Frétt

Stakkur 18. tbl. 2002 | 01.05.2002 | 12:19Ungir kjósendur og Gamla Apótekið

Sú þarfa og athyglisverða nýjung hefur verið tekin upp að kynna stefnumál framboðanna í Ísafjarðarbæ fyrir ungum kjósendum í Gamla Aptekinu. Þegar þessi orð ber fyrir lesendur hafa ungir kjósendur væntanlega orðið einhvers vísari og eiga þar af leiðandi auðveldara með að gera upp hug sinn en áður. Vissulega er það til fyrirmyndar að gera unga fólkinu auðveldara að rata í gegnum frumskóg framboðanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. En skyldi ekki fleirum en hinum ungu ganga illa að átta sig á því hvað kosið verður um á Vestfjörðum. Í raun ættu kosningar til sveitarstjórna á Vestfjörðum að snúast um framtíð byggðar og þær lausnir sem boðnar eru í þeim efnum. En hverjar eru þær?

Seint verður bæjarstjórn þakkað frumkvæðið að því að færa út hugmynd iðnaðarráðherra um byggðakjarna á landsbyggðinni. Akureyri hefur stöðu allra yfirburða utan höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna í nágrenni hennar. Þau njóta svo sannarlega nábýlisins. Á Akureyri byggir menntun á gömlum merg, Menntaskólanum, og við hafa bæst Verkmenntaskólinn og Háskólinn á Akureyri. Forskotið liggur þar. Hvert á að verða frumkvæði Ísafjarðar? Snöggra viðbragða er þörf áður en fólki fækkar hér enn frekar. Vonandi hafa frambjóðendur sem kynntu málefni og stefnu sinna framboða í gær í Gamla Apótekinu spurt unga fólkið hver væru þeirra hugðarefni um framtíðina á Ísafirði og á Vestfjörðum. Vonandi skilur unga fólkið gildi samstöðunnar og gildi þess að dreifa ekki kröftunum eins og gert er með tilvist margra smárra sveitarfélaga.

Hvert er vitið á bak við þrjú sveitarfélög við Ísafjarðardjúp, sem eiga öll sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi uppbyggingu atvinnulífs og menntunar. Hið sama er að segja um félagslíf og aðra menningu. Engu að síður virðist ekki vera inni í myndinni að sameina Ísafjarðrbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhrepp. Stjórnsýsla sveitarfélaganna geldur þess að kröftum er dreift og eykur líkurnar á því að hún hverfi úr héraði. Sérhæfing og verkaskipting þrífst ekki við núverandi aðstæður. Samt grillir hvergi í hugmyndir um sameiningu og betri nýtingu mannafla og fjármuna.

Gamla Apótekið er einkar vel heppnað fyrirtæki og vekur eftirtekt langt út fyrir Ísafjörð og Vestfirði. Fleiri slíkar hugmyndir þurfa ð koma upp og byggja á því að ungt fólk fái tækifæri til að sýna frumkvæði. Hér með er þeirri hugmynd komið áleiðis að hið unga og fríska fólk sem stendur að starfinu í Gamla taki sig til og safni í hugmyndabanka þeirrar stefnuskrár sem myndi duga þeim til að kjósa 25. maí hinn næsta. Hvernig vilja þau sjá Vestfirði eftir 10 ár, nú eða 25 ár? Hvert er þeirra markmið fyrir Vestfirðinga næstu áratugina?

Svörin kunna að verða mun forvitnilegri en stefnuskrá offramboðsins í Ísafjarðarbæ. Ekki drægi úr gildi þeirra að hafa unga kjósendur úr Strandasýslu, Bolungarvík og Barðstrandarsýslu með í ráðum. Þeirra allra er jú framtíðin.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli