Forsíða

10.10.15 Vinir í von í dag

24.10.15 Vinir í von

07.11.15 Vinir í von

21.11.15 Vinir í von

05.12.15 Vinir í von

Mynd með frétt

bb.is | 06.10.15 Uppsagnir liður í breytingum

Rúnar Björgvinsson framkvæmdastjóri Íslensks sjávarfangs segir uppsagnir starfsfólks hjá vinnslu þeirra á Þingeyri vera lið í að ná betri stjórn á rekstri frystihússins, en afkoma þess hafi verið óviðunandi það sem af er. Um síðustu mánaðarmót tók nýr rekstrarstjóri við á Þingeyri og voru rekstrarstjóri og verkstjóri vinnslunnar látin fara frá á sama tíma eins og fjallað var um í frétt á vef Bæjarins besta. Rúnar segir að Íslenskt sjávarfang líti á rekstur vinnslunnar sem langtímaverkefni og þessar breytingar nauðsynlegan lið í því. Í dag starfa hjá vinnslu á Þingeyri um þrjátíu manns og sem er talsverð fjölgun starfa þar sem hjá Vísi voru undir það síðasta innan við tuttugu starfsmenn. Hann segir miklar breytingar vera hjá vinnslunni frá því ÍS tók við, sem aðallega megi sjá í að vinna hafi aldrei fallið niður vegna hráefnisskorts. Segir Rúnar að starfsmönnum muni ekki verða fækkað, enda teljum þau að minnst megi vera þrjátíu starfsmenn við vinnslu svo hægt sé að halda uppi rekstrarhæfri einingu á Þingeyri.
Meira

bb.is | 06.10.15 | 15:50 „Tóm-ar" í Edinborg á þriðjudag

Mynd með frétt Þriðjudagskvöldið næstkomandi munu eiga viðkomu í Edinborgarhúsi gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson. Þeir félagar hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Þeir hafa sterkar taugar hingað vestur og hafa ófáir Ísfirðingar dansað við ...
Meira

bb.is | 06.10.15 | 14:23Ferðamálasamtök Vestfjarða funda

Mynd með fréttAðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2015 verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði á föstudag. Hefst fundurinn klukkan 18:00 með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Hvetja samtökin ferðaþjónustuaðila um allan fjórðunginn til að kynna sér starfsemi samtakanna og þá sem áhuga hafa á starfi FMSV og vilja ...
Meira

bb.is | 06.10.15 | 13:32Félagsheimilið fær styrk

Mynd með fréttFélagsheimilið í Bolungarvík hefur fengið veglegan styrk til lokafrágangs á sal hússins og til kaupa á eldhúsbúnaði. Styrkurinn rennur til Félagsheimilisins frá Skátafélaginu Gagnherja í Bolungarvík sem kom færandi hendi á fund bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í liðinni viku. ...
Meira

bb.is | 06.10.15 | 12:56Þungt hljóð í lögreglumönnum

Mynd með fréttLögreglumenn á norðanverðum Vestfjörðum funduðu um kjaramál sína í hádeginu í gær og það var þungt hljóð í mönnum. Stéttin hefur ekki verkfallsrétt og lögregluembættin víða um land hafa sætt miklum niðurskurði í fjölda ára. Talsverð fækkun hefur verið ...
Meira

bb.is | 06.10.15 | 11:48Vill að tillögur skipulags- og mannvirkjanefndar verði endurskoðaðar

Mynd með fréttÁ síðasta fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var lagt fram til kynningar bréf Einars Ólafssonar, fyrir hönd styktarsjóðsins Framfarar þar sem farið er fram á endurskoðun á tillögum skipulags- og mannvirkjanefndar, en nefndin hafði lagt til að Framför yrðu boðnar bætur fyrir framkvæmdir ...
Meira

bb.is | 06.10.15 | 10:31Spánverjavíganna minnst í Ögri

Mynd með fréttSkilti um Spánverjavígin verður afhjúpað í Ögri á laugardag, en þann dag, 10. október verða liðin 400 ár frá því Ari Magnússon sýslumaður kallaði saman lið í Ögri til aðfarar gegn Böskum sem höfðu komið sér fyrir í Æðey og á ...
Meira


bb.is | 25.09.15 | 15:51 Samþjöppun í mjólkurframleiðslu !

Mynd með frétt Mikil þróun og framfarir hafa verið í kúabúskap og mjólkurframleiðslu undanfarin ár. Búin hafa stækkað og tækniframfarir orðið miklar og mörg bú hafa tekið róbóta í sína þjónustu og er það ánægjulegt og mikilvægt að greinin geti þróast og vaxið svo hún geti orðið sem best samkeppnisfær við aukinn innflutning og aukið vöruúrval og þjónað neytendum sem best.
Meira


  Sælker vikunnar – Þorgerður Elíasdóttir frá | 05.06.15 Heilt lambalæri og pekanhnetu ísterta

  Mynd með frétt Ég er nú ekkert alltaf að bjóða fólki í mat en þegar kemur að matarboði hjá mér mundi ég helst vilja bjóða upp á lambalæri. Það er mitt uppáhald og klikkar aldrei. Eftir þennan eðalmat er gott að gæða sér á góðum eftirrétti og myndi ég þá bjóða upp á súkkulaði - Pekanhnetu ístertu.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli