is | 26.07.14 | 09:20Fjörið heldur áfram

Mynd með fréttBæjarhátíð Tálknfirðinga, Tálknafjör, heldur áfram í dag. hátíðin hófst í gær með Sextíu sekúndur í sigur eða Minute to Win it leik, brennu, bollasúpu og spurningakeppni sem haldin var á Hópinu. Snerust allar spurningarnar um Tálknafjörð, fólkið í firðinum, sögu fjarðarins ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli