Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 04.05.16 VG og Samfylking vilja úttekt á stjórn Orkubúsins

Þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hafa farið fram á úttekt Ríkisendurskoðunar á tilteknum þáttum í störfum stjórnar Orkubús Vestfjarða. Í umræðum um störf þingsins í gær kallaði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, eftir því að fjármálaráðherra geri þinginu grein fyrir því hvernig hann hyggst skipa í stjórn Orkubúsins en aðalfundur fyrirtækisins verður á fimmtudag í næstu viku. „Verður leitað til annarra flokka varðandi tilnefningar í stjórn eða munu stjórnarflokkarnir eingöngu skipa sitt fólk,“ spurði Lilja Rafney.
Meira

bb.is | 04.05.16 | 10:30 Úrkoma næstu daga

Mynd með frétt Klukkan níu í morgun var lítilsháttar rigning í Bolungarvík, norðaustan stinningsgola og hiti tæpar þrjár gráður. Samkvæmt Veðurstofu Íslands gengur í norðaustan 10-15 m/s um hádegi. Dálítil rigning eða slydda verður, einkum á svæðinu norðanverðu, en úrkomuminna á morgun. Hiti á ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 09:37Harður árekstur á Eyrarhlíð

Mynd með fréttHarður árekstur varð á Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, laust fyrir kvöldmat í gær. Tveir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Ísafirði fór töluvert betur en á horfðist en bílarnir eru mikið skemmdir ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 09:24Vaxandi ostrurækt í Mexíkóflóa viðfangsefni MA-ritgerðar

Mynd með fréttCurtis Gamble, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða , ver meistararitgerð sína í dag kl. 14. Ritgerðin ber yfirskriftina An Evaluation of The Floating Cage System for Eastern Oyster (Crassostrea Virginica) Aquaculture Production in The Northern Gulf of Mexico. Vegna vaxandi eftirspurnar eftir eldisostrum ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 09:01Púkamótið verður haldið í Reykjavík

Mynd með fréttPúkamótið 2016 verður haldið í Reykjavík en ekki á Ísafirði eins og frá upphafi. Alls hafa verið haldin 11 Púkamót og fyrir löngu orðið að föstum lið í sumardagskránni á Ísafirði að fylgjast með belgmiklum og tignarlegum körlum á besta aldrei ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 08:34Hagstætt tíðarfar í apríl

Mynd með fréttTíðarfar í apríl var hagstætt að mestu að því er segir í samantekt Veðurstofunnar. Hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990, en þó var að tiltölu kaldara um landið austanvert heldur en í öðrum landshlutum. Úrkoma var mikil austast á ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 07:47Gróandi undirbýr sína fyrstu uppskeru

Mynd með fréttGróandi, félag sem stendur fyrir ræktun lífræns grænmetis á Ísafirði hefur nú hafið handa við að undirbúa sína fyrstu uppskeru. Hildur Dagbjört Arnardóttir, starfsmaður Gróanda, er byrjuð að vinna við ræktunarsvæðið sem staðsett er fyrir ofan Hlíðarveg og hefur hún í ...
Meira


bb.is | 02.05.16 | 14:06 Ísafjarðardjúp og Jökulfirðir.

Mynd með frétt Það hefur ekki farið framhjá neinum er hugsa um sitt nærumhverfi eða þeim er láta sig óspillta náttúru og lífríkið varða, að mikil umræða og skrif hafa verið um fyrirhugað sjókvíaeldi í opnum kvíum á laxfiskum í Ísafjarðardjúpi og jafnvel í Jökulfjörðum.
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli