Frétt

| 17.05.2001 | 13:41Storkurinn yfirgefur Dani

Danir standa nú frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að engir storkaungar munu klekjast úr eggjum þetta árið í Danmörku í fyrsta sinn í 500 ár. Félag danskra fuglafræðinga varar ennfremur við því að verði ekki gripið til róttækra aðgerða, hverfi storkurinn úr danskri náttúru að fáum árum liðnum, rétt eins og dýr á borð við bjór, gaupu og elg. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því að formaður dönsku náttúruverndarsamtakanna lýsti því yfir að ástandið í danskri náttúru hefði líklega aldrei verið jafn slæmt og nú. Mbl.is greindi frá.
Storkar sáust við þrjú hreiður í vor en þeir reyndust allir karlkyns. Hefur storkum fækkað mjög í Danmörku undanfarin ár og kenna fuglafræðingar einkum um því hversu mikið votlendi hefur verið þurrkað upp. Segja þeir að verði ekki skapað votlendi muni storkarnir hverfa með öllu innan fimm ára.

Félag danskra fuglafræðinga hefur sett upp hreiður til að laða storkana að og hefur auk þess fengið fjárframlög til að endurskapa votlendi við Ribe sem er einn þekktasti storkabær landsins. Það hefur hins vegar ekki haft mikið að segja en fuglafræðingarnir vona að verði gerð alvara úr því að hækka vatnsyfirborðið á ákveðnum svæðum á Jótlandi og Lálandi, muni það hafa sitt að segja.

Dönsk náttúra verður fátækari með hverju árinu sem líður og til að koma í veg fyrir það hefur á stundum verið gripið til aðgerða sem vakið hafa harðar deilur. Enn er til dæmis tekist á um réttmæti þess að endurreisa bjórstofninn í Danmörku en talið er að hann hafi dáið út fyrir 2000 árum. Fyrir nokkrum árum var hins vegar ákveðið að sleppa þýskum og sænskum bjórum lausum á Jótlandi til að auka örlítið fjölbreytni danskrar náttúru.

Erlendi bjórinn þrífst vel en því fer fjarri að allir séu hrifnir af gestunum. Hefur sportveiðifélag Danmerkur nú farið í mál við danska náttúruverndarráðið og krefst þess að bjórnum verði vísað úr landi, þar sem hann sé hinn versti skaðvaldur.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli