Frétt

bb.is | 08.03.2013 | 16:57Vægt frost og engin úrkoma um helgina

Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
„Það verður áfram hvasst í dag og smá úrkoma en á morgun og hinn dregur úr vindi,“ segir Sibylle von Löwis veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Að sögn Sibylle munu verða 8-10 m/s austlægur vindur á morgun en seinni partinn dregur úr vindi. „Þá verður þetta 5-10 m/s í austlæg átt og þurrt. Á sunnudag verður róleg suðlæg átt og bjart. Það verður því ágæti sveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina,“ segir Sibylle.

„Það verður vægt frost yfir helgina og engin úrkoma. Smávegis él geta komið í dag en meira ætti það ekki að vera.“

gudmundur@bb.is

bb.is | 29.07.15 | 16:47 Notar Laxness í bakgrunn, Sjón fyrir dulúð og Arnald fyrir hraða

Mynd með frétt Bandaríski rithöfundurinn CB McKenzie dvelur um þessar mundir í húsinu Hjara í Bolungarvík ásamt eiginkonu sinni Kimberly Adilia Helmer. Fyrsta bók McKenzie „Bad Country“ kom út í nóvember á síðasta ári og hlaut mjög góða dóma. Bókin hefur einnig unnið til ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 14:50Arna hækkar ekki verð á mjólkurvörum

Mynd með fréttHálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík, segir að nýleg ákvörðun Verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólkurvörum, hafi þau áhrif á fyrirtækið að innkaup á ógerilssneyddri hrámjólk sem Arna kaupir af Mjólkursamsölunni, hækkar um fjórar krónur á líter. Á sama tíma ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 13:01Kalkþörungavinnsla gæti hafist í Álftafirði innan þriggja ára

Mynd með fréttÍslenska kalkþörungafélagið hyggst reisa stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins í Súðavík. Stefnt er á að framkvæmdir við verksmiðjuna hefjist eftir tvö og hálft til þrjú ár. Um tuttugu manns muni starfa í verksmiðjunni. Sækja á 120 þúsund rúmmetra af kalkþörungi árlega fyrir vinnslu ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 10:28Anna Ragnheiður og Janusz efst

Mynd með fréttAnna Ragnheiður Grétarsdóttir (GÍ) og Janusz Pawel Duszak (GBO) eru efst að afloknum sem mótum í sjávarútvegsmótaröðinni svokölluðu í golfi. Tvö mót fóru fram um síðustu helgi í Bolungarvík, annars vegar Jakobs Valgeirs mótið og hins vegar Blakknes mótið. Í karlaflokki ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 09:21Sandkastalarnir á sínum stað

Mynd með frétt„Það er útlit fyrir enn veglegri keppni en í fyrra og við vonum bara að fólk verði ánægt með þemað sem verður tilkynnt á föstudag,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, einn skipuleggjenda sandkastalakeppninnar í Holti í Önundarfirði. Keppnin er árviss viðburður sem ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 07:48Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina

Mynd með fréttSúðavíkurhreppur, Göngufélag Súðavíkur og gönguhópurinn Vesen og vergangur standa fyrir gönguhelgi í Súðavík um verslunarmannahelgina. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreyttar göngu um vestfirskt landslag í fylgd heimamanna þar sem sagt verður frá örnefnum og sagðar sögur sem tengjast landinu ...
Meira

bb.is | 28.07.15 | 16:48Vilja fljúga inn í friðlandið

Mynd með fréttMikið hefur verið um ferðamenn í Hornstrandafriðlandinu í ár að sögn Jóns Smára Jónssonar, umsjónarmanns svæðisins. Hann segir að mest sé um gönguferðamenn en ferðir þeirra eru skráðar hjá landverði á Höfn í Hornvík. Jón Smári sem tók við starfinu í ...
Meira

bb.is | 28.07.15 | 14:51„Á ekki að líðast að mál dragist svona“

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum hefur að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, einbeitt sér að því á þessu ári að vinna upp málahala sem hefur safnast upp. Í gær var greint frá þremur dómum í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem refsing var ...
Meira

bb.is | 28.07.15 | 13:02Óskynsamlegt að fresta Dýrafjarðargöngum frekar

Mynd með fréttFrekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði er afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu. Þetta segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, í grein í ...
Meira

bb.is | 28.07.15 | 10:33Ætla Vestfirðingar að lúffa fyrir skógarkerflinum?

Mynd með fréttFátt virðist geta komið í veg fyrir að svokallaður skógarkerfill leggi Vestfirði undir sig meira og minna. Hvert sem litið er má sjá skógarkerfilinn spretta upp eins og fífil á túni, að ógleymdri lúpínunni. „Það er þó sök sér með hana. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli