Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 27.07.16 Vestfirskt kvennaríki á hálendisvakt LS

„Það var sannkallað kvennaríki á Sprengisandi í síðustu viku og vestfirsku áhrifin umtalsverð,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður um ferð nokkurra vestfirskra kvenna þar sem þær tóku þátt í hálendisgæslu Landsbjargar í Nýjadal í síðustu viku en þær eru björgunarsveitarkonur. Þetta voru, auk Ólínu, þær Auður Yngvadóttir kennari, Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri og Þóra J. Jónasdóttir dýralæknir. Þá vildi svo til að þar voru fyrir þær Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og skálaverðirnir Inga Martel og Sabine Fischer. „Það voru því sjö konur sem höfðu ráð og völd svæðisins í hendi sér,“ segir Ólína og að hennar sögn gekk hálendisvaktin vel. Umgengni ferðamanna var almennt góð og fólk vel búið til hálendisferða. Nokkur vöxtur var í ám og því kom fyrir að fylgja þurfti bílum yfir vöðin, en allt gekk að mestu slysalaust og vel fyrir sig.
Meira

bb.is | 27.07.16 | 16:25 2,3% atvinnuleysi í júní

Mynd með frétt Atvinnuleysi mældist 2,3% í síðasta mánuði og hefur ekki mælst jafn lágt í júnímánuði síðan árið 2008 þegar það mældist 2,2%. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.800 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í júní 2016, sem jafngildir ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 15:48Allur makríllinn veiddur á Júlíusi

Mynd með fréttEngin landvinnsla á makríl verður hjá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru á vertíðinni sem hefst innan skamms. Makrílkvóti fyrirtækisins verður allur veiddur og unninn á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, frystitogara fyrirtækisins. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, segir allt til þessa árs var óheimilt að ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 14:48Seldu ungmennum undir lögaldri miða á ballið fyrir mistök

Mynd með fréttSmá babb í bátinn kom upp í miðasölu á danseik með Sniglabandinu sem fram fór í tengslum við Reykhóladaga á nýliðinni helgi en hann hafði hvergi verið auglýstur með aldurstakmarki og náðu nokkrir einstaklingar undir 18 ára aldri, ekki í fylgd ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 14:44Náðu í mann í sjálfheldu í Eyrarfjalli

Mynd með fréttBjörgunarsveitarmenn frá Tindum í Hnífsdal og Björgunarfélagi Ísafjarðar voru kallaðir út í dag til að aðstoða mann í sjálfheldu í Eyrarfjalli, ofan Urðarvegar. Björgunarsveitarmennirnir fylgdu manninum niður og gekk það vel. Síðasti sólarhringurinn hefur verið annasamur hjá björgunarsveitunum við Djúp. Í ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 14:14Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna

Mynd með fréttUm 186 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þá hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst jafn margar í einum mánuði og spilaði ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 13:23Stefna á stofnun kassaverksmiðju á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttAthafnamenn á sunnanverðum Vestfjörðum stefna að stofnun kassaverksmiðju á svæðinu. Ætlunin er að framleiða frauðkassa undir eldislax, en laxeldi er sívaxandi atvinnugrein á Suðurfjörðunum. „Eldið á bara eftir að stóraukast og við teljum þörf á svona verksmiðju á svæðinu. Það er ...
Meira


Þorgeir Pálsson | 26.07.16 | 11:01 Hversu miklu máli skiptir landsbyggðin?

Mynd með frétt Man einhver eftir því að einhver ríkisstjórn á Íslandi hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að viðhalda byggð á landsbyggðinni, óháð kostnaði? Man einhver eftir því að stjórnmálamenn hafi horft á allt landið sem sinn starfsvettvang og horft lengra fram í tímann en fjögur ár? Man einhver eftir því að jákvæð umræða um landsbyggðina hafi skyggt á þá neikvæðu? Það væri gaman að vita það, svona okkur öllum til fróðleiks.
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli