Frétt

Mbl.is | 27.03.2002 | 08:25„Heilmikil lífsreynsla fyrir friðsaman Íslending“

Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður.
Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður.
Fundur Alþjóða þingmannasambandsins, IPU, samþykkti samhljóða ályktun varðandi Mið-Austurlönd en Einar K. Guðfinnsson, formaður Íslandsdeildar IPU, stýrði starfi vinnunefndar sem samdi ályktunina. Allt að 145 þjóðir eiga fulltrúa á fundum IPU en vinnunefndina skipuðu innan við tíu manns.
Einar segir að texti ályktunarinnar sé fyrst og fremst stuðningur við samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1397, sem kveður á um að tilvist tveggja sjálfstæðra ríkja, Ísraels og Palestínu, innan skilgreindra og viðurkenndra landamæra. Þá er einnig vakin athygli á frumkvæði Sádi-Araba varðandi friðarferlið í Mið-Austurlöndum, án þess að það sé endilega tekið undir það. Síðan er afdráttarlaus stuðningur við friðarferli og að menn láti af vopnuðum átökum.

Einar segir að fulltrúar allra heimshluta hafi átt sæti í vinnunefndinni auk fulltrúa Ísraelsríkis og Palestínu. „Það er óhætt að segja að þarna voru fulltrúar þeirra sjónarmiða sem standa að baki þeim deilum sem uppi eru í Mið-Austurlöndum. Af því leiðir að þetta var mjög vandasamt og viðkvæmt mál sem þarna var verið að reyna að ná saman. Það tókst eftir mjög stranga fundi og harðar umræður,“ segir Einar. Hann segir það mestu máli skipta tekist hafi að gera ályktunina þannig úr garði að bæði fulltrúar Palestínu og Ísraelsríkis samþykktu textann.

Einar segir að fundurinn hafi verið sér mikil lífsreynsla. „Fyrir friðsaman Íslending var þetta heilmikil lífsreynsla, ekki síst að skynja frá fyrstu hendi hversu viðkvæmir allir hlutir eru í þessari umræðu. Breyting á einu orði sem fljótt á litið virtist ekki geta falið í sér neina hættu, gat kallað fram og kallaði stundum fram, mjög erfiðar umræður. Það skýrði betur fyrir manni ástandið í Mið-Austurlöndum, en allar þær fréttir sem maður hefur lesið um það,“ sagði Einar.

Hann segir það hafa verið mikilvægast að unnt hafi verið að einskorða ályktunina við samþykkt öryggisráðs SÞ, í stað þess að taka upp alla deiluna í Mið-Austurlöndunum. Hann segir að þetta hafi verið lykillinn að því að unnt hafi verið að ná mönnum saman.

Þá hefur Einari jafnframt verið falið að vera einn af þremur höfundum skýrslu um fjármögnun þróunarmála sem taka á fyrir á ráðsfundi IPU í haust. Tilefni þessa er ráðstefna SÞ um fátækt sem fram fór í Mexíkó nýverið. Meðhöfundar Einars eru þingmenn frá Suður-Afríku og Taílandi. Einar segir þetta helgast af því að hann hafi fyrir tveimur árum verið kosinn formaður efnahags- og félagsmálanefndar IPU. Verksvið plaggsins sem um ræðir falli undir þessa nefnd og því hafi þótt eðlilegt að Einar tæki þátt í því að undirbúa plaggið. Hann segir að með nútímatölvutækni geti hann unnið að skýrslunni hér á landi.

Auk Einars eiga Ásta Möller og Jóhanna Sigurðardóttir sæti í Íslandsdeild IPU. Ásta Möller var kjörin annar varaformaður kvennanefndar Alþjóðaþingmannasambandsins f.h. Vesturlanda. Forseti kvennanefndarinnar er frá Suður-Afríku og fyrsti varaforseti frá Japan, að því er segir í fréttatilkynningu frá alþjóðasviði Alþingis. „Kvennanefndin undirbýr m.a. kvennafundi sem haldnir eru í upphafi hvers IPU-þings. Kvennanefndin berst fyrir réttindum kvenna um heim allan og fyrir auknum hlut kvenna í stjórnmálum og veitir kvenkyns þingmönnum stuðning og aðstoð,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Mbl.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli