Frétt

bb.is | 08.03.2013 | 16:57Vægt frost og engin úrkoma um helgina

Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
„Það verður áfram hvasst í dag og smá úrkoma en á morgun og hinn dregur úr vindi,“ segir Sibylle von Löwis veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Að sögn Sibylle munu verða 8-10 m/s austlægur vindur á morgun en seinni partinn dregur úr vindi. „Þá verður þetta 5-10 m/s í austlæg átt og þurrt. Á sunnudag verður róleg suðlæg átt og bjart. Það verður því ágæti sveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina,“ segir Sibylle.

„Það verður vægt frost yfir helgina og engin úrkoma. Smávegis él geta komið í dag en meira ætti það ekki að vera.“

gudmundur@bb.is

bb.is | 01.12.15 | 16:54 Stefnir í metár hjá Orkubúinu

Mynd með frétt Orkuvinnsla virkjana Orkubús Vestfjarða hefur gengið vel það sem af er ári. Nú þegar einn mánuður er eftir af árinu, er framleiðslan komin í 87 gígavattstundir, sem er meira en öll árin 2013 og 2014 en þau voru óvenju slök. ...
Meira

bb.is | 01.12.15 | 14:50Landeigendur vilja flýta skipulagsferli vegna virkjana

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við tillögur skipulags- og mannvirkjanefndar sem óskar þess að auglýstar verði breytingar á gildandi aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna Þverár- og Kaldaárvirkjana í Önundarfirði. Aðalskipulagsbreytingin er unnin að frumkvæði landeigenda Fremri-Breiðadals og Neðri-Breiðadals í Önundarfirði sem óska þess ...
Meira

bb.is | 01.12.15 | 11:55Minnist verka Jóns

Mynd með fréttHallgrímur Sveinsson hjá Vestfirska forlaginu fagnar 1.desember með pistli á Þingeyrarvefnum, þar sem hann minnist Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri, en hann var einn helsti hvatamaður að því að sambandslögin tóku gildi þann 1. desember 1918. Við það varð Ísland fullvalda þjóð ...
Meira

bb.is | 01.12.15 | 10:14Farfuglaheimilið á Bíldudal eitt af vinalegustu farfuglaheimilum heims að mati gesta

Mynd með fréttFarfuglaheimilið á Bíldudal hlaut fyrir skömmu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur að mati gesta sinna sem notast við bókunarvél alþjóðasamtaka Farfugla - Hostelling International. Farfuglaheimilið lenti í þriðja sæti í kosningunni um vinalegasta farfuglaheimilið og náði auk þess í fimmta ...
Meira

bb.is | 01.12.15 | 07:52Kristín Jóna fékk viðurkenningu fyrir hugrekki

Mynd með fréttÁ föstudag afhenti Stígamót árlegar viðurkenningar sínar til þeirra sem staðið hafa fram úr á árinu í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. 11 aðilar voru heiðraðir í þetta sinn og var ein viðurkenninganna veitt í samstarfi við Sólstafi á Ísafirði, viðurkenning fyrir hugrekki, ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 16:56Amnesty vinnur gegn mannréttindabrotum með bréfamaraþoni

Mynd með fréttBréfamaraþon Amnesty International verður laugardaginn 5. desember á gangi Edinborgarhússins á Ísafirði, á milli kl. 13 og 16 undir yfirskriftinni, bréf til bjargar. Bréfamaraþonið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að berjast ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 16:04Skellur vann og Skellur tapaði

Mynd með fréttSannkölluð blakveisla fór fram í Íþróttahúsinu á Torfnesi um helgina. Karla og kvennalið blakdeildar Hamars í Hveragerði lagði land undir fót til að keppa við Skellur á Ísafirði í Íslandsmótinu. Bæði liðin eru nokkuð jöfn að styrkleika, fyrir leik var ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 14:50Rauði krossinn leitar liðsinnis

Mynd með fréttRauði krossinn hefur um árabil veitt aðstoð í formi fataúthlutunar, matar- og fjárhagsaðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna. Starf Rauða krossins er víðtækt og aðstoðin í ýmsu formi fyrir jólin til þeirra sem eiga erfitt með að láta enda ná ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 11:57Mjög dregið úr fjárfestingum

Mynd með fréttFjárfestingar Ísafjarðarbæjar verða samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun rétt rúmar 200 milljónir króna. Verulega er dregið úr fjárfestingum frá þessu ári þar sem kostnaður við hjúkrunarheimilið Eyri fór allt að 200 milljónum króna fram úr fjárhagsáætlun. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 09:51Starfshópur um fjarheilbrigðisþjónustu

Mynd með fréttKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu og aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að auka getuna til þess að bjóða landsmönnum, óháð búsetu, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Starfshópurinn er skipaður í samræmi við ályktun þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli