Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 02.10.15 | 16:47 Samskiptamiðstöðin Skjól opnuð á Ísafirði

Mynd með frétt Sólstafir Vestfjarða, Fjölskyldumiðstöðin á Ísafirði og sálfræðingurinn Katrín Sif Þór hafa í sameiningu opnað Samskiptamiðstöðina Skjól á annarri hæðinni að Aðalstræti 24 á Ísafirði. Þar verður í boði fjölþætt ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta. Guðlaug M. Júlíusdóttir mun eins og áður starfa fyrir ...
Meira

bb.is | 02.10.15 | 14:50Hækkanir á gjaldskrám til meðferðar

Mynd með fréttÁ fundum nefnda Ísafjarðarbæjar um þessar mundir eru teknar fyrir tillögur bæjarráðs, sem leggur til að gjaldskrár hækki almennt um 4,3% árið 2016 eins og nýjasta áætlun Seðlabankans um verðbólgu gerir ráð fyrir. Gangi hækkanirnar eftir verða þær á öllum sviðum ...
Meira

bb.is | 02.10.15 | 12:59Vestfirðingar taka vel í bleikan október

Mynd með fréttBleikur október er hafinn og eins og alþjóð veit er hann helgaður baráttunni gegn krabbameinum í konum. „Að þessu sinni er sérstaklega vakin athygli á ristilkrabbameini enda hefur Krabbameinsfélag Íslands í ár unnið ötullega að því í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld að ...
Meira

bb.is | 02.10.15 | 10:31Verkstjóri og rekstrarstjóri reknir

Mynd með frétt„Við vorum rekin í gær, konan mín og ég,“ sagði Hafþór Guðmundsson nú fyrrverandi verkstjóri á Þingeyri í samtali við bb.is í gær. Hann var um árabil verkstjóri hjá Vísi hf. og síðan Íslensku sjávarfangi ehf. eftir að það fyrirtæki tók ...
Meira

bb.is | 02.10.15 | 09:24Snappar sér og öðrum til ánægju

Mynd með fréttSúgfirðingnum Kolbrúnu Elmu Schmidt er margt til lista lagt. Vestfirðingar hafa fengið að njóta nokkurra sköpunarverka hennar, eins og eyrnalokkanna Fjöru og líka taupoka sem hún saumar með mynd af gömlu sundlauginni á Suðureyri. Í sumar var hún með innsetningu á ...
Meira

bb.is | 02.10.15 | 07:50Skattalagabrotsmáli vísað til Hæstaréttar

Mynd með fréttDómi Héraðsdóms Vestfjarða í máli vegna stórfellds skattalagabrots athafnamanns á Ísafirði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Það er ríkissaksóknari sem áfrýjar dóminum. Samkvæmt upplýsingum frá Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara þótti refsing héraðsdóms vera of væg, en þar var maðurinn dæmdur til ...
Meira

bb.is | 01.10.15 | 16:47Ósátt við rannsóknina á sjóslysinu

Mynd með fréttSkipverjar á dragnótabátnum Jóni Hákoni BA og aðstandendur þeirra furða sig á vinnubrögðum við rannsókn á slysinu þegar báturinn fórst. Þeir undrast hvers vegna báturinn hafi ekki verið sóttur, enda sé það hægt, óttast að falla á tíma og sönnunargögn séu ...
Meira

bb.is | 01.10.15 | 14:50Ánægja með Vegagerðina minnkar heldur

Mynd með fréttÍ sumarkönnun Maskínu fyrir Vegagerðina varðandi þjóðvegi landsins kemur í ljós að færri eru jákvæðir en í fyrri könnunum og gildir það einnig um flesta aðra þætti. Leiða má líkur að því að minna viðhald og erfiður vetur þar sem vegir ...
Meira

bb.is | 01.10.15 | 12:59Ingibjörg meðal sterkustu kvenna Íslands

Mynd með fréttUm síðustu helgi fór fram í Þorlákshöfn keppni um sterkustu konu Íslands. Alls mættu 14 konur til keppni og er það ein mesta þátttaka sem verið hefur á mótinu frá upphafi. Ingibjörg Óladóttir einka- og kraftlyftingaþjálfari á Ísafirði keppti á mótinu, ...
Meira

bb.is | 01.10.15 | 09:58Stefnuleysi í atvinnumálum í Bolungarvík?

Mynd með fréttÁ fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar sem fram fór á þriðjudag var gerð bókun minnihluta MMM (Máttur meyja og manna) með tillögu um að skipuð yrði sérstök atvinnumálanefnd í Bolungarvík. Í greinargerð sem fylgdi bókuninni kemur fram að mikil áföll hafi dunið yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli