Grein

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.

Jón Fanndal Þórðarson | 26.06.2002 | 18:09Hættumatsskýrslan – Hin nýja aðferðarfræði

Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Þessi setning er úr Íslandsklukku Halldórs Laxness og lögð Jóni Hreggviðssyni í munn. Vont var fyrir búsetu á Vestfjörðum þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og Súðavík en verri ætla eftirköstin að verða. Nú hefur verið kynnt hættumatsskýrsla fyrir Ísafjörð og Hnífsdal, samin af svokölluðum sérfræðingum í snjóflóðavörnum. Niðurstaða skýrslunnar er í raun dauðadómur yfir allri byggð á þessu svæði ef farið verður eftir skýrslunni, sem ég fastlega vona að ekki verði. Eftirfarandi er tekið beint úr skýrslunni:
1. Einhver hús í öllum hverfum eru á hættusvæði. 2. Fjöldi húsa í Holtahverfi. 3. Seljalandshverfið allt. 4. Fjöldi húsa neðan Gleiðarhjalla eru á hættusvæði ef ekki af völdum snjóflóða þá af völdum skriðufalla og grjóthruns. 5. Í Hnífsdal er stærstur hluti byggðarinnar á hættusvæði. Margt höfum við Vestfirðingar þurft að þola undangengin ár og aldir, sumt af völdum náttúrunnar og annað og ekki minna, af mannavöldum.

Eftir snjóflóðin miklu var mikið vald fært í hendur Veðurstofu Íslands. Ég vil segja óeðlilega mikið vald. Það er stórhættulegt að færa slíkt vald og hér um ræðir í hendur einhverri stofnun, hvort sem hún heitir Veðurstofa Íslands eða eitthvað annað. En þetta eru lög frá Alþingi og er ekki í fyrsta skipti og því miður ekki í síðasta skipti sem alþingismenn setja lög, sem þeir vita ekkert hvernig virka og koma svo af fjöllum þegar í ljós kemur að lögin virka í allt aðra átt en ætlast var til. Þetta er eins og að vekja upp draug og ráða svo ekkert við hann, sem er alþekkt fyrirbæri í þjóðsögunum.

„Hann er ber,“ sagði barnið í sögu H.C. Andersens um nýju fötin keisarans. Það hafa fáir eða engir þorað að gagnrýna störf og niðurstöður þessara snjóflóða sérfræðinga. Þetta má eflaust skýra með því hvað hér er um viðkvæmt mál að ræða, þar sem snjóflóð sem valda mannskaða eru hörmulegir atburðir. Sérfræðingarnir hafa líka kunnað að leika á þær tilfinningar fólks en það breytir því ekki að hér hefur verið farið offari og afleiðingarnar eru augljósar. Um leið og hættumatsskýrslan er lögð fram og kynnt í fjölmiðlum, sem ekki er ósparir á að tíunda hættuna á að búa á slíkum stöðum, eru margir tugir húsa, ef ekki öll hús á svæðinu orðin verðlítil eða verðlaus, þó ekki sé minnst á álitshnekkinn út á við sem byggðarlagið verður fyrir.

Holtahverfið, Seljalandshverfið, byggðin neðan Gleiðarhjalla, allur Hnífsdalur. Öll þessi hverfi á hættusvæði. Hvað er þá eftir nema sjálf eyrin? Hvenær megum við búast við að flugvellinum verði lokað vegna snjóflóðahættu? Er hann ekki á hættusvæði eða nær hættumatið ekki til hans? Þar eru oft hundruð manna inni að bíða eftir flugi, ekki síst eftir stórhríðar. Það yrði þá punkturinn yfir iið ef þeim tækist að loka flugvellinum.

Hvers eigum við að gjalda sem hér búum? Er eitthvað hættulegra að búa hér en t.d. á Selfossi sem byggð er á stóru sprungusvæði og getur sokkið í heilu lagi í einhverjum jarðskjálftanum að mati eins sérfræðingsins og hvað um sjálfa Reykjavík, er hún ekki byggð á einu mesta jarðskjálfta- og eldgosasvæði heims? Hvað líður hættumati og rýmingaráætlun fyrir þessa staði? Er það kannski og veigamikið verkefni? Nei. Í stað þess að gera hættumat fyrir Reykjavík eru uppi bollaleggingar um að byggja 25 hæða hótel úr gleri og skýjakljúfa í Vatnsmýrinni.

Ég bý í Hnífsdal, í því hverfi sem fram að þessu hefur verið talið eins öruggt að búa í eins og í hverju öðru hverfi í bæjum og þorpum þessa lands. Nú er ég kominn á hættusvæði C, sem er talið mesta hættusvæðið en hver er munurinn á hættusvæði A, B og C. Ég vil útskýra það á mannamáli. Á hættusvæði A er hættan talin sú, að af hverjum 10.000 íbúum gætu farist árlega 0,3 til einn maður árlega. Á hættusvæði B er hættan 1 til 3 menn árlega pr. 10.000 íbúa. Á hættusvæði C er hættan 3 menn árlega miðað við 10.000 íbúa. Munurinn er sem sagt frá einum manni upp í þrjá menn eftir hættusvæðum. Ef einhver telur sig ekki öruggan á svæði C, telur hann sig þá öruggan á svæði A og B? Ef hús verða verðlaus á svæði C, munu þá hús á hættusvæðum A og B halda verðgildi sínu? Nei, auðvitað ekki.

Niðurstaðan er því sú, að nánast allur bærinn að eyrinni undanskilinni er á hættusvæði að mati sérfræðinganna. Hvers konar vinnubrögð eru hér á ferðinni eða er meiningin að blása af alla byggð í þessum bæ? Kynningarfundur á hættumatsskýrslunni var haldinn 19. júní sl. í Menntaskólanum á Ísafirði. Þessir kynningarfundir eru einskis virði, þar sem sérfræðingarnir hafa ákveðið allt fyrirfram og þeirra mati verði ekki haggað. Álit og skoðanir heimamanna eru ávallt hun


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi