Frétt

mbl.is | 11.05.2005 | 13:13Gunnar stóð einn í atkvæðagreiðslu um samgönguáætlun

Enginn gekk til liðs við Gunnar Birgisson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í atkvæðagreiðslu um samgönguáætlun sem fór fram á Alþingi nú fyrir hádegið. Gunnar lagði fram tillögur um ýmsar breytingar á samgönguáætlun sem miðuðu sumar að því að rétta hlut höfuðborgarsvæðisins varðandi fjárframlög til samgöngumála. Allar tillögurnar voru felldar með 33 atkvæðum stjórnarliða gegn atkvæði Gunnars utan ein Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði honum lið. Samgönguáætlun var síðan samþykkt með 31 atkvæðum gegn 3, en 23 þingmenn, þar á meðal bæði Gunnar I. Birgisson og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddu ekki atkvæði.

Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að samgönguáætlunin væri dæmi um svikin loforð stjórnarflokkanna um átak í samgöngumálum. Sagði Guðmundur að vilji þingmanna flokksins á höfuðborgarsvæðinu hefði staðið til þess að styðja þá viðleitni Gunnars I. Birgissonar, að leggja aukna áherslu á höfuðborgarsvæðið en án þess að það yrði til þess að skerða það skerta framlag til landsbyggðarinnar, sem samgönguáætlun geri ráð fyrir. Sagði Guðmundur, að kjarni málsins væri sá að það skorti fjármagn til vegamála.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að samgönguáætlun væri aðeins áætlun og þingmenn flokksins á höfuðborgarsvæðinu áskildu sér allan rétt til að berjast fyrir því að vegabótum innan höfuðborgarsvæðisins verði flýtt og auknum fjármunum verði varið til vegaframkvæmda á svæðinu.

Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að nauðsynlegt væri að ráðast í Sundabraut hið fyrsta. Nauðsynlegt væri að leita sérstakra leiða við fjármögnun Sundabrautar, utan samgönguáætlunar, og forustumenn ríkisstjórnarinnar hefðu tekið undir það. Í þessu ljósi hefðu þingmenn Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að styðja samgönguáætlun þótt hlutur höfuðborgarsvæðis væri þar rýr.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, gagnrýndi harðlega framlag til vegamála og sagði að verið væri að leggja til að verja einu lægsta hlutfalli sem um geti af vergri landframleiðslu til vegamála.

Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að innan núverandi fjárheimilda væri ekki hægt að ná sátt um samgönguáætlun. Ekki væri viðunandi að standa frammi fyrir því að aka á malarvegum í Norðvesturkjördæmi á næstu árum.

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sagði óhjákvæmilegt að gera áætlanir í samgöngumálum. Fyrir lægi að framkvæmdir og rekstur á sviði flugmála í áætluninni væru í samræmi við þá miklu umsvif sem væru í starfsemi flugsins. Góð sátt væri um siglingastarfsemi. Varðandi vegamál þá væru miklar væntingar um vegaframkvæmdir um allt land. Í þessari áætlun væri gert ráð fyrir því að veita yfir 60 milljörðum króna til vegamála á næstu fjórum árum og það væru hærri upphæðir en varið hefði verið áður til vegamála á Íslandi. Gert væri ráð fyrir að bæta þjónustu og byggja upp vegakerfið. Hins vegar væri nauðsynlegt að hafa breytileg framlög frá ári til árs í samræmi við fjárlög.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í atkvæðaskýringu að hann hefði litið þannig á að vegagerð væri sameiginlegt verkefni allra landsmanna. Hann hefði því ekki skipt sér sérstaklega af vegaáætlun en það stafaði ekki af áhugaleysi eða að hann hefði ekki tekið eftir árlegu baktjaldamakki og ýfingum í kringum vegaáætlun með tilheyrandi tilfinningaupphlaupi. Þar væru aðallega á ferðinni landsbyggðarþingmenn, sem virtust telja það vera meginhlutverk sitt að leggja vegi, byggja brýr og grafa skurði. Nú virtist þessi þrýstihópur hafa skotið yfir markið og ætlað sér of stóran bita af kökunni og valdið uppnámi á höfuðborgarsvæðinu. Sagðist Pétur skilja Gunnar I. Birgisson vel. Pétur sagðist hins vegar greiða atkvæði gegn tillögum Gunnars vegna þess að þær skerpi enn frekar á þeirri hugsun, að vegir og samgöngur komi aðeins hverju svæði við. Því væri hann mótfallinn og sagðist Pétur skora á landsbyggðarþingmenn að gæta sín á næsta ári.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli