Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 07.11.2002 | 06:45Illur grunur um árásir NATO staðfestur

Ný skýrsla bandarísku rannsóknastofnunarinnar Institute for Energy and Environmental Research staðfestir að loftárásir NATO á Júgóslavíu 1999 ollu gríðarlegri mengun sem á eftir að setja mark sitt á líf margra kynslóða í landinu. Í skýrslunni er því einnig velt upp að sprengjuárásir sem hafi slíkar afleiðingar kunni að brjóta í bága við alþjóðalög, þar á meðal Genfarsáttmálana um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum.
Rannsóknin beindist einkum að árás á bílaverksmiðju í Kragujevac, sem er um 100 km suður af Belgrad, og árásum á efnaverksmiðju, áburðarverksmiðju og olíuhreinsistöð í Pancevo 20 km norðaustur af höfuðborginni. Sriram Gopal, einn sérfræðinganna sem vann að rannsókninni, segir engan vafa leika á að í sprengjuárásunum hafi stórkostlegt magn eiturefna verið leyst úr læðingi. Þar voru einkum á ferð eitruð klórsambönd, kvikasilfur og PCB sem er alþekktur og skæður krabbameinsvaldur.

Lögfræðingurinn Nicole Deller, sem er einn af höfundum skýrslunnar, segir það brjóta í bága við alþjóðalög að ráðast vísvitandi á verksmiðjur sem hafi litla hernaðarlega þýðingu þegar fyrir liggi að umhverfisáhrifin geti orðið skelfileg. Hún vísar til fullyrðinga hershöfðingja um staðbundnar og nákvæmar árásir sem eigi að koma í veg fyrir stórkostlegt mannfall meðal óbreyttra borgara. Deller bendir á að sömu aðferðum hafi verið beitt í Afganistan og að öllum líkindum verði sama upp á teningnum í Írak ef Bandaríkjaher ráðist til atlögu þar á næstunni.

Skýrsluhöfundar segja ljóst að ekki sé hægt að réttlæta tjónið sem af slíkum árásum hljótist með vísan til vondra einræðisherra. Langtímamengun í lofti, eyðilegging á vatnsbólum og möguleikum til landbúnaðar og fæðuframleiðslu á stórum svæðum sé einfaldlega óforsvaranleg.

Í þessu sambandi má minna á þá umræðu sem varð um afleiðingar kjarnorkuslyssins í Chernobyl. Mengunin barst þá langar leiðir og varð meðal annars vart í villibráð og búpeningi í Noregi. Þá höfðu menn ekki efasemdir um skaðabótaskyldu hinna illviljuðu Slava sem hirtu ekki um kjarnorkuverin sín og stofnuðu milljónum manna í hættu, langt út fyrir eigin landamæri. Þrátt fyrir að það hefði orðið slys. Árásirnar á efnaiðnaðinn í Júgóslavíu voru gerðar af ráðnum hug.

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli