Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 27.09.16 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ári. „Við höfum fundið fyrir ótrúlegum velvilja og ég held að það séu ekki til þau félagasamtök sem hafa ekki sýnt þann velvilja í verki með gjöfum til Eyrar. Sama gildir um fjölda einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu,“ segir Hildur Pétursdóttir, deildarstjóri Eyrar.
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:25 Vestri gefur Vestra lénið vestri.is

Mynd með frétt Vefsíða íþróttafélagsins Vestra var opnuð formlega í gær. Þegar félagið var stofnað í janúar á þessu ári kom í ljós að lénið vestri.is var þegar í notkun og hafði verið um langt skeið. Hjalti Karlsson, formaður Vestra, segir á vef Vestra ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:14Árneshreppur kominn áfram í Útsvarinu

Mynd með fréttLið Árneshrepps sigraði lið sveitarfélagsins Garðs í Útsvarinu á RÚV síðasta föstudagskvöld með 61 stigi á móti 47 og hefur þar af leiðandi tryggt sig áfram í aðra umferð spurningakeppninnar. Er þetta í fyrsta sinn sem Árneshreppur á lið í keppninni ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 12:57Kaupmáttur jókst um 7,9%

Mynd með fréttKaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna jókst um 7,9% á mann á síðasta ári frá árinu áður. Ráðstöfunartekjurnar sjálfar jukust um 9,6% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Að auki birtir Hagstofan endurskoðaðar tölur um kaupmátt á árunum 2001-2014 þar ...
Meira


Haraldur Benediktsson | 27.09.16 | 08:13 Áfangi

Mynd með frétt Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra staðfesti þann 22 september sl breytingar á reglugerð um framkvæmd raforkulaga. Reglugerðarbreytingin lætur kannski ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en hún er áfangi á þeirri leið að byggður verði nýr tengistaður fyrir orkuflutning á Vestfjörðum. Þessi ákvörðun gerir Landsneti að undirbúa byggingu á tengivirki sem getur tekið við raforkuframleiðslu Hvalárvirkjunar, Austurgilsvirkjunar og fleiri virkjanakosta. Bygging á tengivirkinu er einn áfangi í þeim miklu breytingum sem eru að verða í orkubúskap Vestfjarða.
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli