Frétt

mbl.is | 10.01.2004 | 13:45Fall á fyrsta skyndiprófi

Íslenska landsliðið í handknattleik féll í gærkvöldi algjörlega á fyrsta skyndiprófinu sem það gekkst undir áður en kemur að alvöru prófunum þegar Evrópumótið hefst í Slóveníu eftir tæpar tvær vikur. Þunglamalegt, baráttulítið og einbeitingarlaust íslenskt landslið lét óvenju léttleikandi svissneskt landslið taka sig í karphúsið að Varmá, lokatölur, 32:25, eftir að staðan var 16:11, Sviss í vil í hálfleik. Sé tekið mið af þessum leik er ærið verkefni fyrir höndum hjá íslenska landsliðinu áður en það stígur fram á sviðið í Celje í Slóveníu 22. janúar nk.
Blábyrjunin var svo sem nógu góð, mark strax eftir 15 sekúndur eftir laglega sókn, Sigfús Sigurðsson af línunni eftir laglega fléttu. En síðan voru sögulok hjá íslenska liðinu, það hafði ekki fleiri svör á reiðum höndum. Svissneska liðið tók öll völd á vellinum í sínar hendur og hafi einhver haldið að það væri auðveld bráð, þá fékk sá hinn sami að kynnast því að það var hrapallegur misskilningur. Varnarleikur íslenska liðsins var slakur, hjarta varnarinnar var opið, menn hægir í stöðum sínum sem gerði að verkum að leikmenn svissneska liðsins fengu mikið rými til að athafna sig. Allt "flot" vantaði í sóknarleikinn, þ.e. boltinn gekk illa á milli manna og fyrsta tækifæri sem gafst á markskoti var nýtt, sóknarleikurinn var að mörgu leyti fyrirséður og staður. Lykilmenn í sókninni eins og Patrekur Jóhannesson og Ólafur Stefánsson virtust miður sín og ekki með á nótunum. Jaliesky Garcia, var aldrei nein ógn, vörn Sviss hafði öll tromp á hendi gegn honum og þá ekki síður markvörðurinn sem átti frábæran leik, Antoine Ebinger, hann las skot Garcia sem opna bók og líkt var á komið með skot Patreks og Ólafs. Svissnesku varnarmennirnir"klipptu" Guðjón Val Sigurðsson út í vinstra horninu og Einar Örn Jónsson var ekki nema skugginn af sjálfum sér í hægra horninu enda fékk hann t.d. engan stuðning frá Ólafi.
Svissneska liðið var einu til fimm mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn og ljóst að ef Guðmundur Hrafnkelsson hefði ekki varið nokkur skot undir lok hálfleiksins hefði munurinn verið meiri en fimm mörk í hálfleik, 16:11.

Hafi íslenska landsliðið leikið illa í fyrri hálfleik var upphaf síðari hálfleiks enn þá verra. Hver endaleysan rak aðra í sókn íslenska liðsins og svissneska liðið þakkaði pent fyrir sig og náði níu marka forskoti, 20:11. Nokkrar breytingar á íslenska liðinu skiluðu ekki tilætluðum árangri og það var ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik þegar íslenska liðið breytti varnarleik sínum úr 6/0 í 5 +1 að Eyjólfur hresstist. Um leið fékk íslenska liðið hraðaupphlaup sem aldrei þessu vant tókst að nýta, ekki síst fyrir góða nýtingu Gylfa Gylfasonar. Á tíu mínútna kafla í hálfleiknum var sem íslenska liðið rumskaði þar sem það "svaf" yfir prófinu. Því tókst að minnka muninn í nokkur skipti niður í fjögur mörk og átti góða möguleika á að minnka forskot Sviss niður í þrjú mörk, en allt kom fyrir. Aftur sótti í sama farið, far einbeitingarleysis og fljótfærni. Þá var ekki að sökum að spyrja og munurinn jókst á nýjan leik, engu breytti þótt Reynir Þór Reynisson sýndi ágæta frammistöðu í markinu eftir að hafa verið daufur framan af með hripleka vörn fyrir framan sig.

Svissneska liðið er skemmtilegt, að flestu leyti skemmtilegra en það hefur verið undanfarin ár þótt heilinn á bak við leik þess sé sem fyrr hinn þrautreyndi Robert Kostadinovic. Línu- og hornamenn liðsins eru góðir og þá hefur það á að skipa athyglisverðum skyttum, einkum Thomas Gautschi, sem lék í treyju númer 18 í gær. Síðastan en ekki sístan ber að nefna markvörðinn Ebinger. Hann reyndist áhugaminnstu leikmönnum íslenska liðsins einkar óþægur ljár í þúfu og varði alls 25 skot, þar af 17 í fyrri hálfleik.

Fyrr í þessum pistli hefur verið greint frá frammistöðu nokkurra leikmanna íslenska liðsins sem voru fjarri sínu besta að þessu sinni. Ljósu punktarnir voru fáir en þó rétt að nefna þá, Gylfi sýndi að hann á fullt erindi með landsliðinu til Slóveníu. Róbert Sighvatsson var ágætur og þá áttu Ragnar Óskarsson og Snorri Guðjónsson lipurlega spretti, en tókst ekki með þeim að vekja risana í íslenska liðinu. Þá er rétt að nefna markverðina, Guðmund og Reyni, sem skiptu leiknum á milli sín. Þrátt fyrri að ekki færi mikið fyrir þeim þá vörðu þeir samtals 21 skot og ef frammistaða þeirra væri stærsta vandamál Guðmundar Guðmundssonar eftir þennan leik þá gæti hann sofið vært fram að fyrsta leik á Evrópumeistaramótinu.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli