Frétt

mbl.is | 20.09.2004 | 08:20Evrópa vann með yfirburðum

Evrópa vann Ryder keppnina sem fram fór á Oakland Hills vellinum með átján og hálfum vinning gegn níu og hálfum vinningi Evrópu, þetta var sjöundi sigur Evrópu í tíu síðustu keppnum. Evrópa vann sjö leiki á síðasta keppnisdeginum, einum leik lauk með jafntefli og Bandaríkin unnu fjóra leiki. Lee Westwood rak síðasta naglann í líkkistu Bandaríkjamanna á Oakland Hills þegar hann setti niður þriggja metra pútt á lokaholunni og Evrópa vann enn einn stórsigur á Bandaríkjamönnum í keppninni.

Lið Evrópu hefur verið talið ólíklegra liðið til þess að sigra í keppninni undanfarin en þeir hafa borið sigur úr býtum nokkuð örugglega í síðustu keppnum en þetta var fjórði sigur þeirra í síðustu fimm keppnum.

Sigur Evrópu í dag er stærsti sigur þeirra í sögu keppninnar, stærsti sigur Evrópu framað keppninni í dag var árið 1985 þegar leikið var á Belfry en þá unnu Evrópumenn með 16 1/2 vinningi gegn 11 1/2, var það fyrsti sigur Evrópu í 28 ár.

„Við hófum keppnina sem ólíklegara liðið til þess að sigra í keppninni. Það er furðulegt hvað okkur gengur vel,“ sagði Montgomerie. „Ég veit ekki hvað gerist.“

Evrópumenn unnu keppnina í þriðja sinn á Bandarískri grundu, þeir sáu til þess að nú var ekki mjótt á mununum líkt og var í Brookline, fyrir fimm árum síðan þegar Bandaríkjamennirnir náðu að jafna keppnina eftir að hafa verið undir 10-6 en þá settu þeir alla sína bestu menn fremst í einstaklingsleikina.

Tiger Woods skilaði loks sínu, hann var eini kylfingurinn í Bandaríska liðinu sem tapaði ekki holu í einvígi sínu gegn Paul Casey. Bandaríkjamenn byrjuðu daginn vel og voru þeir með forystu í fimm fyrstu leikjunum og áhorfendur voru vel með á nótunum.

Bandaríska liðið náði ekki að halda þá stöðu út líkt eins og raunin hefur verið alla þessa viku.

Sergio Garcia fékk þrjá fugla í röð og sneri leiknum gegn Phil Mickelson sér í hag, Garcia vann svo leikinn þegar Mickelson setti boltann sinn í vatnið á 16. holunni.
Darren Clarke var tveim holum undir þegar þrjár holur voru eftir í leik hans gegn Davis Love III. Clarke setti niður pútt fyrir fugli á 16. holunni og vippaði boltanum svo í holuna á 17. holunni og svo fór að lokum að jafntefli varð niðurstaðan.

Evrópa leiddi keppnina 11-5 áður en keppni hófst í dag og þurfti því einungis þrjá sigra til þess að halda bikarnum, fimm leikjum var enn ólokið þegar bikarinn var í höfn hjá Evrópu og fagnaðarlætin voru hafin.

„Evrópska liðið er frábært,“ sagði fyrirliði bandaríska liðsins Hal Sutton. „Þeir léku óþvingað golf og nutu leiksins. Það eru margir góðir kylfingar í bandaríska liðinu en við máttum okkur einskis í þessari viku.“

Hinn 48 ára gamli nýliði Fred Funk var eini bandaríski kylfingurinn sem vann ekki neinn leik í keppninni í ár. Mickelson vann einn leik en tapaði þrem, Woods vann tvo leiki en tapaði þrem.

Garcia og Westwood voru bestu Evrópsku kylfingarnir í ár, þeir unnu báði fjóra leiki og gerðu eitt jafntefli. Thomas Levet náði sínum fyrsta sigri í vikunni þegar hann vann Fred Funk í lokaumferðinni.

Þetta var hörmuleg vika fyrir Sutton en digurbarkalegar yfirlýsingar hans skiluðu sér ekki í leik Bandaríska liðsins.
Hann sagði að hann hefði verið með þá hugmynd um að láta Woods og Mickelson leika saman í kollinum í tvö ár. „Sagan þarfnaðist þess...Aðdáendur þörfnuðust þess,“ þrátt fyrir að það lægi fyrir að Woods var ekki hlynntur því. Þeir töpuðu tveim leikjum á föstudaginn þegar Evrópa tók fimm stiga forskot.

Sutton hvíldi Chris Riley seinnipartinn á sunnudaginn, þrátt fyrir að Riley hefði ekki tapað í tveim síðustu leikjum sínum.

Þegar Sutton var spurður um hvort hann hefði átt að gera eitthvað öðruvísi, sat hann fastur við sitt.

„Það verður umræðan þar til ég fer undir græna torfu,“ sagði hann. „Fyrri og framtíðar fyrirliðar verða alltaf á milli tannanna á fólki og það er hluti af starfinu. Ég ætla ekki að efast um gerðir mínar.“

Það verður hins vegar gert þar til næsta Ryder keppni fer fram á K Club í Írlandi árið 2006.

Evrópska liðið verður augljóslega talið sigurstranglegra liðið þá.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli