Frétt

Smári Karlsson | 02.12.2006 | 09:29Frjálslyndur rasismi

Smári Karlsson.
Smári Karlsson.
Það var sannkölluð skítabomba sem utanveltubesefinn Jón Magnússon og fóstbróðir hans Magnús Þór Hafsteinsson vörpuðu inn í íslenskt samfélag. Og rétt eins og mý laðast að mykjunni skríða íslenskir rasistar út úr skápum sínum og dást að röggsemi þeirra, dást að því að loksins þori einhver að taka á útlendingavandanum. En hver er þessi vandi? Þarf ekki að vera vandamál til þess taka á? Vandinn á meðal annars að vera sá að útlendingar streymi til landsins og taki vinnu af Íslendingum, þeir eiga víst að lækka launin fyrir utan að vera óalandi og óferjandi hyski ef mark er tekið á ýmsum greinarskrifum sem birst hafa í blöðunum undanfarnar vikur.

Það er 2,6 prósent atvinnuleysi á Íslandi, á máli fræðinganna kallast það ekkert atvinnuleysi. Ef útlendingar eru að „taka” vinnu frá Íslendingum þá geri ég ráð fyrir að einhversstaðar séu ráfandi hópar af atvinnulausum Íslendingum en svo er ekki. Eftir stendur er að atvinnuleysið er 2,6 prósent og því algjör firra að halda fram að einhver sé að taka vinnu frá einhverjum. Hvort útlendingar hafa valdið launalækkun skal ég ósagt látið, mig skortir einfaldlega þekkingu á því en eftir því sem ég best veit hafa laun ekki lækkað undanfarin ár og misseri og því varla hægt að kenna útlendingum um glæp sem ekki var framinn. Þegar rýnt er í málflutning Frjálslynda flokksins og farið yfir helstu röksemdir þeirra í málefnum innflytjenda stendur fátt eftir nema illa dulbúinn rasismi. Jón utanveltubesefi hefur m.a. sagt að meira að segja 50.000 Norðmenn eða 100.000 Danir sem flyttust til landsins væri of mikið, málið snýst semsagt um kynþætti. Danir og Norðmenn eru betri en Rúmenar, Pólverjar og Lettar. Hann virðist haldinn sömu aðdáun á hinum norræna kynstofni og nasistar Þriðja ríkisins ásamt því að deila skoðunum þeirra á íbúum Austur Evrópu.

Ísafjarðarbær er að mörgu leyti heimabær Frjálslynda flokksins, fylgi hans er mikið í bænum og formaðurinn er Ísfirðingur. Á sama tíma er hlutfall erlendra ríkisborgara í Ísafjarðarbæ með því hæsta sem gerist á landinu. Við Ísfirðingar þurfum að senda skýr skilaboð hvað okkur finnst um málflutning íslenskra rasista og þeir leynast víðar en bara í Frjálslynda flokknum. Vissulega fylgja einhver vandamál því þegar svo miklar breytingar verða á samfélaginu eins og hafa orðið undanfarin ár en þau eru hjóm eitt samanborið við ávinninginn og tækifærin sem fjölbreyttara samfélag færir okkur.

Frjálslynda flokknum hefur með afskræmingu á staðreyndum og ógeðfelldu lýðskrumi sínu tekist að lyfta fylgi sínu upp í 11 prósent tvo þjóðarpúlsa í röð. Flokkurinn var nær örenda þegar Magnús brá sér í sjömílnaskóna, stríðið gegn kvótanum var tapað og nýr óvinur íslensks verkafólks fundinn, útlendingar. Ef þú, kæri lesandi, ert einn af þeim sem hafa flykkst að baki Frjálslynda flokknum eftir að hann tók upp stefnu fjandsamlega útlendingum mæli ég með að þú spyrjir þig eftirfarandi spurninga: Stafar mér ógn af útlendingum? Ógna útlendingar starfsöryggi mínu? Hafa laun mín lækkað? Er það útlendingum að kenna? Er ég rasisti?

Smári Karlsson, innflytjandi í Noregi.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli