Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 22.08.14 | 09:31 Bláberjadagarnir eru endahnútur sumarsins

Mynd með frétt „Eitt af því sem við erum hvað stoltust af hér í Súðavík er að halda Bláberjadaga. Við gefum bæjarbúum og brottfluttum Súðvíkingum og nágrönnum okkar á Ísafirði og í Bolungarvík og víðar tækifæri til að gleðjast saman og hnýta endahnút sumarsins ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 07:52Ný matsáætlun um Teigsskóg við Þorskafjörð

Mynd með fréttVegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi nr. 60 milli Bjarkalundar og Melaness. Ný veglína um Teigsskóg er í matsáætluninni, en fyrri veglínu var hafnað í umhverfismati. Nýja veglínan sem er kölluð lína Þ-H (sjá mynd) er ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 16:44Nóg pláss fyrir ferðamenn á Vestfjörðum

Mynd með fréttÞeirri spurningu var kastað fram í útvarpsþættinum Sjónmáli á Rás 1 í gær hvort á Vestfjörðum séu síðustu ósnortnu óbyggðirnar þar sem ferðamenn geta upplifað náttúruna í friði og ró. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi á síðustu árum. Um ein ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 14:51Forgangsröðun umhverfismats einkennileg

Mynd með fréttJóhann G. Bergþórsson verkfræðingur gagnrýnir í grein í Morgunblaðinu í dag þá forgangsröðun sem kom fram í dómi Hæstaréttar þegar rétturinn hafnaði umhverfismati vegagerðar um Teigsskóg í Þorskafirði. „Áður hef ég [...] bent á að vegagerð um Teigsskóg var hafnað í ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 13:01Búinn að selja mestallan bolfiskkvótann

Mynd með fréttJón Guðbjartsson útgerðarmaður á Ísafirði er búinn að selja 500 tonn af bolfiskkvóta sem var í eigu fyrirtækja hans. Jón er hættur í útgerð og ætlar að selja skip fyrirtækjanna. „Ég seldi ekkert af rækjukvótanum, hvorki í innfjarðarækjunni eða úthafsrækjunni, og ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 10:02Tónlistarferillinn þróaðist á hundavaði

Mynd með fréttSkúli Þórðarson, öllu þekktari sem tónlistarmaðurinn Skúli mennski, er líka kunnur fyrir að selja bæjarins (eða landsins eða heimsins) beztu (með zetu) og frægustu pylsur. Hann er fæddur í Reykjavík og eyddi fyrstu ævimánuðunum vestur á Melum áður en að fjölskyldan ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 07:41Umhverfis djúpan fjörð á Gamla sjúkrahúsinu

Mynd með fréttGuðbjörg Lind Jónsdóttir og Hjörtur Marteinsson opna sýninguna Umhverfis djúpan fjörð í Listasafni Ísafjarðar í Gamla sjúkrahúsinu á morgun kl. 16. Þar leiða þau gesti í ferðalag um kunnar jafnt sem ókunnar slóðir. Viðfangsefni sýningarinnar er landið og breytilegar birtingarmyndir þess ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 16:49Busavígslur eru ofbeldi, segir skólameistari

Mynd með fréttBusavígslur í framhaldsskólum hafa sætt stöðugt meiri gagnrýni ár frá ári. í Fréttablaðinu í dag segir Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands, að hann vilji að hinar hefðbundnu busavígslur leggist af. Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að stjórnendur ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 14:47Kynþroski eldislaxins alvarlegastur

Mynd með fréttAlvarlegast við eldislaxinn sem slapp úr kvíum Fjarðalax í Patreksfirði er að samkvæmt rannsókn Veiðimálastofnunar sýndu laxarnir sem voru rannsakaðir merki þess að þeir væru kynþroska og gætu því hrygnt og blandast villtum stofnum. Engar laxveiðiár eru í Patreksfirði. Laxarnir sluppu ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 13:04Skólaball með Trap í Krúsinni

Mynd með fréttSkólahljómsveitin Trap spilar á balli í Krúsinni á Ísafirði laugardagskvöldið 6. september. Trap var skólahljómsveit í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði veturinn 1968-69. „Þetta verður sama gamla og góða prógrammið og við vorum með þegar við vorum skólahljómsveit á Ísafirði,“ segir Rúnar Þór ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli