Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 29.07.15 Notar Laxness í bakgrunn, Sjón fyrir dulúð og Arnald fyrir hraða

Bandaríski rithöfundurinn CB McKenzie dvelur um þessar mundir í húsinu Hjara í Bolungarvík ásamt eiginkonu sinni Kimberly Adilia Helmer. Fyrsta bók McKenzie „Bad Country“ kom út í nóvember á síðasta ári og hlaut mjög góða dóma. Bókin hefur einnig unnið til ýmissa verðlauna m.a. Tony Hillerman verðlaunin. „Ég kom reyndar með eintak af fyrstu skáldsögu minni fyrir bókasafnið en þar sem við gistum í Bolungarvík og bókasafnið er á Ísafirði, og við ekki oft á bíl, hef ég ekki haft tækifæri til að færa þeim bókina. Engu að síður, ef bókasafnið kaupir hana, verður það líklega fyrsta einstakið af „Bad Country“ á Íslandi.
Meira

bb.is | 29.07.15 | 16:56 Verstöð sem hefur verið varin

Mynd með frétt Eyþór Eðvarðsson áhugamaður um strandminjar og forsprakki Fornminjafélags Súgandafjarðar heldur áfram að fjalla um verminjar á Vestfjörðum í fræðandi myndböndum á netinu. Fyrr í sumar benti Eyþór á ástand strandminja á fornum verstöðvum á Vestfjörðum og tók sem dæmi að menningarlegt ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 16:10Vill rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta

Mynd með fréttValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hérlendis eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 15:49Fræðandi göngur í ágúst

Mynd með fréttDagana 7. og 8. ágúst verður gestum boðið að koma með í Plastiglomerate göngur frá Önundarfirði. Plastiglomerate er fyrirbæri sem myndast þegar ruslplast úr hafinu og steinefni hnoðast saman vegna náttúrulegra ferla og verða að hörðum plast- blendingum sem eru ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 15:10Tónleikar í lýsistanki

Mynd með fréttAnna Jónsdóttir, sópran lýkur tónleikaröðinni „Uppi og niðri og þar í miðju“ á Djúpavík á Ströndum um verzlunarmannahelgina. Þar mun hún flytja íslensk þjóðlög án meðleiks og eins og andinn blæs henni í brjóst segja frá lögum og ljóðum. ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 14:50Arna hækkar ekki verð á mjólkurvörum

Mynd með fréttHálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík, segir að nýleg ákvörðun Verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólkurvörum, hafi þau áhrif á fyrirtækið að innkaup á ógerilssneyddri hrámjólk sem Arna kaupir af Mjólkursamsölunni, hækkar um fjórar krónur á líter. Á sama tíma ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 14:14Björgunarbátarnir voru „falskt öryggi“

Mynd með fréttJón H. Ingólfsson, rannsóknastjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa, telur að endurskoða þurfi verklag við skoðun öryggisbúnaðar um borð í bátum eftir upp hafi komið nýleg tilfelli þar sem björgunarbátar sem eiga að skjótast sjálfkrafa út ef skip sökkva, virkuðu ekki. Frá þessu greindi ...
Meira


bb.is | 22.07.15 | 10:15 Hvað er svo glatt sem ….

Mynd með frétt Íslendingar hafa lengi kyrjað ljóðlínur listaskáldsins góða í góðra vina hópi. Helgina 18-19 júlí var svo sannarlega góðra vina fundur hér vestra. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum 40 manna heimsókn frá Færeyjum en sú var raunin þessa helgi. Tilefnið átti sér nokkurn aðdraganda. Eins og margir muna varð mikill skaði í óveðri fyrir fjórum árum á Suðuroy í Færeyjum þó sem betur fer yrði ekki mannskaði. Þá fauk m.a. þak af elliheimili á Tvøreyri sem er höfuðstaður eyjarinnar. Það hefur varla farið fram hjá neinum Íslendingi að þegar hamfarir hafa orðið á ...
Meira


  Sælker vikunnar – Þorgerður Elíasdóttir frá | 05.06.15 Heilt lambalæri og pekanhnetu ísterta

  Mynd með frétt Ég er nú ekkert alltaf að bjóða fólki í mat en þegar kemur að matarboði hjá mér mundi ég helst vilja bjóða upp á lambalæri. Það er mitt uppáhald og klikkar aldrei. Eftir þennan eðalmat er gott að gæða sér á góðum eftirrétti og myndi ég þá bjóða upp á súkkulaði - Pekanhnetu ístertu.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli