Frétt

Leiðari 13. tbl. 2006 | 29.03.2006 | 09:49Í ljósi reynslunnar

Félög til styrktar hinu og þessu málefninu eru fleiri en tölu verður á komið hjá okkur Frónbúum. Síðastliðinn sunnudag bættist eitt í hópinn: Aðstandendafélag aldraðra, AFA. Ástæðan: Niðjum hinna öldruðu finnst tími til kominn að þeir taki höndum saman til að hafa áhrif á stöðu foreldranna; þeir segja nóg komið af orðum, nefndum og skýrslum og krefjast úrræða í málefnum þegnanna, sem lögðu grunninn að velferðarþjóðfélaginu.

Þótt sitthvað hafi áunnist í málefnum eldri borgara hafa samtök þeirra lengst af talað fyrir daufum eyrum yfirvalda. Því bera órækt vitni langir biðlistar á hjúkrunarheimilum, skattlagning grunnlífeyris ellilauna, tvísköttun þeirra lífeyrisþega, sem á árum áður greiddu fullan tekjuskatt af þeim hluta tekna sinna, sem varið var í lífeyrissparnað, svo fátt eitt sé nefnt. Viðbrögð stjórnvalda við kröfunni um að þessum endurgreidda sparnaði í formi lífeyris yrði greiddur sambærilegur skattur og af öðrum sparnaði og fjármagnstekjum urðu ekki misskilin: Farið bara í mál við ríkið ef þið eruð óánægð!

Skattlagning lífeyris aldraðra er þjóðarskömm að mati Reynis Ingibjartssonar, formanns Aðstandendafélags aldraðra, nokkuð sem ekki var gert fyrir áratug, að hans sögn. Spyrja má um sanngirnina sem felst í því að hjá einni af ríkustu þjóðum heims skuli ,,keisarinn“ krefja sjötugan einstakling, sem búinn er að vinna fyrir sér og sínum hörðum höndum í meira en hálfa öld, um rúmar 11.000 krónur á mánuði af lífeyrissjóðs- og ellilaunum, sem samtals nema um 100.000 á mánuði?

Meðal þeirra er sátu stofnfund AFA var nýskipaður heilbrigðisráðherra, sem auk þess að lýsa ánægju sinni yfir stofnun félagsins kvaðst finna fyrir vitundarvakningu meðal landsmanna fyrir málefnum aldraðra. Ástæða er til að deila ánægjunni um tilvist AFA með ráðherranum; ekki veitir af auknu liðsinni í baráttunni fyrir bættum hag aldraðra. Um leið skal látin sú von í ljósi að ,,vitundarvakningin“, sem ráðherran telur sig hafa komið auga á nái einnig til ráðamanna samfélagsins svo þeir hristi af sér mókið sem svo mjög og lengi hefur plagað þá í þessum málaflokki.

Þegar dagblöðum er flett þessa dagana mætti ætla að ekki hafi verið þörf stofnun AFA. Dag eftir dag birtast yfirlýsingar frá stjórnmálaflokkum og greinar frá einstaklingum, sem sækjast eftir stuðningi háttvirtra kjósenda í komandi sveitarstjórnarkosningum, um allt það sem gera þurfi og þeir ætli gera í þágu hinna öldruðu. Allt væri þetta gott og blessað ef áratuga reynsla væri ekki til staðar fyrir því hversu fljótt slíkar yfirlýsingar og greinaskrif gleymast að loknum kjördegi; en þá hafa málin runnið beint í hinn klassíska farveg: til ráða og nefnda, hvar eftir liggja skýrslugerðir í tonnatali.

Í ljósi reynslunnar var stofnun Aðstandendafélags aldraðra nauðsyn.
s.h.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli