Frétt

Björgmundur Örn Guðmundsson | 08.05.2006 | 13:42Núna er tækifærið

Björgmundur Örn Guðmundsson.
Björgmundur Örn Guðmundsson.
Til að Ísafjarðarbær þróist og eflist þurfum við að huga vel að þeim markmiðum sem við höfum fyrir samfélagið okkar. Á tímum mikilla breytinga og þar af leiðandi mikilla tækifæra verðum við að setja okkur skýr markmið. Framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hafa mjög skýr markmið fyrir sveitarfélagið okkar. Framtíð okkar þarf í fyrsta lagi að byggja á góðri þjónustu fyrir íbúana og að þjónustan sé þar sem íbúarnir eru. Leik- og grunnskólar í öllum kjörnunum eru forsenda fyrir því að fólk vilji setjast þar að.

Í öðru lagi þarf skipulag og þjónusta að vera stöðugt í endurskoðun bæði til að styðja við atvinnulífið og að fólkinu líði vel. Í þriðja lagi þarf stefna í atvinnumálum að vera skýr eða öllu heldur hvar vaxtamöguleikar eiga að vera. Framsóknarmenn hafa sagt að mjög mikilvægt sé að auka fjölbreytni í atvinnuháttum og stuðla að því að atvinna fyrir háskólamenntað fólk aukist í sveitarfélaginu.Helstu vaxtarbroddarnir eru í ferðaþjónustu, iðnaði og rannsóknarverkefnum. Allt þetta höfum við verið að byggja upp ásamt því að styðja við bakið á þeim hefðbundnu atvinnugreinum sem einkennt hafa Vestfirði þ.e. sjávarútveg og landbúnað.

Með tilkomu Háskólaseturs Vestfjarða hefur verið stigið mikilvægt skref í átt til þess að styrkja rannsóknarstarf og iðnað á svæðinu. Sífellt stærri hópur ungs fólks útskrifast með háskólamenntun og það er sá jarðvegur sem er okkur Vestfirðingum mjög mikilvægur. Þó menntun sé ekki lausnin ein og sér þá er hún mjög mikilvægt verkfæri í þróun samfélagsins.

Við sem höfum verið að vinna í atvinnulífinu undanfarin ár höfum tekið eftir ákveðinni breytingu. Einstaklingar eru farnir að hugsa út fyrir fjörðinn sinn og margir farnir að vinna að verkefnum langt út fyrir sitt svæði. Eins er fólk farið að skoða tækifæri sem tengjast ekkert við það samfélag sem það býr í frekar en eitthvað annað samfélag. Tökum sem dæmi að það er ekkert í jarðvegi Hafnarfjarðar frekar en einhvers annars bæjarfélags sem skapaði skilyrði fyrir því að Latibær varð þar til. Latibær var og er einungis hugmynd sem á sér enga staðsetningu og gat því orðið til hvar sem var.

Hlutverk okkar í Ísafjarðarbæ hlítur að vera það að örva einstaklingana til framkvæmda. Við verðum að útrýma þeim fórnalambahugsanahætti sem því miður einkennir málflutning sumra í bæjarfélaginu. Okkar framtíð er ekki einhverjum að kenna heldur okkar tækifæri. Með framsýni, bjartsýni og kjarki náum við árangri saman. Við Framsóknarmenn teljum að tækifærin séu alstaðar í ört breytanlegum heimi.

Þetta viljum við gera með því að halda áfram að styðja við nýsköpunarfélagið Hvetjanda. Með því að aðstoða ungt fólk sérstaklega við að stofna fyrirtæki sem væri nýmæli. Leita leiða til að efla og fjölga rannsóknarstofnunum í sveitarfélaginu enn frekar, í samvinnu við ríkið, innlenda og erlenda háskóla, einkafyrirtæki og félög. Einnig með því að kynna sveitarfélagið fyrir smáum og stórum fyrirtækjum. Þessi atriði sem ég hef talið hér upp er aðeins brot af þeim aðgerðum sem við viljum ráðast í til að bæjarfélagið okkar og íbúarnir geti gripið þau tækifæri sem gefast á hverjum degi í ört breytanlegum heimi.

Þú lesandi góður getur fylgt okkur inn í framtíð tækifæranna og þannig stuðlað að því að okkar stefnumál komist í framkvæmd með því að merkja x við B.

Björgmundur Örn Guðmundsson. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknarmanna í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli