Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 02.03.15 Ríkið gerir sveitarfélögunum erfitt fyrir

„Það er æskilegast að málefni fatlaðra haldi áfram að vera á færi sveitarfélaganna. Ákvarðanir eru best teknar heima í héraði og öll krefjandi verkefni styrkja okkur sem samfélag og stjórnsýslueiningu. Eins mörg verkefni og kostur er ættu að vera á valdi sveitarfélaga,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Síðustu daga hafa verið umræður um það hvort málefni fatlaðs fólks eigi að vera áfram í umsjón sveitarfélaga, eins og verið hefur síðustu fjögur árin, eða hvort ríkið eigi að annast þau eins og áður var. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur óskað eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um að ríkið taki við þessum málaflokki á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga enda geti vestfirsk sveitarfélög ekki haft hann með höndum vegna fjárskorts.
Meira

bb.is | 02.03.15 | 16:57 Tónleikar í Hömrum í kvöld

Mynd með frétt Þriðju tónleikarnir í tónleikaröð Tónlistarskóla Ísafjarðar í tilefni af Degi tónlistarskólanna verða í Hömrum í kvöld kl. 19:30. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera á miðvikudag, en var frestað vegna slæmrar veðurspár. Á tónleikunum kemur fram fjöldi nemenda, bæði styttra og lengra ...
Meira

bb.is | 02.03.15 | 16:11Frekari viðræður um vinabæjarsamstarf

Mynd með fréttViðræður um vinabæjarsamstarf Ísafjarðarbæjar og Les Sables-d'Olonne í Frakklandi hófust í fyrra þegar sendiherra Frakklands kom í heimsókn til Ísafjarðar, m.a. til að kanna áhuga á vinabæjarsamstarfi. Innan bæjarkerfisins eru uppi hugmyndir um að Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Arna Lára ...
Meira

bb.is | 02.03.15 | 15:50Rækjukvóti aukinn í Arnarfirði

Mynd með fréttSjávarútvegsráðherra hefur aukið rækjukvóta í Arnarfirði um 100 tonn. Leyfilegur heildarafli á yfirstandandi fiskveiðiári er 330 tonn. Ráðherra jók kvótann í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar en stofnunin fór í rannsóknaleiðangur í Arnarfjörð um miðjan febrúar. Var þetta annar rækjuleiðangur stofnunarinnar í ...
Meira

bb.is | 02.03.15 | 15:03Fjölmenni í Strandagöngunni

Mynd með fréttStrandagangan var haldin á laugardag í Selárdal í Steingrímsfirði. Þátttakendur í göngunni voru alls 61. Veður var ágætt til að byrja með hægviðri, frost 3 stig og sólskin öðru hvor en þegar leið á gönguna hvessti og fór að ...
Meira

bb.is | 02.03.15 | 14:52Gríðarlega stórt verkefni að tvöfalda einbreiðar brýr

Mynd með fréttÁ þjóðvegakerfinu á Íslandi eru 694 einbreiðar brýr og af þeim eru 197 þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Á Vestfjörðum eru 27 einbreiðar brýr þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra ...
Meira

bb.is | 02.03.15 | 14:05Gáfu nítján Ipad snjalltölvur

Mynd með fréttLionsklúbbur Patreksfjarðar afhenti Grunnskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði 19 Ipad snjalltölvur á föstudag til notkunar við kennslu í skólanum. Kennarar skólans hafa þegar farið á námskeið þar sem þeir kynntust notkunarmöguleikum við kennslu með snjalltölvur. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar, veitti ...
Meira


Margrét Halldórsdóttir | 02.03.15 | 08:44 Staðan í leikskólamálum á Ísafirði

Mynd með frétt Nokkrar breytingar hafa verið í leikskólamálum á Ísafirði undanfarin misseri og eru þær að stærstum hluta tilkomnar vegna mikilla sveiflna í árgangastærð. Í litlu samfélagi verða hlutfallslegar sveiflur miklar, árgangar hafa síðustu ár farið úr 20 upp í 50 börn og aftur niður í 20. Leikskólakerfið þarf að geta tekið slíkum sveiflum og hefur sannarlega gert það undanfarin ár. Foreldrar, fagfólk og yfirstjórn Ísafjarðarbæjar eru þó sammála nauðsyn á framtíðarsýnar í málaflokknum. Fræðslunefnd hefur nú óskað eftir heimild til að móta heildstæða stefnu til framtíðar í dagvistarmálum þannig að mögulegar úrlausnir séu vel þekktar með góðum fyrirvara og stefnt að enn ...
Meira


  Sælkerar vikunnar – Hafdís Gunnarsdóttir og | 27.02.15 Lime kjúklingur með taílensku ívafi, spínatkartöflumús og karrýsósu

  Mynd með frétt Þessi uppskrift er stöðugt í þróun og er tekin úr ýmsum áttum en taílensk matargerð er grunnurinn í uppskriftinni. Fiskisósan (e. Fish sauce), limebörkurinn og limesafinn gefa aðalréttinum einkennandi bragð. Þennan rétt er hægt að einfalda mikið og t.d. bera fram með grjónum í staðinn fyrir kartöflumúsina og sleppa karrýsósunni þar sem kjúklingurinn er bragðmikill og safaríkur.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli