Frétt

bb.is | 08.03.2013 | 16:57Vægt frost og engin úrkoma um helgina

Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
„Það verður áfram hvasst í dag og smá úrkoma en á morgun og hinn dregur úr vindi,“ segir Sibylle von Löwis veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Að sögn Sibylle munu verða 8-10 m/s austlægur vindur á morgun en seinni partinn dregur úr vindi. „Þá verður þetta 5-10 m/s í austlæg átt og þurrt. Á sunnudag verður róleg suðlæg átt og bjart. Það verður því ágæti sveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina,“ segir Sibylle.

„Það verður vægt frost yfir helgina og engin úrkoma. Smávegis él geta komið í dag en meira ætti það ekki að vera.“

gudmundur@bb.is

bb.is | 24.06.16 | 16:50 Ætla að fríska upp á mýrarboltann

Mynd með frétt Evrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið á sínum stað á Ísafirði á verslunarmannahelginni 2016. Drullusokkur mótsins í ár er Thelma Rut Jóhannsdóttir en í 13 ára sögu þessa skemmtilega viðburðar hefur kvenmaður aldrei verið Drullusokkur. Það þótti stjórn mýrarboltafélagsins sér til skammar. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 14:50Ábúendum fækkar í Trékyllisvík

Mynd með fréttÁ Bæ í Trékyllisvík í Strandasýslu bendir margt til að búskapur leggist niður, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Ábúendur, Pálína Hjaltadóttir og eiginmaður hennar Gunnar Guðjónsson, hyggjast bregða búi og flytja í haust og jörðin er komin á sölu. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 13:21Arnarlax ræður Þorstein Másson

Mynd með fréttLaxeldisfyrirtækið Arnarlax hefur ráðir Þorsteinn Másson sjómann í Bolungarvík í starf útibússtjóra fyrirtækisins en viðræður milli Bolungarvíkurkaupstaðar og Arnarlax hafa farið fram um nokkurt skeið. „Þetta er fyrsta sýnilega skrefið í því ferli að setja upp starfsstöð í Bolungarvík en ætlunin ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 10:30Kjörfundir í umdæmi sýslumanns

Mynd með fréttKjörfundir vegna kosninga til embættis Forseta Íslands fara fram á morgun, laugardaginn 25 júní. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur kl. 9 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 22 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 09:48Fengu kvartmilljón í umhverfisstyrk

Mynd með fréttTvö vestfirsk verkefni hlutu 250.000 króna umhverfisstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans á þriðjudag, að því er fram kemur á vef bankans. Samtökin SEEDS fengu styrk sem veittur er til hreinsunar á strandlengjunni á austanverðum Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög og landeigendur. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 07:41Ferðablaðið Vestfirðir komið á flug

Mynd með fréttEnn á ný kemur Vestfirðir út, veglegt ferðablað um okkar fallega Vestfjarðarkjálka. Í blaðinu kennir að venju ýmissa grasa og textinn ýmist á íslensku, ensku eða þýsku. Kort yfir kirkjur á Vestfjörðum og myndir af nokkrum þeirra, sögur af uppáhaldsstöðum ...
Meira

bb.is | 23.06.16 | 16:44Daníel Bjarmi fær heyrn

Mynd með fréttDaníel Bjarmi er 11 mánaða drengur frá Bolungarvík, sonur Kristínar Guðnýjar Sigurðardóttur og Guðmundar Hjalta Sigurðssonar. Hann fæddist með verulega heyrnarskerðingu en heilbrigður að öðru leyti. Eftir langt og strangt ferli er hann nú með kuðungaígræðslu í báðum eyrum eftir eina ...
Meira

bb.is | 23.06.16 | 15:49Skósveinar á Flateyri um helgina

Mynd með fréttÓlafstúnsveislan sem íbúar við Ólafstún á Flateyri hafa skipulagt um árabil fyrir alla íbúa þorpsins hefur nú tekið talsverðum breytingum. Í fyrra var ákveðið að dreifa ábyrgðinni og vinnunni við götuveislu sem var orðin að bæjarhátíð, kosin var nefnd sem falið ...
Meira

bb.is | 23.06.16 | 14:14Skora á ráðherra að auka veiðiheimildir

Mynd með fréttAflabrögð strandveiðibáta hafa það sem af er vertíð verið mjög góð, segir á vef Landssambands smábátaeigenda. Að sögn LS er þorskstofninn sterkur um þessar mundir og sjómenn á einu máli um að þorskurinn sé vel haldinn, lifrarmikill og fallegur. „Veiðum ...
Meira

bb.is | 23.06.16 | 12:20Á að skella sér til Nice á leikinn?

Mynd með fréttBýrðu á Ísafirði eða í nágrenni og langar þig á leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Englendingum á EM í Nice í Frakklandi á mánudaginn? Undirritaðri, sem fylgist alla jafna ekki með knattspyrnu eða öðrum íþróttum, klæjar að minnsta kosti í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli