Frétt

Stakur 45. tbl. 2003 | 12.11.2003 | 13:31Háskólasamfélag á Vestfjörðum!

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður hefur lýst ánægju með hugmyndir nefndar iðnaðarráðherra um háskólasamfélag, en það er sú nefnd sem Halldór bæjarstjóri situr í. Nú hefur skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Ólína Þorvarðardóttir, ritað grein um nauðsyn tveggja jarðganga í Vestur- Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. Við fögnum öllum samgöngubótum og látum okkur litlu skipta hversu mikið þær kosta. En lítum yfir farinn veg. Hverju hafa þær skilað á síðustu árum? Einfaldast er að líta á þróun byggðar. Íbúum hefur ekki fjölgað á Vestfjörðum þrátt fyrir gríðarlegar bætur í vegakerfinu á Vestfjörðum síðustu rúma tvo áratugi. Til hvers eru þá samgöngubætur? Eðlilegt er að spyrja til hvers þær leiði. Þær höfðu samverkandi áhrif til sameiningar þeirra sveitarfélaga sem mynduðu Ísafjarðarbæ 1996, er þrír hreppar, með flesta íbúa í þorpunum Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, og tveir fábýlli sveitahreppar, Mýra- og Mosvallahreppar, ásamt Ísafjarðakaupstað runnu saman í Ísafjarðarbæ. Fólki í Ísafjarðarbæ hefur fækkað jafnt og þétt síðan.

Ekki má gleyma því að ,,stóru? hrepparnir í Vestursýslunni voru orðnir mjög skuldsettir vegna framkvæmda sem ráðist hafði verið í til þess að mæta kröfum íbúanna um íþróttaaðstöðu, ásamt því að bæta umhverfi, laga hafnir og fleira. Ætla má að samverkandi þættir hafi ráðið mestu um sameiningu sveitarfélaga, en jarðgöngin vonandi mestu. Samgöngur hafa batnað verulega en áhrif á sveitarstjórnir mættu vera meiri. Síðasta sérkennilega upphlaupið í þeim efnum voru viðbrögð bæjarstjórnar Bolungarvíkur við uppsögn Menntaskólans á leigusamningi húsnæðis, sem nýtt var undir grunndeild tréiðna. Þau lýsa hvorki skilningi á stöðu samgangna né mikilvægi þess að byggja upp menntasetur og síst kostnaðarvitund í opinberri þjónustu, sem Alþingi gerir stöðugt meiri kröfur um. Skólinn fór 5 milljónum króna fram yfir fjárveitingar 2002, sem knýr á um allar leiðir til sparnaðar.

Hætt er við því að þeir verði fyrir vonbrigðum sem trúa því að skólastofum háskólasamfélags, sem einhver raunveruleg áhrif ætti að hafa á Vestfjörðum, yrði dreift í hvert sveitarfélag. Hugmyndir um þetta ágæta samfélag virðast nokkuð óskýrar. Ljóst er að eitt eða tvö hundruð nemendur breyta ekki miklu um uppbyggingu samfélagsins á Vestfjörðum, að minnsta kosti ekki til þess að snúa við þróuninni. Ef til vill tækist að hamla enn um sinn gegn ört vaxandi fólksfækkun. Það sem skiptir máli er að koma upp menntasetri sem laðar fólk að, háskólafólk úr öðrum héruðum, sem er tilbúið að setjast hér að til þess að starfa hér. Til þess að það verði unnt er brýnt að fá enn fleiri nemendur til þess að stunda nám hér vestra með tímabundinni búsetu eða eftir atvikum varanlegri heimilisfesti. Þá er ekki verið ræða um það hundrað sem nú stundar einhvers konar fjarnám héðan. Þrjú til fjögur hundruð aðkomnir nemendur myndu breyta einhverju, meiru en við skynjum í dag. Til þess að þessi draumur verði að veruleika verður Alþingi að móta stefnuna með fjárveitingum og forsvarsmenn sveitafélaganna að gera sér grein fyrir því að skólinn verður að vera á einum stað, ekki mörgum. Ella fara nemendur annað!


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli