Frétt

mbl.is | 24.11.2004 | 08:14Leeds berst enn fyrir að fá Gylfa um mánaðamót

Enska knattspyrnufélagið Leeds United telur sig hafa fundið fordæmi sem geti gert það að verkum að Gylfi Einarsson geti byrjað að spila með því í 1. deildinni strax um næstu mánaðamót - ekki um áramót eins og reglur FIFA kveða á um. Kevin Blackwell, knattspyrnustjóri Leeds, sagði á vef félagsins í gær að hann vissi um tvo norska leikmenn sem væru byrjaðir að spila í Hollandi þó þeir hefðu leikið í Noregi til loka tímabilsins þar.

Annar þeirra er Eric Nevland, sem fór fyrir skömmu frá Viking Stavanger til Groningen og skoraði bæði mörk liðsins í óvæntum útisigri á Feyenoord, 2:1, í hollensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Enska knattspyrnusambandið hefur vísað frá beiðni Leeds um að Gylfi fái heimild til að spila með liðinu frá og með 1. desember en félagið hefur nú áfrýjað þeim úrskurði.

„Við erum í svipaðri stöðu og ég vona að áfrýjun okkar verði tekin til greina því það yrði gífurlegur styrkur fyrir okkur að fá Gylfa strax í hópinn. Það er í raun fáránlegt að hann skuli þurfa að bíða til áramóta. Hann er samningslaus frá og með 30. nóvember, þá er hann í raun atvinnulaus, og þá á honum, samkvæmt vinnulöggjöf Evrópusambandsins að vera frjálst að hefja störf annars staðar. Þetta er mál sem gæti farið fyrir mannréttindadómstólinn því honum er í raun neitað um þau réttindi að afla sér lífsviðurfæris,“ sagði Blackwell, sem sagði ennfremur frá því í gær hve langur aðdragandi hefði verið að því að fá Gylfa til liðs við félagið.

„Ég ákvað strax í byrjun að láta fjóra mismunandi aðila fara til að fylgjast með honum. Tveir þeir fyrstu fóru til Noregs og komu báðir til baka með mjög góð ummæli svo við ákváðum að fá hann til okkar til æfinga. Gylfi bar höfuð og herðar yfir þá leikmenn sem hann æfði með í Noregi, og við þurftum að finna út hvort hann væri betri en þeir leikmenn sem við erum með í ákveðnum stöðum á vellinum. Niðurstaðan var sú að hann væri það, og við ákváðum því að halda áfram með málið. Gylfi var æstur í að koma til okkar, hann átti tvo eða þrjá aðra möguleika í 1. deildinni og gat verið um kyrrt í Noregi, en hann telur að Leeds sé lið við sitt hæfi, hann skoðaði sig um hjá okkur og hreifst af því sem hann sá,“ sagði Blackwell.

„Gylfi hefur skorað mikið af mörkum sem miðjumaður, hann fer mikið inn í vítateig mótherjanna og ég vonast svo sannarlega til að miðjumenn okkar fari að skora fleiri mörk. Ég er viss um að Gylfi getur gert það gott hjá okkur en lykilatriðið er að hann kostaði okkur ekkert og það gerði útslagið,“ sagði Kevin Blackwell.

Gylfi kom á nýju til Leeds í gær til að hefja æfingar á Elland Road með sínu nýja félagi sem féll úr úrvalsdeildinni í vor og er nú í 17. sæti 1. deildar.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli