Frétt

bb.is | 08.03.2013 | 16:57Vægt frost og engin úrkoma um helgina

Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
„Það verður áfram hvasst í dag og smá úrkoma en á morgun og hinn dregur úr vindi,“ segir Sibylle von Löwis veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Að sögn Sibylle munu verða 8-10 m/s austlægur vindur á morgun en seinni partinn dregur úr vindi. „Þá verður þetta 5-10 m/s í austlæg átt og þurrt. Á sunnudag verður róleg suðlæg átt og bjart. Það verður því ágæti sveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina,“ segir Sibylle.

„Það verður vægt frost yfir helgina og engin úrkoma. Smávegis él geta komið í dag en meira ætti það ekki að vera.“

gudmundur@bb.is

bb.is | 03.05.16 | 09:50 Hömpuðu Íslandsmeistaratitli í blaki

Mynd með frétt Skellur varð um helgina Íslandsmeistari í 4. flokki pilta, A-liða á Íslandsmóti 4. og 5. flokks sem fram fór að Varmá í Mosfellsbæ. Það er sérlega glæsilegur árangur hjá krökkunum sem kepptu í blönduðu liði og helmingurinn af liðinu spilar í ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 07:41Flateyrarkvótinn verði aukinn

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra, með fulltingi Byggðastofnunar, að tryggja auknar aflaheimildir í verkefni Byggðastofnunar með Fiskvinnslu Flateyrar. Í áskoruninni segir að æskilegt væri að stækka samninginn í a.m.k. 500 tonn og einnig að samningurinn verði lengdur a.m.k. til ársins ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 16:50Ungu Ísfirðingarnir stóðu sig vel

Mynd með fréttUngt ísfirskt skíðagöngufólk setti svip sinn á Fossavatnsgönguna um helgina. Albert Jónsson var í sjötta sæti í 50 km göngunni og fyrstur Íslendinga í mark. „Albert var að ganga sína fyrstu 50 km göngu. Tveir bestu skíðamenn landsins [Sævar Birgisson og ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 15:53„Silfurskeiðarþjóðin og svo við hin“

Mynd með frétt„Öllum má vera ljóst að í landinu búa í raun tvær þjóðir, Silfurskeiðarþjóðin og svo við hin, almennt launafólk. Silfurskeiðarþjóðin kyrjar í sífellu sömu möntruna: Allt má sem ekki er bannað! Skiptir þá engu um siðferði, enda hefur Silfurskeiðarþjóðin sjálf ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 14:14Grátrana í Kolbeinsvik

Mynd með fréttGrátrana (Grus grus) sást í Kolbeinsvík á Ströndum í gærmorgun. Grátranan var nokkuð róleg en frekar rytjuleg, en Guðbrandur Sverrisson kom auga á hana þar. Grátrönur eru frekar stórir fuglar, háfættir og minna á gráhegra, en eru stærri. Hæð þeirra er ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 11:52Fádæma erfiðar aðstæður

Mynd með fréttMarkus Ottosson frá Svíþjóð og Justyna Kowalczyk frá Póllandi voru sigurvegar í Fossavatnsgöngunni 2016. Markus gekk 50 km á 2 tímum og 24 mínútum og Justyna fór 50 km á 2 tímum og 40 mín. Fyrstu Íslendingar í 50 km ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 10:59Auglýst eftir bæjarstjóra

Mynd með fréttBúið að er auglýsa eftir bæjarstjóra í Bolungarvík og birtist auglýsingin í Morgunblaðinu um helgina. Það hefur legið fyrir í tæpa tvo mánuði að Elías Jónatansson bæjarstjóri hættir í sumar þegar hann tekur við starfi orkubússtjóra. Bæjarfulltrúar í Bolungarvík voru ekki á ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 09:49Málþing um eldi í Djúpinu

Mynd með fréttLandssamband fiskeldisstöðva stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi þriðjudaginn 10.maí. Málþingið verður í Stjórnsýsluhúsinu og hefst kl. 16 og er það öllum opið. Fiskeldismál hafa verið í brennidepli síðustu vikur eftir að Arnarlax sótti um 10.000 tonna eldisleyfi í Jökulfjörðum. ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 07:49Samstæðan skilaði afgangi

Mynd með fréttSamstæða Ísafjarðarbæjar skilaði 34 milljóna kr. rekstrarafgangi á síðasta ári. Drög að ársreikningi bæjarins vöru lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudag. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 21 milljóna kr. halla. Rekstrarafkoma A hluta var neikvæð upp á ...
Meira

bb.is | 29.04.16 | 16:50Fimmtíu km göngunni breytt vegna veðurs

Mynd með fréttVegna veðurútlits á morgun hefur stjórn Fossavatnsgöngunnar ákveðið að keppendur gangi tvo 25 km hringi og gangan mun því ekki fara yfir í Engidal. 25 km hringurinn snýr við við gatnamót Botnsheiðar. „Það spáir éljagangi eða snjókomu og það er vindur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli