Frétt

Leiðari 21. tbl. 2001 | 23.05.2001 | 13:39Flaggað í hálfa stöng

Tillaga Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Karls V. Matthíassonar um frestun á kvótasetningu á steinbít, ufsa og ýsu, sem tekur gildi 1. sept. nk., fékkst ekki tekin á dagskrá Alþingis fyrir þinglok. Ríkisstjórnin vissi sem var, að tillaga tvímenninganna átti vísan stuðning meirihluta þingmanna. Holhljóma yfirlýsing sjávarútvegsráðherra í Kastljósi ríkissjónvarpsins á mánudag um að svo hafi ekki verið, breytir þar engu um. Og þar sem engar tillögur frá ríkisstjórninni litu dagsins ljós var tillögu þeirra Guðjóns og Karls einfaldlega stungið undir stól.

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem studdu frestun á gildistöku ákvæðisins um krókabáta máttu lúta í lægra haldi með sjálfan formann sjávarútvegsnefndar í stafni. Staða þeirra var ekki öfundsverð. Sakaðir um skemmdarverkastarfsemi af valmennum í eigin herbúðum, sem nú standa við gaflhlað og glotta við tönn.

Engum getum skal að því leitt að huggun hafi það verið þingmönnum Vestfirðinga í stjórnarliðinu, að ráðherrarnir tóku frá þeim þann beiska kaleik að greiða atkvæði gegn vilja húsbændanna, með öllum þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum, sem slíkt hefði haft í för með sér. Hitt skal umbúðalaust sagt hér og nú: Það tekur enginn mark á bænakvaki um að menn haldi rósemi sinni eftir það sem á undan er gengið og þaðan af síður á gatslitnu meiningarlausu sáttahjali, sem enginn trúir lengur, síst af öllu sjómenn, enda sagan ólygnust í þessum efnum. Mat sjávarútvegsráðherra á bæn þingmannsins og fyrirheitinu sem í henni fólust leynir sér ekki.

Samstaða sjómanna er mikil um þessar mundir. Tvenn lög til höfuðs baráttu þeirra fyrir bættum kjörum með stuttu millibili. Og nú lög sem ætluð eru til að knýja trillukarla inn í kvótabraskið. Með það að markmiði að stórútgerðin geti keypt þá endanlega út úr greininni, svo sægreifarnir geti setið einir og óáreittir að auðlindinni um alla framtíð. Engan skyldi undra þótt atburðir síðustu daga setji mark á undirbúning sjómannadagsins, sem ekki er ýkja langt undan.

Vilmundur, trillukarl á Flateyri, segir gjörðir Alþingis „manngerðar náttúruhamfarir“, sem koma munu sérlega hart niður á Flateyringum og muni leiða til þess að fjöldi smábátaútgerða í landinu leggist af. Og Vilmundi trillukarli, sem alla jafnan kallar ekki allt ömmu sína, verður flökurt þegar tilteknir menn taka sér orðið réttlæti í munn.

Vilmundur trillukarl flaggaði í hálfa stöng er morgnaði að nýju eftir enn eitt svartnættið í sögu Alþingis.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 11:45 Engin mengun í vatninu

Mynd með frétt Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli