Frétt

DV - Sigmundur Ernir | 20.12.2002 | 13:48Konan í aftursætinu

Í tveggja klukkustunda löngum morgunþætti Rásar 2 í gærdag var umræðuefnið aðeins eitt; ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að bjóða sig fram til Alþingis. Tveir tímar, eitt efni. Sama dag lögðu dagblöðin margar blaðsíður undir umfjöllun sína um framboð borgarstjórans og í eftirmiðdaginn voru spjallþættir útvarpsstöðvanna undirlagðir af margvíslegum viðbrögðum alla vega sérfræðinga sem ræddu um áhrifin af þessari pólitísku vendingu hér á landi.
Fólki er ekki sama hvar Ingibjörg Sólrún drepur niður fæti. Pólitísk ferð hennar skiptir máli í íslensku samfélagi. Og þess hefur lengi verið beðið, sums staðar með óþreyju, að hún haldi af strætum borgarinnar út á þjóðveginn. Hún er á meðal skeleggustu og vönduðustu stjórnmálamanna sem fram hafa komið hér á landi á síðustu áratugum og þar af leiðandi verður ákvörðun hennar um að bjóða sig fram til Alþingis að teljast meðal stærstu pólitísku tíðinda á seinni tímum.

En Ingibjörg stígur skrefið aðeins til hálfs. Athygli vekur að hún velur sér harla erfitt baráttusæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, sæti sem aðeins skilar henni inn á þing með miklum kosningasigri flokksins í borginni á vori komanda. Ingibjörg er vön að sitja í baráttusæti en ávallt þó sem leiðandi stjórnmálaskörungur sem fer fyrir flokki sínum og fylkingu. Núna bregður svo við að hún velur sér aftursætið og virðist ætla að halda sig fjarri gírum og stýri sem öllu skipta í pólitík.

Þetta er ekki sannfærandi. Ingibjörg er enginn aftursætismanneskja í íslenskri pólitík. Í leiðara DV í byrjun september var Ingibjörg Sólrún hvött til að taka slaginn af fullum þunga og taka áskorun um að hverfa af sviði borgarmála og leiða jafnaðarmenn landsins til sigurs í alþingiskosningunum í maí á næsta ári. Kannanir sýndu þá að fumlaust framboð Ingibjargar myndi að styrkja þennan unga stjórnmálaflokk svo um munaði. En Ingibjörg afréð að hrökkva fremur en stökkva í haust.

Í kastljósi fjölmiðlanna á miðvikudag átti Ingibjörg Sólrún erfitt með að svara blaða- og fréttamönnum hvort hún væri í reynd að fara fram til Alþingis eða ekki. Hún átti erfitt með að svara í takt við ummæli formanns Samfylkingarinnar sem fyrr um daginn lét þau orð falla að Ingibjörg hefði þegið fimmta sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í spjallþætti síðla sama dag varð nánast að toga það út úr Ingibjörgu að hún væri að sækjast eftir sæti á löggjafarsamkundu landsmanna.

Þetta er ekki sannfærandi. Svo virðist sem formaður Samfylkingarinnar og borgarstjórinn í Reykjavík hafi klúðrað upplögðu tækifæri til að kynna tímabært framboð Ingibjargar Sólrúnar til Alþingis með þeim glæsibrag sem borgarstjóri á skilið. Eftir situr í huga fólks að Ingibjörg Sólrún er að skipta um vettvang en samt ekki. Eftir situr að Ingibjörg Sólrún vill fara á þing en þó ekki alveg. Og eftir situr særður borgarstjórnarflokkur hennar við Tjörnina sem veit ekki hvert skal stefna.

Framboð Ingibjargar Sólrúnar til Alþingis skiptir sköpum fyrir Reykjavíkurlistann. Það er án efa upphaf að endalokum þessa merkilega samstarfs sem varað hefur í nærfellt áratug undir dyggri og traustri forystu Ingibjargar. Það eru að verða kaflaskil í íslenskri pólitík. Þau gerast þó með öðrum hætti en búast hefði mátt við. Samfylkingin mun styrkjast til muna í aðdraganda komandi þingkosninga og hugsanlega bæta við sig kjörfylgi. R-listinn mun veikjast og verður vart hugað líf.

Sigmundur Ernir

DV á Netinu

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli