Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 12.02.16 Sjúklingur sendur á Ísafjörð án vitneskju ættingja

Birna Mjöll Atladóttir ferðaþjónustubóndi í Breiðuvík, er agndofa yfir meðferð sem móðir hennar sætti, er hún var send með sjúkraflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar, án þess að samráð væri haft við nokkurn ættingja hennar. Móðir hennar, Maggý H. Kristjánsdóttir, sem er á níræðisaldri og búsett á Patreksfirði var á Landspítalanum í Fossvogi að jafna sig eftir aðgerð á fæti þegar að ákveðið var að hún skyldi fara til innlagnar á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði meðan hún gréri sára sinna. Maggý hefur glímt við minnistap frá því seint á síðasta ári og því ekki fær leið fyrir starfsfólk Landspítala að ráðfæra sig við hana um sjúkrahúsvistina, því hlýtur að vera eðlileg krafa af hendi hennar nánustu að þeir væru hafðir með í ráðum, ef flytja átti hana á milli stofnanna.
Meira

bb.is | 12.02.16 | 16:54 Bylting í raforkumálum með nýjum virkjanakostum

Mynd með frétt Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verði hugmyndir um virkjanir í Ísafjarðardjúpi að veruleika megi helst líkja því við byltingu í raforku- og atvinnumálum Vestfjarða. Þrjár virkjanir eru til skoðunar í Súðavíkurhreppi, í Skötufirði, Hestfirði og Ísafirði. Þá er einnig ...
Meira

bb.is | 12.02.16 | 16:25Fellst ekki á skógrækt innan verndarsvæðis

Mynd með fréttSkipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar getur að svo stöddu ekki fallist á skógrækt innan verndarsvæðis í Dýrafirði. Vestinvest ehf. hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni Bakka í Brekkudal í Dýrafirði. Nefndin hefur óskað eftir frekari rökstuðningi fyrir skógrækt innan verndarsvæðisins. ...
Meira

bb.is | 12.02.16 | 14:50Leikskólabörn á Patreksfirði heimsækja eldri borgara

Mynd með fréttBörn á leikskólanum Arakletti á Patreksfirði fóru á dögunum í heimsókn á Heilbrigðisstofnunina í bænum þar sem þau vörðu hluta úr degi með eldri borgurum sem þar dvelja. Heimsóknin er í anda lífsmenntar sem iðkuð er við leikskólann, jafnframt sem það ...
Meira

bb.is | 12.02.16 | 14:20„Góður dagur til að hætta snemma í vinnunni“

Mynd með fréttÞað verður opið á skíðasvæðinu í Tungudal frá kl. 13 til 19 í dag gönguskíðabrautir á Seljalandsdal verða opnar frá kl. 13 og stefnt er að opnum 10 km brautar í dag. „Veðrið er æðislegt. Logn, þriggja gráðu frost og léttskýjað. ...
Meira

bb.is | 12.02.16 | 13:23Flestir þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum gætu fengið hitaveitu

Mynd með fréttÞótt Vestfirðir séu opinberlega skilgreindir sem „kalt svæði“ er þar að finna töluverðan jarðhita. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hefur unnið að kortlagningu hans. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Hauki að hann telur mögulegt að koma upp hitaveitum á ...
Meira

bb.is | 12.02.16 | 11:54Árneshreppur – eyja inn í landi á nýjan leik

Mynd með fréttÍbúar í Árneshreppi á Ströndum búa nú við þá árvissu uppákomu að vera eyland inn í landi, en ekki hefur verið mokað í hreppinn frá því 4.janúar síðastliðinn og enginn mokstur á áætlun fyrr en 20. mars. Sveitarfélagið er það eina ...
Meira


Elsa Lára Arnardóttir | 11.02.16 | 13:54 Lækkum leiguverð

Mynd með frétt Það er staðreynd að veruleg fjölgun hefur átt sér stað á leigumarkaði, frá árinu 2008. 20,8 % heimila voru á leigumarkaði árið 2014, samanborið við 12,9 % árið 2008.
Meira


  Sælker vikunnar – Þorgerður Elíasdóttir frá | 05.06.15 Heilt lambalæri og pekanhnetu ísterta

  Mynd með frétt Ég er nú ekkert alltaf að bjóða fólki í mat en þegar kemur að matarboði hjá mér mundi ég helst vilja bjóða upp á lambalæri. Það er mitt uppáhald og klikkar aldrei. Eftir þennan eðalmat er gott að gæða sér á góðum eftirrétti og myndi ég þá bjóða upp á súkkulaði - Pekanhnetu ístertu.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli