Forsíða

27.08.16 Rjómaballið

Mynd með frétt

bb.is | 24.08.16 Steikin mætt af eigin rammleik

Gómsætt grasið í görðum Flateyringa hefur mikið aðdráttarafl fyrir fjórfætta Önfirðinga og flykkjast þeir í blómabreiðurnar og þær stöku hríslur sem Flateyringar hafa af miklu harðfylgi komið til manns. Samkvæmt heimildum bb.is hafa girðingaviðgerðarmenn unnið hörðum höndum í sumar en þeim hefur þó ekki tekist að koma í veg fyrir þessar gómsætu heimsóknir. Ekki liggur fyrir hvar þessir óvelkomnu gestirnir hafa lögheimili og að því er virðist hafa bændur fjarðarins ekki lagt sig eftir að kanna hvort skepnurnar séu þeim tengdar eignarböndum. Í morgun voru þessar fjölskyldur, sem virðast að mestu leyti samanstanda af einstæðum mæðrum með börn, komnar í kirkjugarðinn á Flateyri og má segja að með því hafi þær gengið of langt.
Meira

bb.is | 24.08.16 | 16:25 Tónlistarskóli Ísafjarðar settur í dag

Mynd með frétt Eitt höfuðeinkenni Ísafjarðar er án efa hið ríkulega tónlistarlíf sem hér er að finna og hefur Tónlistarskóli Ísafjarðar í áranna rás séð um að veita mörgum gott uppeldi í heimi tónlistarinnar. Nú hafa kennarar og starfsfólk skólann sett sig í stellingar ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 15:50Opið fyrir umsóknir um menningarstyrki

Mynd með fréttÍsafjarðarbær óskar eftir umsóknum um styrki til menningarmála, síðari úthlutun ársins 2016. Við fyrri úthlutun veitti Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar 750.000 krónur, þar fékk Ómar Smári Kristinsson 125.000.- vegna teiknimyndasögu byggðri á Gísla sögu Súrssonar, Edinborgarhúsið fékk sömu upphæð ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 14:50Vestnorrænn stuðningur við Systur

Mynd með fréttLilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður og fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins lagði fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við regnhlífarsamtökin Systur á ársfundi ráðsins í Qaqortoq á Suður-Grænlandi á mánudaginn. Ráðið samþykkti tillöguna og mun hún verða til að greiða fyrir áformum Systra um ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 14:14Alþýðufylkingin í startholunum

Mynd með fréttAlþýðufylkingin undirbýr sig þessa dagana fyrir kosningar í haust og hefur auglýst eftir frambjóðendum sem vilja vera á framboðslista. Einu skilyrðin eru að vera á kjörskrá og að styðja stefnu flokksins um félagsvæðingu á fjármálakerfinu og öðrum innviðum samfélagsins. Áhugasömum er bent ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 13:23Skútan var að koma frá Grænlandi

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum ætlar ekki að veita frekari upplýsingar að sinni um atburðina á Suðureyri í nótt þegar sérsveitin var kölluð til aðstoðar vegna deilna skipverja á erlendri skútu. Einn skipverjinn hafði hótað að beita skotvopni í deilum milli áhafnarinnar. Aðspurður ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 12:58Félag grunnskólakennara undirritar nýjan kjarasamning

Mynd með fréttFélag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðdegis í gær. Kjarasamningurinn byggir á fyrri samningi sem félagsmenn FG felldu í atkvæðagreiðslu í byrjun júní síðastliðinn. Metur samninganefnd og svæðaformenn FG það svo að með hinum nýja kjarasamningi séu ...
Meira


Bjarni Jónsson | 24.08.16 | 15:05 Skólarnir eru lífæð byggðanna

Mynd með frétt Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Þessa dagana er starfið að hefjast í öllum skólum landsins. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman í fjarlæga landshluta til að geta sótt þá menntun sem þau eiga rétt á.
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli