Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 21.08.14 Tónlistarferillinn þróaðist á hundavaði

Skúli Þórðarson, öllu þekktari sem tónlistarmaðurinn Skúli mennski, er líka kunnur fyrir að selja bæjarins (eða landsins eða heimsins) beztu (með zetu) og frægustu pylsur. Hann er fæddur í Reykjavík og eyddi fyrstu ævimánuðunum vestur á Melum áður en að fjölskyldan fluttist á Ísafjörð. Hins vegar man hann fyrst eftir sér við Mjólkárvirkjun þar sem þau bjuggu um nokkurra ára skeið áður en aftur var flutt á Ísafjörð. Þar ólst hann upp að mestu frá átta eða níu ára aldri og allt þar til hann flaug úr hreiðrinu árið 2003, tuttugu og tveggja ára gamall. „Ég man ekki hvernig það kom til að ég fór að spila opinberlega. Kannski hef ég tekið lög í einhverju partíi og fólk fengið veður af því að ég ætti eitthvert erindi við almenning. Ég var beðinn um að spila á stað sem þá hét Kaffi Ísafjörður og fékk borgað í bjór. Hann er gjaldmiðill víða í þessum bransa og launin virðast hafa lækkað með árunum.“
Meira

bb.is | 21.08.14 | 09:20 Grjóthleðslunámskeið í Breiðavík

Mynd með frétt Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands stendur fyrir námskeiði um torf- og grjóthleðslu í Breiðavík 19. og 20. september. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti, hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 08:14Æðarræktendur funda í Trékyllisvík

Mynd með fréttAðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn á laugardag í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík í Árneshreppi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt erindi bæði til gagns og gamans fyrir félagsmenn. Fundurinn hefst klukkan 11 og ráðgert er að hann standi til klukkan 15. Að ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 07:41Umhverfis djúpan fjörð á Gamla sjúkrahúsinu

Mynd með fréttGuðbjörg Lind Jónsdóttir og Hjörtur Marteinsson opna sýninguna Umhverfis djúpan fjörð í Listasafni Ísafjarðar í Gamla sjúkrahúsinu á morgun kl. 16. Þar leiða þau gesti í ferðalag um kunnar jafnt sem ókunnar slóðir. Viðfangsefni sýningarinnar er landið og breytilegar birtingarmyndir þess ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 16:57Gæsaveiðin hafin

Mynd með fréttGæsaveiðitímabilið hófst í dag. Veiði á grágæs og heiðagæs er heimil frá 20. ágúst til 15. mars. Fyrstu daga tímabilsins má gera ráð fyrir ófleygum ungum og minnir Umhverfisstofnun veiðimenn á að óheimilt er að skjóta þá. Margir veiðimenn kjósa að ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 16:49Busavígslur eru ofbeldi, segir skólameistari

Mynd með fréttBusavígslur í framhaldsskólum hafa sætt stöðugt meiri gagnrýni ár frá ári. í Fréttablaðinu í dag segir Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands, að hann vilji að hinar hefðbundnu busavígslur leggist af. Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að stjórnendur ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 15:59Upphafi skólastarfs frestað um viku

Mynd með fréttFresta þarf skólasetningu og upphafi skólastarfs í Grunnskóla Bolungarvíkur um eina viku, þar sem ekki hefur tekist að klára endurbætur á húsnæði skólans. Þetta kemur fram á fréttavefnum Víkari.is. Skólasetning átti að fara fram á fimmtudag en verður þess í stað ...
Meira


Textaauglýsingar

Mynd með frétt

Bjarnabúð Bolungarvik

Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Vestfjörðum, stofnuð 1927 og hefur verið opin óslitið síðan. Vanti þig nál, tvinna, garn, lambalæri, mjólk, bók, gjafir eða fatnað, þá finnur þú það í Bjarnabúð. Opið alla daga vikunnar.
Auglýsing

Til að panta textaauglýsingu, hafið samband
í síma 456 4560 eða á netfangið bb@bb.is.
Lýsing á textaauglýsingu: Stutt fyrirsögn,
hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn.
Mynd á JPG sniði, í stærðinni 130x100 dílar (pixel).


Sölvi R. Sólbergsson | 19.08.14 | 08:18 Dynjandi ekki í hættu

Mynd með frétt Gunnlaugur Finnbogason skrifar grein hér á bb.is með fyrirsögninni „Dynjandi í hættu“ og talar út frá frétt með fyrirsögninni „Nauðsynlegt að ...
Meira

  Leitarvélin

  Útgefandi

  Gúttó ehf.
  Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
  Sími 456 4560 - Fax 456 4564
  Kt. 680501-2620
  netfang: bb@bb.is
  Veffang: www.bb.is

  Ritstjóri vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson

  Ábyrgðarmenn vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli