Frétt

mbl.is | 26.02.2007 | 08:13VG vill veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum

Stjórnmálaályktun og áherslur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í komandi alþingiskosningum voru samþykktar á landsfundi flokksins skömmu eftir hádegi í dag. Vinstri-grænir vilja m.a. afnema gjaldtöku í öllu grunnnámi allt frá leikskólastigi og leggja niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu, stöðva frekari stóriðjuframkvæmdir og forgangsraða í þágu náttúruverndar, útrýma launamun með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum og umbuna þeim fyrirtækjum sem reka virka jafnréttisstefnu.

Í ályktun VG segir:

„Landsfundur hvetur til þess að eftirfarandi megináherslum verði haldið á lofti í kosningabaráttunni sem framundan er og beinir meðfylgjandi spurningum til landsmanna.

Velferðarsamfélag fyrir fólkið í landinu Viltu samábyrgt, norrænt velferðarsamfélag á Íslandi eða viltu að mismunun haldi áfram að aukast í samfélaginu?

Í öflugu velferðarsamfélagi er öll grunnþjónusta gjaldfrjáls. Við ætlum að afnema gjaldtöku í öllu grunnnámi allt frá leikskólastigi og leggja niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. Heildstætt heilbrigðis- og menntakerfi eru ásamt öflugum almanna- mikilvægustu undirstöður jafnréttis og félagslegs réttlætis í þróuðu velferðarsamfélagi. Við ætlum að draga úr misskiptingu með markvissum breytingum á skattkerfinu þannig að það virki sem tekjujöfnunartæki jafnframt því að standa undir samneyslunni. Velferðarsamfélag fyrir alla er okkar markmið.

Stóriðjustopp – tímamót í umhverfismálum

Viltu láta náttúruna njóta vafans og stöðva stóriðjuframkvæmdir eða halda áfram landdrekkingar- og eyðileggingarstefnunni sem hér hefur ríkt? Frekari stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar og þannig gefum við náttúrunni grið og veitum efnahags- og atvinnulífinu svigrúm til að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára. Virk umhverfisstefna verður undirstaða allrar stefnu-mótunar. Við ætlum að forgangsraða í þágu náttúruverndar, friðlýsa mikilvæg svæði og taka frumkvæði í loftslagsmálum á alþjóðlegum vettvangi.

Kvenfrelsi er málið

Viltu róttækar kvenfrelsisáherslur eða viltu áframhaldandi kyrrstöðu í jafnréttismálum?

Launamunur kynjanna verður afnuminn, meðal annars með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum og umbuna þeim fyrirtækjum sem reka virka jafnréttisstefnu. Það þarf að brjóta upp kynjakerfið og leiðrétta afleiðingar þess; breyta löggjöf í mannréttinda- og dómsmálum, þannig að kynfrelsi kvenna verði virt, kaupendur kynlífsþjónustu sæti ábyrgð og ofbeldismenn séu fjarlægðir af heimilum en ekki þolendur. Virkjum karla í kvenfrelsisbaráttunni.

Menntun fyrir alla

Viltu kröftuga og framsækna skóla fyrir alla og efla rannsóknir? Jafn aðgangur að menntun er eitt öflugasta tækið til að jafna kjör og vinna gegn mismunun og stéttaskiptingu. Við setjum gjaldfrjálsan leik- og grunnskóla í forgang og leggjum áherslu á að ríkið komi til móts við sveitarfélögin í því efni. Við viljum efla framhaldsskólana og gera átak í að bæta aðstöðu og aðgengi nemenda með sérþarfir að skólanámi á öllum skólastigum. Jafnframt þarf að búa betur iðnnámi, framhaldsnámi og rannsóknum.

Fjölbreytt atvinnulíf, farsæl byggðaþróun

Viltu fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf eða uppgjafarstefnu í atvinnu- og byggðamálum?

Frumkvæði einstaklinganna þarf að njóta sín, virkja mannauðinn og skapa rekstrarskilyrði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við ætlum að byggja upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt og efla samkeppnissjóði. Stórbættar samgöngur að meðtöldum strandsiglingum, nútíma fjarskipti og jöfnunaraðgerðir í byggða-málum munu leggja grunn að nýjum tímum í atvinnu- og byggðaþróun á landsbyggðinni. Liður í nýrri sókn byggðanna verður stórbætt afkoma sveitar-félaganna.

Ábyrgð í stað óráðsíu, stöðugleiki í stað stóriðjuþenslu

Viltu endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hverfa af braut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar eða viltu enn meiri stóriðjuþenslu? Ábyrg stjórn efnahagsmála tekur við og lögð verður áhersla á að verja kjör almennings. Slá þarf á þensluna með því að stöðva frekari stóriðju-framkvæmdir og erlenda skuldasöfnun, ná niður vöxtum og verðbólgu.

Lýðræði, þátttaka og menning

Viltu tryggja lýðræði og menningarlegt sjálfstæði með öflugri menningarstefnu eða halda áfram að einkavæða menninguna og veikja lýðræðið? Þjóðin fær Ríkisútvarpið aftur og hlúð verður að gróskumiklu og litríku menningar- og menntalífi. Við ætlum að skapa samfélag þar sem lýðræði og þátttaka er í öndvegi og möguleikar barna, kvenna, karla, innflytjenda, aldraðra og fatlaðra til að hafa áhrif og láta til sín taka eru í brennidepli. Samfélag þar sem allir geta lifað með reisn alla ævi.

Aldrei aftur Írak

Viltu nota tækifærin sem gefast nú þegar herinn er farinn eða viltu fleiri styrjaldir í þínu nafni? Friðsamleg utanríkisstefna verður mörkuð en hún byggist á nýrri nálgun, lýðræðislegri og friðsamlegri alþjóðasamvinnu og félagslegri alþjóðahyggju. Vinstri–græn hafna áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju eins og þeirri sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak.“


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli