Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 04.09.15 Kolólöglegir kálfar

Þau eru margvísleg sveitaverkin og eins og allir vita þurfa bændur að vera útsjónasamir við verkin. Þetta mátti bóndinn á Vöðlum í Önundarfirði reyna þegar tvær kýr tóku upp á því að bera lengst út í haga. Þá voru góð ráð dýr því ungviðinu þurfti að koma í hús. Árni á Vöðlum er bóndi af bestu sort og vanur að leysa úr svona málum og skellti hann bara greyjunum í skottið á fjölskyldubílnum. Þeir sem til þekkja á Vöðlum vita að þar eru bæði húsráðendur og afkvæmi þeirra miklir músíkantar og það virðist líka eiga við stórgripina því kýrnar afþökkuðu pent ökuferð heim og söngluðu með sjálfum sér „ég held ég gangi heim, held ég gangi heim” meðan þær skondruðust heim tröðina og létu sitt fyrsta verk vera að heimsækja Róbótinn í fjósinu heima.
Meira

bb.is | 04.09.15 | 16:18 Tónlistarskólakennarar þinga

Mynd með frétt Í Hömrum, húsnæði Tónlistarskóla Ísafjarðar, fór fram í dag svæðisþing tónlistarskólakennara á Vestfjörðum. Þingið hófst með tónlistaratriði nemenda úr skólanum en það sem eftir lifði þing ræddu kennar hin ýmsu mál sem að fagi þeirra kemur. Rætt var um ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 15:49Rífandi gangur hjá Pedal Projects

Mynd með fréttNýverið gekk Pedal Projects á Flateyri til samstarfs við bandarískan dreifingaraðila sem mun alfarið sjá um dreifingu á vörum fyrirtækisins út um allan heim. Dreifingaraðilinn heitir Motherlode Audio Supply og hefur, að sögn Ásgeirs Þrastarsonar eiganda Pedal Projects, mikil og sterk ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 14:50Kerecis á lista yfir fimm mikilvægustu nýliðana í sáraheiminum

Mynd með fréttBandaríska tímaritið Wound Source birti núna í vikunni lista yfir fimm mikilvægustu nýju vörurnar sem kynntar hafa verið til sögunnar á sáramarkaðinum á árinu. Vara Kerecis sem framleidd er á Ísafirði er á listanum og er tekið fram í greininni að ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 14:22Skutull.is fer í leyfi

Mynd með fréttEins og fram kemur á vefsíðu Skutuls fer fréttamiðillinn í síðbúið sumarleyfi eða öllu heldur langt haustfrí . „Fréttamiðillinn hefur starfað frá haustinu 2007 og miðlað fréttum og fróðleik sem varða samfélag og þjóðlíf á Vestfjörðum. Á fyrstu árum vefsins tóku ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 13:23Ísafjarðarbær reiðubúinn til móttöku flóttamanna

Mynd með fréttÁ bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar í gær, þann 3. september samþykkti bæjarstjórn samhljóða að lýsa sig reiðubúna til að taka á móti flóttamönnum. Tillagan hljóðar svo: "Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir sig reiðubúna að taka á móti flóttamönnum og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Mikil þekking ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 13:06Vantar leiguíbúðir fyrir aldraða

Mynd með fréttMarzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram þá tillögu að samþykkt yrði að Ísafjarðarbær keypti íbúðirnar sem sveitarfélagið seldi einstaklingum á Hlíf I aftur þegar þær verða næst boðnar til sölu á frjálsum markaði.
Meira


bb.is | 03.09.15 | 15:16 Pælum í Listnámsbraut við MÍ

Mynd með frétt Ég sit hér á kaffihúsi í 101 Reykjavík og lifi mig inní hlutverk hins Lattelepjandi listamanns. Staðurinn er við hæfi djobbs míns því hér er einnig hin myndarlegasta bókaverslun. Það er alveg merkilegt hve bækur og kaffi eiga vel saman. Hér flettir maður einu bóklistaverkinu af öðru inná milli lattesopa.
Meira


  Sælker vikunnar – Þorgerður Elíasdóttir frá | 05.06.15 Heilt lambalæri og pekanhnetu ísterta

  Mynd með frétt Ég er nú ekkert alltaf að bjóða fólki í mat en þegar kemur að matarboði hjá mér mundi ég helst vilja bjóða upp á lambalæri. Það er mitt uppáhald og klikkar aldrei. Eftir þennan eðalmat er gott að gæða sér á góðum eftirrétti og myndi ég þá bjóða upp á súkkulaði - Pekanhnetu ístertu.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli