Frétt

bb.is | 20.08.2013 | 16:58Betri hrefnuveiði og aukin eftirspurn

Konráð Eggertsson.
Konráð Eggertsson.
„Við erum á sjó í dag og höfum séð hrefnu en ekki fengið neitt. Það er blíðskaparveður. Við erum búnir að fá þrjár hrefnur í sumar sem er meira en í fyrra, þá fengum við ekki nema eina. Við erum ekki við þetta nema svona í hjáverkum,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann veiðir margar hrefnur í sumar, það komi í ljós þegar vertíðin er búin.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þurfi að veiða yfir 50 dýr. Hann vonast til að veiddar verði rúmlega 40 hrefnur í ár. Konráð er ánægður með eftirspurnina og segir hvalaskoðunarmenn vera duglega að auglýsa fyrir sig.

hordur@bb.is

bb.is | 06.07.15 | 16:47 Hákarl veiddur á Einarsson veiðihjólið

Mynd með frétt „Nú er hávertíð hér á norðurslóðum“, segir Magnús Hávarðarson, markaðs- og sölustjóri hjá Fossadal ehf. sem hannar og framleiðir Einarsson fluguveiðihjólin á Ísafirði, en framleiðsla fyrirtækisins nýtur sívaxandi vinsælda um heim allan. „Við seljum veiðihjólin víða og salan dreifist yfir allt ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 14:51Bátadagar í glaðasólskini

Mynd með fréttBæði fólk og bátar hrepptu eins gott veður og hugsast getur í hópsiglingunni á Bátadögum á Breiðafirði á laugardag, glaðasólskin og hægviðri. Lagt var upp frá Staðarhöfn á Reykjanesi um klukkan tíu og voru fjögur nes heimsótt: Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 13:02Á þriðja þúsund manns í Víkinni

Mynd með fréttBæjarhátíðir voru haldnar víða um land um helgina í blíðskaparveðri, m.a. í Dýrafirði og í Bolungarvík þar sem árleg markaðshelgi fór fram með fjölbreyttri dagskrá. Hátíðin í Bolungarvík hófst á fimmtudag með tónleikum Björns Thoroddsen og síðan tók við hver viðburðurinn ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 10:35Himinlifandi leikskólabörn

Mynd með fréttBörnin á leikskólunum Sólborg, Eyrarsól og Eyrarskjóli á Ísafirði fengu á föstudag að fara í skoðunarferð um borð í skemmtiferðaskipið AIDALuna sem lá við bryggju á Ísafirði. Það var hafnarstjórinn á Ísafirði, Guðmundur M. Kristjánsson, sem hafði milligöngu um heimsóknina. „Þetta ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 09:28Koma fyrr með ferðamenn

Mynd með fréttFerðamönnum á Hornströndum fjölgar ár frá ári. Bókanir í siglingar til friðlandsins eru með meira móti í ár. Jón Smári Jónsson, sem tók við umsjón friðlandsins í apríl segir að ferðaþjónustuaðilar séu farnir að sigla með einstaklinga og gönguhópa til friðlandsins ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 07:59Fjöldi atvinnulausra svipaður

Mynd með fréttSjötíu og einn einstaklingur er skráður atvinnulaus á Vestfjörðum að sögn Guðrúnar Stellu Gissurardóttir, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. Þar af eru 59 atvinnulausir en tólf eru að leita sér að atvinnu. Svipað hlutfall er á milli kynja, 34 konur og 37 karlar ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 16:46Verkfall hefur ekki áhrif á Ísafirði

Mynd með fréttHafnsögumenn, sem starfa ekki hjá Faxaflóahöfnum, eru farnir að undirbúa aðgerðir til að þrýsta á betri kjör. Ekki er komin nákvæm dagsetning á aðgerðirnar en rætt hefur verið um að hefja þær 1. ágúst næstkomandi. Illa gengur í viðræðum hafnsögumanna við ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 14:50Fyrstu 40 kílómetrarnir að baki

Mynd með fréttÍsfirðingarnir Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason lögðu af stað í morgun hlaupandi frá Reykjavík til Akureyrar um Kjöl. Fyrsti leggurinn var frá Mosfellsbæ til Þingvalla, 40 km leið. Hlaupið gengur undir nafninu Hlaupið heim en Óskar sleit barnsskónum á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 13:01Fólkið greiðir útgjöld kirkjunnar sjálft

Mynd með frétt„Í fámennustu sóknunum duga sóknargjöldin hvergi til þess að halda uppi safnaðarstarfi eða sinna nauðsynlegu viðhaldi á kirkjubyggingum. Víða byggist þetta allt á sjálfboðnu starfi og því að fólk sem kirkjunum tengist borgar það sem þarf úr eigin vasa,“ segir séra ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 10:34Meiri kvóti til Byggðastofnunar

Mynd með fréttSigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að strandveiðiaflinn verði aukinn um 400 tonn á ári. Í tillögunni er áætlað að aflamark Byggðastofnunar verði 5.400 tonn á næsta fiskveiðiári. Á yfirstandandi fiskveiðári fara 3.400 tonn til aflamarks Byggðastofnunar. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli