Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 23.09.14 | 09:11 Stjórn FV: Óásættanlegt að tefja málið

Mynd með frétt Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga beinir því til stjórnvalda að ljúka án frekari tafa undirbúningi og ákvarðanatöku svo hægt sé að hefja lagningu nýs láglendisvegar um Gufudalssveit (Vestfjarðavegur 60). Stjórn Fjórðungssambandsins telur í þeim efnum algjörlega óásættanlegt að tefja málið með því að ...
Meira

bb.is | 23.09.14 | 07:40Nýr byggðarannsóknasjóður stofnaður

Mynd með fréttSigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, ávarpaði Byggðaráðstefnu Íslands 2014 sem haldin var á Patreksfirði 19. og 20. september. Á ráðstefnunni kynnti Sigurður Ingi sérstakan byggðarannsóknasjóð, sem verður settur á laggirnar. Sjóðurinn mun hafa til ráðstöfunar allt að 10 milljónum króna á ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 16:51Vill svör varðandi íbúðakaup bæjarins

Mynd með frétt„Við viljum fá allt þetta ferli upp á borð. Við sem erum að koma nýjar inn í bæjarstjórn viljum bara fá að vita hvernig að þessu var staðið,“ segir Soffía Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi Máttar meyja og manna í Bolungarvík. Hún lagði fram ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 14:48Heilsumiðuð þjónusta í tengslum við þarann

Mynd með frétt„Jákvæð viðbrögð viðskiptavina sem sumir koma aftur og aftur hvetja okkur áfram,“ segir Kristín Ingibjörg Tómasdóttir á Reykhólum, en hún stendur að Sjávarsmiðjunni með foreldrum sínum og fjölskyldu. Þar hefur verið boðið upp á þaraböð í bráðabirgðaaðstöðu frá árinu 2011 en ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 13:01Garðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík vígðir

Mynd með fréttSnjóflóðavarnargarðarnir í Bolungarvík voru vígðir á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra vígði þá og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sóknarprestur í Bolungarvík gaf þeim nöfnin Vörður og Vaki, en rafrænar kosningar fóru fram um nöfn þeirra í fyrrasumar. Guðbjörg Stefanía ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 10:54Handviss um að þetta bæti bæði geð og heilsu

Mynd með fréttSjósund hefur verið ákaflega vinsælt á Íslandi síðustu ár og þar er Ísafjörður ekki undanskilinn. Þar er starfrækt Sjósundfélagið Bleikjurnar, sem er eingöngu skipað konum. Formaður félagsins, Ingibjörg Ólafsdóttir de Florian, byrjaði að synda í sjónum einn fagran vordag inni í ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 09:23Jurtakremið og jurtaolían hennar Rannveigar

Mynd með fréttÁ Patreksfirði býr hún Rannveig Haraldsdóttir grunnskólakennari, sem margir þekkja til vegna þess að hún er konan á bak við Jurtakremið og Jurtaolíuna. Það voru fyrstu íslensku jurtasmyrslin sem fóru á markað hérlendis. Rannveig byrjaði að sjóða saman jurtir árið 1985 ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 07:41SúgFiðringur á Súganda

Mynd með fréttHinn fjörugi VestFiðringur tekur flugið í Súgandafjörð á morgun og lendir í Félagsheimilinu á Suðureyri. „Það verður boðið verður upp á skötu og súgfirðing á þessum hressandi skemmtifundi um menningu, sögu og sérkenni fjarðar og fólks. Við erum heppin með það ...
Meira

bb.is | 21.09.14 | 10:39Framkvæmt að Dynjanda

Mynd með fréttFyrirhugaðar eru framkvæmdir á vegum Umhverfisstofnunar að Dynjanda í Arnarfirði til að tryggja verndun náttúruvættisins. Dynjandi er ein fjölsóttasta náttúruperla á Vestfjörðum. Náttúruvættið er eitt af þeim svæðum sem stofnunin telur að sé undir töluverðu álagi og þurfi að bregðast við ...
Meira

bb.is | 21.09.14 | 09:16Þrennir tvíburar í Bíldudalsskóla

Mynd með fréttGrunnskólinn á Bíldudal hefur þá sérstöðu að í honum eru nú þrennir tvíburar. Það eru þeir Tristan Elí og Patrekur Sölvi Hjaltasynir, Þorkel og Þóroddur Víkingssynir og systkinin Jóna Krista og Svanur Þór. Nanna Sjöfn Pétursdóttir skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar segir að ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli