Frétt

bb.is | 16.10.2003 | 16:21Miklu minna kvikasilfur í íslensku hrefnukjöti en því norska

Hrefnukjöt í lestinni á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðssyni ÍS í Ísafjarðarhöfn.
Hrefnukjöt í lestinni á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðssyni ÍS í Ísafjarðarhöfn.
Í síðustu viku var birt greinargerð frá ýmsum embættum og stofnunum hérlendis vegna neyslu á hrefnukjöti og öðru sjávarfangi. Þar er varað við neyslu barnshafandi kvenna, kvenna með börn á brjósti og barna yngri en 7 ára á ýmsu sjávarfangi, þar á meðal hrefnukjöti, nema að takmörkuðu eða jafnvel öllu leyti. Ástæðan er magn kvikasilfurs og þrávirkra lífrænna efna sem safnast í dýrum ofarlega í fæðukeðjunni. Í greinargerð þessari, sem birt var á heimasíðu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 8. október, er byggt á rannsóknum á norsku hrefnukjöti. Tveimur dögum síðar eða 10. október lágu hins vegar fyrir rannsóknir á íslensku hrefnunni sem sýna allt aðrar niðurstöður hvað kvikasilfur varðar en í þeim norsku.
Íslensku mælingarnar sýndu að hæsta útkoman á kvikasilfri í sýni úr íslensku hrefnukjöti var aðeins um helmingur af meðaltali úr norskum sýnum. Flest voru þau langt þar fyrir neðan og einungis brot af þeim mörkum sem sett eru í reglum um aðskotaefni. Niðurstöður íslensku rannsóknanna hafa ekki verið birtar opinberlega en bb.is hefur þær undir höndum.

Talsverð umræða varð í fjölmiðlum í kjölfar þess að áðurnefnd greinargerð með viðvörunum við neyslu á ýmsu sjávarfangi var birt. Í sumum tilfellum mátti skilja að varað væri sterklega við neyslu hrefnukjöts. Sú umfjöllun kom illa við hrefnuveiðimenn. Auk Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins stóðu að greinargerð þessari Landlæknisembættið, embætti yfirdýralæknis, Lýðheilsustöð/Manneldisráð og Umhverfisstofnun. A.m.k. sumir þessara aðila hafa verið taldir starfa á vísindalegum grundvelli.

Í ljósi þess að einungis tveimur dögum síðar lágu fyrir allt aðrar niðurstöður úr rannsóknum á íslensku hrefnukjöti hefur sú spurning vaknað, hvers vegna öll þau embætti og stofnanir sem hér um ræðir hafi séð ástæðu til að rjúka í birtingu greinargerðarinnar einmitt á þessum tíma. Spurt hefur verið hvort ekki hefði verið rétt að bíða í tvo daga eða svo eftir niðurstöðum rannsóknanna á íslenska hrefnukjötinu, í stað þess að vara við neyslu þess í ljósi rannsókna sem gerðar voru víðs fjarri Íslandsmiðum og vekja þannig ótta um líf og heilsu ef kjötsins væri neytt.

Samkvæmt heimildum bb.is var þessi greinargerð birt vegna þrýstings frá matvælasviði Umhverfisstofnunar. Greinargerðin hafi verið tilbúin til birtingar í langan tíma og ekki hafi verið vilji til að fresta birtingu hennar öllu lengur. „Við vissum einfaldlega ekki hversu stutt var í niðurstöður íslensku rannsóknarinnar“, sagði einn aðstandandi greinargerðarinnar og sagði jafnframt að umfjöllun fjölmiðla um hana hafi verið „afskaplega óheppileg“.

Hrefnuveiðimönnum er ekki skemmt vegna birtingar greinargerðarinnar. Þeim finnst að umræddar stofnanir hafi farið mjög offari í þessu máli og kastað rýrð á hrefnukjöt án viðhlítandi ástæðu. Fara verði varlega í umfjöllun af þessu tagi sem setji neikvæðan stimpil á vöruna sem erfitt verði að hreinsa úr vitund almennings. Víst má telja að hrefnuveiðimenn hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli.

„Greinargerð varðandi neyslu á hrefnukjöti og öðru sjávarfangi fyrir barnshafandi konur og konur með börn á brjósti“ má finna á heimasíðu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Fyrirsögn fréttar á heimasíðunni þar sem greinargerðin er birt (8. október) er „Er óhætt að borða hrefnukjöt?“

hj@bb.is
hlynur@bb.is

Heimasíða Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli