Frétt

bb.is | 08.03.2013 | 16:57Vægt frost og engin úrkoma um helgina

Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
Það stefnir í ágætisveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina.
„Það verður áfram hvasst í dag og smá úrkoma en á morgun og hinn dregur úr vindi,“ segir Sibylle von Löwis veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Að sögn Sibylle munu verða 8-10 m/s austlægur vindur á morgun en seinni partinn dregur úr vindi. „Þá verður þetta 5-10 m/s í austlæg átt og þurrt. Á sunnudag verður róleg suðlæg átt og bjart. Það verður því ágæti sveður á norðanverðum Vestfjörðum um helgina,“ segir Sibylle.

„Það verður vægt frost yfir helgina og engin úrkoma. Smávegis él geta komið í dag en meira ætti það ekki að vera.“

gudmundur@bb.is

bb.is | 10.02.16 | 07:48 „Ráðherra og ríkisstjórn skila auðu í sjávarútvegsmálum“

Mynd með frétt Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að í ljósi þess að sjávarútvegsráðherra hafi hætt við að leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni hafi hann og ríkisstjórnin skilað auðu í málefnum sjávarútvegsins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi. Ólína sagðist ekki ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 16:51Tölvuleikur til að auðvelda tónfræðinám

Mynd með fréttTónlistarskóli Bolungarvíkur er fyrsti tónlistarskóli landsins til að taka tónlistarforritið Meludia til notkunar við kennslu í tónfræði. Meludia er tölvuleikur sem miðar að því að auka færni notenda forritsins í tónlist og tónlistarfræðum. Forritið hentar öllum, allt frá byrjendum til atvinnutónlistarfólks ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 15:49Hálf milljón á mánuði fyrir hálft starf

Mynd með fréttRáðning Gauta Geirssonar sem aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hefur vakið verðskuldaða athygli, enda ekki á hverjum degi sem ráðherrar ráða 22 ára nema í starf aðstoðarmanns. Gauti verður í hálfu starfi og verður áfram í námi í rekstrarverkfræði við Háskólann ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 14:50Tálknfirðingar fjölmenntu á íbúafund

Mynd með fréttFjölmenni sótti íbúafund á Tálknafirði sem haldinn var þar á laugardaginn, en um 60 manns komu þá saman í íþróttahúsi staðarins, þar sem rædd voru helstu mál sveitarfélagsins. Framsögumenn fundarins voru þeir, Sölvi Sólbergsson sérfræðingur frá Orkubúi Vestfjarða, sem kynnti stöðu ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 14:16Óspektir vegna ölvunar

Mynd með fréttÍ helstu verkefnum Lögreglunnar á Vestfjörðum í nýliðinni viku er helst að finna tíðindi af óspektum vegna ölvunar. Á mánudagskvöld var karlmaður handtekinn ölvaður og æstur í miðbæ Ísafjarðar. Engin úrræði dugðu önnur en þau að færa hann í fangaklefa þar ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 11:49„Hvítflibbarnir fría sig ábyrgð“

Mynd með fréttBankastjóri Landsbankans og stjórnin öll á að segja af sér þar sem þau eru rúin trausti við að gæta fjárhagslegra hagsmuna þjóðarinnar og fara með skattfé almennings í Landsbankanum. Svo skrifar Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í NV-kjördæmi á Facebook síðu ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 09:57Mildur og úrkomulítill janúarmánuður á Vestfjörðum

Mynd með fréttTíð telst fremur hagstæð á landinu í janúarmánuði, er kemur fram í frétt um tíðarfar mánaðarins á vef Veðurstofunnar; hiti var víðast hvar rétt ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en neðan meðallags síðustu tíu ára. Kalt var í veðri inn ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 07:48Saltkjöt og baunir, túkall!

Mynd með fréttEftir ótæpilegt rjóma- og nammiát á bolludag er komið að því að kýla sig út á feitu og söltu kjöti því í dag er sprengidagur. Á morgun er öskudagur og þá hefst langafasta í kaþólskum sið sprengidagur því sannkölluð kjötkveðjuhátið. Á ...
Meira

bb.is | 08.02.16 | 16:50Bollur og maskar glæða lífið litum í dag

Mynd með fréttÍ dag er almanakinu samkvæmt bolludagur, sem í eina tíð bar einnig hið helst til óvirðulega heiti flengingardagur. Á þessum degi hefur tíðkast að börn sendi foreldra sína inn í daginn með flengingum með þar til gerðum skrautvöndum og góla „Bolla, ...
Meira

bb.is | 08.02.16 | 15:47Hafið er fullt af fiski

Mynd með fréttMjög gott fiskirí hefur verið hjá línuskipum Odda hf. á Patreksfirði. Núpur BA fiskaði 370 tonn í janúar í sex róðrum og mestur afli í einum róðri var 76 tonn. Núpurinn var í þriðja sæti yfir aflahæstu línuskip landsins. „Þetta eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli