Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 17.04.15 | 16:45 Metróður hjá Brimnesi BA

Mynd með frétt Það eru ekki bara krókaaflamarksbátarnir í Bolungavík og á Suðureyri sem hafa verið að gera góða veiði í steinbít upp á síðkastið. Brimnes BA, línubátur Odda hf. á Patreksfirði, kom til heimahafnar á miðvikudag. Aflabrögðin voru ekki af verri endanum, eða ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 14:51Mokveiði í Arnarfirði

Mynd með fréttFádæma rækjuveiði hefur verið í Arnarfirði að undanförnu. Andri BA er eini báturinn sem eftir er á veiðum og gerði hann einn besta rækjuróður sem sögur fara af í Arnarfirði. „Við fengum tæp 10 tonn í gær og sprengdum pokann og ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 13:01Rætt um aukna starfsemi á Ísafirði

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, funduðu í gær með Eyþóri Björnssyni fiskistofustjóra þar sem rætt var um horfurnar á mönnum útibús Fiskistofu í Ísafjarðarbæ. Á fundinum lögðu fulltrúar Ísafjarðarbæjar fram ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 10:59Tilbúinn að skoða sölu á byggðakvóta

Mynd með fréttSigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir eðlilegt og sjálfsagt að skoðað verði hvort heppilegra sé að selja byggðakvóta og nýta fjármuni í uppbyggingu á viðkomandi svæði. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Erni Ágústssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 09:29Vegbætur á Örlygshafnarvegi

Mynd með fréttVegagerðin fyrirhugar að endurbæta um 8,4 kílómetra langan vegarkafla á Örlygshafnarvegi við sunnanverðan Patreksfjörð. Fyrirhugað er að endurbyggja, lagfæra og leggja bundið slitlag á núverandi veg milli Skápadalsár og Patreksfjarðarflugvallar. Framkvæmdinni verður áfangaskipt og er stefnt að útboði fyrsta áfanga í ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 07:55Slátruðu tugþúsundum laxa eftir óveður

Mynd með frétt„Þetta voru tugir þúsunda fiska og tjón upp á par hundrað milljónir,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Fjarðalax í samtali við Fréttablaðið, um tjón á stórri sjókví við Hlaðseyri í Patreksfirði í janúar í fyrra. Greint er frá atvikinu í ársskýrslu ...
Meira

bb.is | 16.04.15 | 16:46Styttist í afhendingu og enn ósamið um rekstur

Mynd með fréttEnn er ósamið um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur þó fulla trú á að samningar náist við ríkið. Hann átti í viðræðum í heilbrigðisráðuneytinu fyrir páska. „Miðað við það sem við höfum rætt við ráðuneytið ...
Meira

bb.is | 16.04.15 | 14:52Bolvískir bátar með metafla í gær

Mynd með fréttBolvísku línubátarnir Einar Hálfdáns ÍS og Hálfdán Einarsson ÍS komu að landi í Bolungarvík í gær með fullfermi af steinbít eftir veiðar í Víkurál. Afli Einars Hálfdáns ÍS var 20,1 tonn og afli Hálfdáns Einarssonar ÍS var 31,7 tonn. Aflinn hjá ...
Meira

bb.is | 16.04.15 | 13:02Fleiri ferðamenn vestur í sumar

Mynd með fréttFerðamannavertíðin er handan við hornið og segir Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði, að útlitið fyrir sumarið sé gott. „Að svo stöddu er góð aukning í sölu á ferðum milli ára og ekki hægt annað en að vera jákvæður gagnvart sumarvertíðinni. ...
Meira

bb.is | 16.04.15 | 10:59Fagna 80 ára afmæli með opnu húsi

Mynd með fréttSlysavarnadeild Hnífsdals varð 80 ára 30. mars á síðasta ári. Til að minnast þessara tímamóta verður opið hús frá kl. 14-17 á laugardag í húsnæði félagsins að Strandgötu 7 í Hnífsdal. Það var föstudaginn 30. mars 1934 sem haldinn var almennur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli