Frétt

bb.is | 19.09.2016 | 10:50Ingibjörg sterkasta kona Íslands

Ingibjörg var vígaleg í keppninni. Mynd: Kristiina Ivask
Ingibjörg var vígaleg í keppninni. Mynd: Kristiina Ivask

Ísfirðingurinn Ingibjörg Óladóttir gerði sér lítið fyrir um helgina og landaði titlinum „Sterkasta kona Íslands“ í samnefndri keppni sem fram fór á Akureyri á laugardag. Þar keppti hún ásamt 10 öðrum konum í drumbalyftu, réttstöðulyftu, bændagöngu, rammaburði, steinalyftu, hleðslu og trukkadrætti, þar sem konurnar drógu vörubíl sem vegur ein átta tonn, það má því áætla að þar hafi engir aukvisar verið á ferð. Ingibjörg er ekki ókunn keppninni en hún keppti einnig í henni í fyrra og hafnaði í sjötta sæti. Hún hefur með hléum verið í kraftlyftingabransanum frá árinu 2006 og á síðasta ári byrjaði hún að æfa af kappi aftur eftir nokkurt hlé og hafa æfingar síðasta árs greinilega skilað sér.

„Ég setti mér það markmið að toppa mig í Drumbalyftu og reyna bæta íslandsmetið sem var 72,5 og ég tók 75kg, það var mikill sigur fyrir mig og allt annað væri bara plús. Ég vann líka réttstöðuna og bændagönguna, sem ég var mjög sátt með. Því næst var hleðsla og þar voru 3 hlutir sem átti að hlaupa með frá a-b en 3 hluturinn var 75kg sandpoki og hann vildi bara ekki upp í hendurnar á mér. Steinatökin gengu ágætlega en þetta snýst mikið um tækni og að demba sér bara í þetta, en trukkadrátturinn var eitthvað sem ég var bara búin að prufa einu sinni áður og vafðist smá fyrir mér og var ég í þriðja sæti þar, en kláraði allar greinar sátt.“
Ingibjörg segist ekki hafa búist við því að bera sigur úr býtum og hafi enn ekki alveg áttað sig á því enn að hafa unnið keppnina og beri nú þennan stóra titil. Hún er nú búsett á Akureyri ásamt eiginmanni sínum, sálfræðinemanum Sigfúsi Fossdal og dætrum þeirra tveimur. Fjölskyldan er að sjálfssögðu stolt af sinni konu og segir Ingibjörg í gríni. „Ég sagði við stelpurnar mínar að þær gætu nú farið á leikskólann og sagt við krakkana „mamma mín er sterkari en pabbi þinn.“

Ingibjörg er á leið til Barcelona þar sem hún styður við bakið á manni sínum sem einnig er á kafi í aflraunum er hann keppir á Arnold Classic Europe Pro um næstu helgi. Eftir þá ferð ætlar kraftaparið að setjast niður og endurskipuleggja markmiðin, en Sigfús er ekki bara maki Ingibjargar heldur þjálfari hennar líka. Þau eru bæði menntaðir ÍAK-einkaþjálfarar og reka saman BEstrong þar sem þau hjálpa fólki að ná markmiðum sínum í gegnum fjarþjálfun, einkaþjálfun og hópþjálfun.

Eftir miklar æfingar síðasta ár segist Ingibjörg vera í sínu besta formi og þá sér í lagi miðað við líkamsástand, en hún glímir bæði við sykursýki 1 og vefjagigt. Hún segist til í frekari keppni og enn eiga nóg inni. En lítur hún út fyrir landssteinana?

„Sterkasta koma heims væri draumur sem ég set sem langtíma markmið og kannski verður það að veruleika einn daginn. Ég er einmitt mikið búin að vera fylgjast með Donnu Moore sem vann í fyrradag titilinn um sterkustu konu heims, en hún er hrikaleg. Sterkasta kona Evrópu er í desember og er ég að skoða þann möguleika. Það er alltaf eitthvað í boði, en þetta snýst líka um að hafa efni á því að komst á mót erlendis.“ segir okkar sterkasta kona og ekki ósennilegt að betur gangi að fjármagna slíkt með velgengina um helgina í farteskinu.

Meðfylgjandi myndir úr keppninni tók Kristiina Ivask.Það eru ekki margir sem hafa á afrekalistanum að hafa dregið trukk.
annska@bb.isbb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli